Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1303 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvaða þættir hafa áhrif á skafrenning?

Snjór sem þyrlast upp í vindi nefnist skafrenningur, nái hann ekki sjónhæð fullorðins manns nefnist hann lágarenningur en fari hann hærra kallast hann háarenningur. Lausamjöll fýkur mun auðveldar en hjarn eða skari, hana fer að hreyfa ef vindur nær 5 til 6 m/s, en venjulega er skafrenningur lítill sé vindur ekki m...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er eitthvað til í því að reginrisinn Betelgás verði brátt sprengistjarna?

Sprengistjörnur blossa upp í vetrarbrautinni okkar að jafnaði á fimmtíu til hundrað ára fresti. Þær geta orðið svo bjartar að þær sjáist vel berum augum og jafnvel að degi til. Síðast sást svo björt sprengistjarna árið 1604 og er hún kennd við Jóhannes Kepler (1571-1630) sem fylgdist kerfisbundið með henni. Leifar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla norðurhjarans og vel aðlöguð að óblíðri náttúru túndrunnar allt umhverfis Norður-Íshafið. Hún er stór og þrekvaxin, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít að lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um afkvæmi leðurblaka og lífsferil þeirra?

Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Í þessu svari verður einungis fjallað um smáblökurnar, æxlun og þroska ungviðis þeirra en sumir vilja meina að smáblökurnar séu hi...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég skil ekki þessa ljósmynd af svartholinu. Getur ekki einhver útskýrt fyrir mér hvað ég er að horfa á. Ef svarti depillinn er skuggi svartholsins er þá ekki hægt að sjá út frá honum hvar svartholið sjálft er sem ég veit að er ósýnilegt? Hvernig stendur á þessum ljósahring...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsta öreindin?

Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?

Mörg spendýr geta verið hættuleg mönnum við vissar aðstæður. Almennt má segja að meðal spendýra skipta stærð, lífshættir og aðstæður einstaklingsins mestu máli. Þannig eru rándýr að jafnaði hættulegri en grasbítar af sömu stærð, stærri dýr eru hættulegri en minni dýr, hungruð rándýr hættulegri en södd, mæður með a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er stærsti harði diskur í heimi og hver á hann?

Ég tel að við þessari spurningu sé ekki til neitt eitt rétt svar og kemur þar aðallega þrennt til: Það er skilgreiningaratriði hvað er harður diskur. Í stórum tölvukerfum er notað kerfi sem kallast RAID en það stendur fyrir "Redundant Array of Independent Disks". Þar eru margir harðir diskar tengdir saman en f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara minkaveiðar fram á Íslandi?

Minkar eru veiddir til þess að draga úr því tjóni sem þeir geta valdið. Veiðar hófust fljótlega eftir að minkar fóru að breiðast um landið en árið 1939 var byrjað að greiða verðlaun fyrir veiðarnar úr opinberum sjóðum. Nú er fyrirkomulag minkaveiða oftast þannig að umhverfisráðuneytið gefur út viðmiðunartaxta ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um beiður?

Beiður (Mantis religiosa, e. Praying Mantis) eða bænabeiður eins og þær eru oftast kallaðar á íslensku eru skordýr af ættinni Mantidae. Bænabeiður eru rándýr og draga nafn sitt af því að þegar þær bíða eftir bráð er líkt og þær liggi á bæn með greipar spenntar. Forngrikkir tengdu eitthvað trúarlegt við þessi dýr o...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fæðast án lithimnu?

Lithimnan er vöðvarík himna í auganu sem umlykur sjáaldrið (ljósop augans) og liggur framan við augasteininn. Við tökum yfirleitt vel eftir henni þar sem hún gefur augunum lit sinn. Lithimnan hefur samt annað og mikilvægara hlutverk því samdráttur í vöðvum lithimnunnar ræður stærð sjáaldursins; í skæru ljósi draga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?

Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm...

category-iconOrkumál

Er Kárahnjúkavirkjun stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu? Ef ekki hvar er hún í röðinni?

Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar var gangsett í nóvember 2007 og er hún langstærsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Uppsett afl virkjunarinnar er 690 MW og er orkuvinnslugetan 4.800 GWh á ári. Hverflarnir eru sex talsins sem hver um sig er 115 MW. Afl Kárahnjúkavirkjunar er meira en samanlagt afl þeirra þriggja va...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Heyra fiskar hljóð og hafa þeir eitthvað jafnvægisskyn?

Fiskar hafa kvarnir eða eyrnasteina en það eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Kvarnirnar eru í þremur vökvafylltum hólfum í innri eyrunum beggja megin við aftari hluta heilans og eru því sex talsins (þrjú pör). Veggir hólfanna eru alsettir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar?

Hugtakið dinosaur er komið frá breska líffræðingnum Sir Richard Owen (1804-1892). Það er dregið af gríska orðinu deinos sem þýðir skelfilegur eða ógurlegur og sauros sem þýðir eðla. Vissulega voru ekki allar risaeðlur stórar og ógnvænlegar. Nú hafa fræðimenn lýst meira en 500 ættkvíslum og yfir 1000 tegundum í þes...

Fleiri niðurstöður