Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5645 svör fundust
Hvor hliðin er „heads“ og hvor er „tails“ á íslenskri mynt?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ef íslenskri mynt er kastað í loftið vegna veðmáls við útlending, hvor hliðin telst þá vera „heads“ og hvor er „tails“? Tilvísun í haus og hala (e. heads and tails) á myntpeningum vísar til fram- og afturenda á dýrum. Lengi vel tíðkaðist að hafa vangamynd af ríkjandi þjóðhöfði...
Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?
Upphaflega hljómaði spurningin svo:Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podg...
Hvað er mannamál?
Það er snar þáttur í stefnu og verklagsreglum Vísindavefsins að "tala mannamál" eftir bestu getu. Ef það er ekki gert hættir fólk nefnilega að hlusta. Ýmsir spyrjendur nefna líka orðið mannamál í spurningum sínum. Þegar Björn Þorsteinsson heimspekingur var beðinn um að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli fann...
Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?
Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslan...
Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?
Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna. *** Hér er einnig að finna svar við spu...
Hvaða orð er oftast notað í heiminum?
Við vitum ekki nákvæmlega hvert er algengasta orðið í heiminum. Það gæti verið eitthvað orð á mandarínsku, en hana tala flestir í heiminum, um 850 milljónir manna. Ensku tala um um 340 milljónir manna og á vefsíðu um tíðni enskra ritmálsorða fundum við þessa þulu um algengustu orðin:the of and a to in is you th...
Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur?
Ástæðan fyrir þessu liggur í að eina slétta frumtalan er 2. Við munum að frumtölurnar eru þær heilu tölur sem eru stærri en 1, og má aðeins skrifa sem margfeldi af 1 og sjálfri sér. Þannig er 2 frumtala, og 3 líka, en ekki 4 af því hún er jöfn 2∙2. Allar sléttar tölur má skrifa á forminu 2∙n, þar sem n...
Er himnaríki til?
Hvað er átt við með orðinu Himnaríki? Kristin trú, sem upprunnin er meðal Gyðinga, varð fyrir miklum grískum áhrifum. Meðal Grikkja, og víðar, var himinninn tákn frjósemi og hins guðdómlega (enda berst rigningin frá himninum og þar stendur sólin og þannig veitir himinninn gróandann). Stjörnur himinsins báru meðal ...
Hvað er tómarúm? Er tómarúm „efni“?
Á síðustu öld var talið að allt rúmið væri fyllt með undarlegu efni sem menn kölluðu ljósvaka. Í upphafi aldarinnar varð eðlisfræðingum svo ljóst að ljósvakinn er ekki til og því ætti rúmið að vera tómt. En samkvæmt nútímaeðlisfræði er tómarúmið fjarri því að vera tómt! Ef allar agnir og eindir væru fja...
Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið?
Orðatiltækið „the whole nine yards” mun vera bandarískt að uppruna og hefur verið notað frá miðjum 7. áratug 20. aldar. Merking þess er „allt”, „allt saman” eða „allt heila klabbið.” Uppruni orðatiltækisins er óþekktur þótt ekki vanti getgáturnar um hann. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að varpa ljósi ...
Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?
Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Ævareiður yfir þessum sviku...
Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?
Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali. Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og s...
Hvað er vísindaheimspeki?
Hér gefst ekki rými til að líta yfir sögu vísindaheimspekinnar en hún teygir sig alveg aftur til frumherja forngrískrar heimspeki (6. öld f.Kr.). Hins vegar verður vísindaheimspeki ekki að sjálfstæðri fræðigrein fyrr en í upphafi 20. aldarinnar. Einn mikilvægasti áfangi á þeirri löngu vegferð var vísindabylting 16...
Hvers vegna verða sumir feimnir?
Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...
Er til svokallað álfamál?
Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjal...