Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?

Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er nýtt að frétta af skammtatölvum?

Þegar talað er fjálglega um kosti og kraft skammtatölvu í fjölmiðlum er undantekningalítið átt við vél sem getur framkvæmt svokallaða stafræna skammtareikninga. Þessir reikningar eru gerðir í skammtatölvum á hliðstæðan hátt og reikningar í venjulegum tölvum, það er með forritum sem í grunninn geta gert reikniaðger...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?

Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertóríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld, mörg án vísbendinga um afdrif þeirra. Þessi undarlegu hvörf hafa ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mörg sandkorn í heiminum?

Sennilega getur enginn nema hjartnanna og nýrnanna skoðari svarað þessari spurningu með nákvæmni. Hins vegar getum vér dauðlegir hugleitt hvernig fara mætti að til að komast sem næst réttu svari. Fyrst þyrftum við að komast að því hvert er rúmmál sands í heiminum - langmestu sandflæmi jarðar eru reyndar Sahara- og...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er marblettur?

Hér eru einnig svör við spurningunum:Hvernig fær maður marbletti og af hverju breytist liturinn á húðinni?Af hverju fær maður kúlur ef maður rekur sig í? Allir hafa dottið eða rekið sig í eitthvað og fengið í kjölfarið kúlu á höggstað og síðan marblett. Marblettur myndast eftir högg sem nær til mjúku vefjanna und...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er ekki hægt að temja sebrahesta?

Þegar Evrópumenn komu til Góðrarvonarhöfða, syðsta hluta Afríku, árið 1652 voru hestar (Equus caballus) fyrstu húsdýrin sem þeir fluttu með sér. Haft var eftir Hollendingnum Jan van Riebeeck (1619-1677) sem var í forsvari leiðangursins að hross væru landnemum jafn mikilvæg og brauð. Á þessum tíma þekktust hest...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?

Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða h...

category-iconLandafræði

Er Selfoss til?

Hér er væntanlega ekki verið að spyrja um þéttbýliskjarnann Selfoss því varla efast nokkur um tilvist hans, heldur frekar hvort á landinu sé eitthvert vatnsfall sem ber þetta heiti. Svarið við þeirri spurningu, og öðrum sem snúa að því hvort tiltekin örnefni eru til og hvar þau er þá að finna, má nálgast með þv...

category-iconHeimspeki

Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?

Þessu hafa ýmsir velt fyrir sér, meðal annars heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) í riti sínu Hugleiðingar um frumspeki. Descartes varpar fram þeirri hugmynd að hugsanlegt sé að hann sé bara að dreyma eða að kannski sé illur andi að beita hann stöðugum blekkingum og hlutirnir kringum hann séu ekki til í r...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta kollagen og elastínþræðir í snyrtivörum haft áhrif á hrukkumyndun?

Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum mannslíkamans, þar með talið í húðinni. Bandvefir tengja saman hina ýmsu vefi og líffæri líkamans og halda þannig skipulagi innan líkamans. Kollagen er langalgengasta prótínið í rýmum utan frumna í bandvefjum og er því af...

category-iconHeimspeki

Hver var Jean-Paul Sartre og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Jean-Paul Sartre fæddist 21. júní 1905 í París. Faðir hans Jean-Baptiste sem var sjóliðsforingi veiktist og dó þegar Sartre var rúmlega árs gamall. Sartre flutti þá með móður sinni Anne-Marie til móðurforeldra sinna, þar sem hann ólst upp innan um bækur afa síns Charles Schweitser. Í Orðunum1, endurminningum Sartr...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er bakflæði?

Flestir kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg me...

category-iconHeimspeki

Eru jólasveinar til í alvörunni?

Hér er jafnframt svarað spurningu Davíðs Arnar (f. 1989) Er jólasveinninn til í alvöru eða er hann bara eitthvert rugl? Hvað er það að vera til "í alvörunni"? Það er auðvitað ekkert vafamál að jólasveinar eru til í hugum okkar og í sögum og frásögnum af þeim. Í einhverjum skilningi hljóta þeir því að vera ti...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er gróður í Surtsey?

Surtsey myndaðist í gosi sem hófst í nóvember 1963. Við gosið hlóðst upp eyja sem í upphafi var algerlega gróðurlaus. En fljótlega eftir að hún myndaðist urðu menn varir við að fræ og aðrir plöntuhlutar bárust þangað, en plöntur hafa ýmsa möguleika á að dreifa sér til nýrra staða. Surtsey séð úr lofti. Horft er ...

category-iconHugvísindi

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?

Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...

Fleiri niðurstöður