Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Eru til stjörnukíkjar á Íslandi sem gera manni kleift að sjá aðrar plánetur vel og er hægt að fá aðgang að þeim?

Já, það eru til stjörnukíkjar sem sjá aðrar stjörnur vel og það er hægt að fá aðgang að þeim hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Ef þú vilt vita meira um þetta farðu þá á vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Myndir teknar með svona sjónaukum má finna á www.celestron.com. Þetta svar er eftir gru...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að segja um hæstu tölu sem gengur upp í tiltekinni tölu, meðal annars ef hún er margfeldi tveggja frumtalna?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef p og q eru prímtölur og r = p ∙ q, er þá hæsta talan sem gengur upp í r rótin af r og það er þegar p = q?Hér er spurt um helstil margt í senn en við höfum reynt að greiða úr því. Fyrst er rétt að rifja það upp að frumtala eða prímtala er tala sem engin heiltala gen...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna myndast sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur í glas af vatni þar sem enginn sykur mældist áður?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega að þetta gerist ekki. Hvorki vatn (H2O) né vetnisperoxíð (H2O2) innihalda kolefni (C) og því getur sykur ekki myndast með nokkru móti. Hér verður hins vegar svarað spurningunni "Hvers vegna mælist sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur út í glas...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir 'geoduck' á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér?

Geoduck eða Panope generosa á fræðimáli hefur verið nefnd koddaskel á íslensku. Hún er ein af stærstu samlokum (bivalvia) sem finnast og sú stærsta sem grefur sig niður í jarðveg. Koddaskelin getur vegið allt að 5,4 kg og verið um 20 cm á lengd. Náttúruleg heimkynni koddaskelja eru í norðanverðu Kyrrahafi, aða...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu?

Ofnæmi er það þegar ónæmiskerfi líkamans bregst óeðlilega við ýmsum efnum, til dæmis frjódufti, dýrahárum eða tilteknum lyfjum. Fólk sem hefur ofnæmi er ofurviðkvæmt fyrir ákveðnum efnum og það er ekki tengt neinum ákveðnum aldri hvenær fólk fær ofnæmi. Ofnæmi getur verið tvenns konar, annars vegar bráðaofnæmi ...

category-iconFöstudagssvar

Hver er þessi Vakthafandi Læknir sem alltaf er talað við og vitnað í þegar fjölmiðlamenn segja fréttir af slösuðu eða veiku fólki?

Það sem við teljum okkur vita vita um Vakthafandi Lækni (VL) er að hann á heima á Stökustað sem oft er minnst á í veðurfréttum. Nánar tiltekið eru hnit hans sem hér segir:Vakthafandi Læknir Séstvallagötu 13 999 Stökustað Sími 7913000, t-póstur rinkeal@idnafahtkav.orgEins og ráða má af tölvupóstfanginu kemur það...

category-iconHugvísindi

Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?

Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn. Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur...

category-iconHagfræði

Hafa nýir risaflugvellir áhrif á verð í millilandaflugi?

Spyrjandi spurði sérstaklega um hvort og þá hvernig nýir risaflugvellir í Kína og Tyrklandi geti haft áhrif á verð á millilandaflugi í heiminum? Flugvellirnir tveir sem um ræðir eru nýi alþjóðaflugvöllurinn í Istanbúl og Daxing-flugvöllurinn í Beijing. Framboð á flugvöllum Flugvellir eru flókin fyrirbæri sem t...

category-iconHugvísindi

Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?

Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu,...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina?

Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá nóvember og fram í febrúar. Um miðjan vetur er kjörið tækifæri til þess að skoða mörg af þekktustu stjörnumerkjum og fyrirbærum á himninum. Stjör...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?

Grænvængja-arinn (Ara chloroptera) Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara). Kjörlendi grænvængja-...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var hugsun George Orwells á bak við skáldsöguna Dýrabæ?

Enska rithöfundinum George Orwell (1903-1950, fæddur Eric Blair) var svo ákaflega uppsigað við óréttlæti heimsins að hann gerði skrif pólitískra ádeiluverka að hugsjón sinni. Fyrstu bækur hans frá fjórða áratug 20. aldar voru í samræmi við þá hugsjón. Bókin Down and Out in Paris and London (Utan garðs í París og ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er andremma og af hverju stafar hún?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður maður andfúll? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að verða andfúll eða losna við andfýlu? Af hverju vaknar maður andfúll á morgnana þó maður hafi burstað tennurnar kvöldið áður? Aðrir spyrjendur eru: Birna Gunnarsdóttir, Hrund Harðardóttir, Eiríkur Þorbjö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert var fyrsta spendýrið?

Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...

Fleiri niðurstöður