Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8469 svör fundust
Hver er framtíðarstaða íslenskunnar ef kynhlutlaust mál verður ráðandi?
Íslenska er mjög kynjað mál, í þeim skilningi að öll fallorð málsins hafa eitthvert þriggja kynja – eru karlkyns, kvenkyns eða hvorugkyns. Kynið er fastur eiginleiki nafnorða þannig að hvert nafnorð er aðeins til í einu kyni (með örfáum undantekningum) en kynið er hins vegar beygingarþáttur í lýsingarorðum, fornöf...
Fór Íslendingasögum hnignandi á 14. öld?
Ein þekktasta kenning um þróun íslenskra bókmennta er eftir Sigurð Nordal (1886-1974), sem taldi að greina mætti fimm þrep í þróun Íslendingasagna. Greiningin tengist þeirri bókmenntalegu sýn Sigurðar að ritun sagnfræði og frásagna hafi hafist sitt í hvoru lagi, þær nái svo fullkomnun í sambúð hvor við aðra þar se...
Af hverju fá konur lægri laun en karlar?
Einföld túlkun á forsendu spurningarinnar er að laun allra kvenna séu lægri en laun allra karla. Þannig er það ekki. Auðvelt er að finna dæmi um konur sem eru með hærri laun en þorri karla, óháð því hver starfsvettvangur viðkomandi er. Tekjuhæsta kona á tekjulista Stundarinnar árið 2022 er með 845 milljónir í árs...
Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?
Ein helsta niðurstaða afstæðiskenningarinnar er sú að tveir athugendur hreyfist ævinlega innbyrðis með hraða sem er minni en ljóshraðinn c. Ef A er athugandi með sína klukku og B er annar athugandi með klukku og B hreyfist með miklum hraða v séð frá A þá virðist A sem klukka B gangi of hægt. En það er jafngilt að ...
Hver bjó til stafrófið?
Svo virðist sem stafróf hafi verið fundin upp á mörgum stöðum. Ian Watson segir í svari sínu við spurningunni Hver fann upp stafrófið? Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, virðist hafa komið upp og þróast sjálfstætt á þremur mismunandi stöðum, í Mið-Ameríku (fy...
Hvers vegna varð fyrsti maí fyrir valinu sem „baráttudagur verkalýðsins“?
Líklegt er talið að fyrsti maí hafi orðið fyrir valinu sem alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins vegna þess að til forna voru haldnar almenningshátíðir á þessum degi. Af þeim sökum hafði dagurinn á sér alþýðlegan blæ og meðal annars má nefna að kirkjum og konungum gekk illa að gera hann að kristnum hátíðisdegi. Á ...
Af hverju fá kýr júgurbólgu?
Júgurbólga er einfaldlega bakteríusýking í spenum/mjólkurkirtlum spendýra. Hjá kúm eru það bakteríur úr umhverfi þeirra eða frá öðrum kúm sem berast á júgrið og þaðan inn um spenaopið. Eftir því sem fleiri kýr í fjósinu eru með júgurbólgusmit og hreinlæti er lakara, þeim mun meiri hætta er á að heilbrigðar kýr smi...
Af hverju heita mörgæsir þessu nafni?
Heitið mörgæs er væntanlega tilkomið vegna líkamsgerðar dýranna. Elsta þekkta dæmið um heitið mörgæs á þessu einkennisdýri Suðurskautslandsins er að finna í tímaritinu Fjölni frá 1847. Nafnið er sennilega séríslenskt. Eins og lesendur Vísindavefsins vita þá eru mörgæsir búlduleitir og ófleygir fuglar, enda hold...
Kvænast samkynhneigðar konur?
Sögnin að kvænast merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:842) ‘(um karl) ganga í hjónaband, ganga að eiga konu, kvongast’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er vísað frá sögninni kvænast í sögnina að kvongast (1989:530) ‘giftast, fá sér konu’. Sú sögn er leidd af nafnorðinu kvon (eldra kván) í ...
Hvað er skarlat í skarlatsskikkju og hvaðan kemur orðið?
Skarlat er vandaður, erlendur ullarvefnaður sem var mjög eftirsóttur til forna til dæmis í skarlatsskikkjur. Þær voru stundum fóðraðar með hvítu skinni og þótti slík skikkja mesta gersemi. Skarlat getur verið í ýmsum litum en oftast þó rauðum. Skarlat er vandaður, erlendur ullarfatnaður. Málverkið er frá fyrri...
Hvert fer kúkurinn í flugvélum?
Klósett í flugvélum eru frábrugðin hefðbundnum klósettum með vatnskassa sem Vesturlandabúar nota alla jafna á jörðu niðri. Í stað vatns og þyngdarafls sér lofttæmibúnaður og sótthreinsandi vökvi um að tæma skálina í flugvélaklósettum. Í járnbrautarlestum fyrr á tíð rann saur og annar úrgangur beint niður á tein...
Hvenær kom fyrsta tölvan til Íslands?
Fyrsta tölvan sem kom til Íslands var af gerðinni IBM 1620. Þetta var í september 1963. Ottó A. Michelsen, forstjóri fyrirtækisins Skrifstofuvélar, fékk því framgengt að tölva þessi, sem IBM var að senda til Finnlands, fékk að hafa viðkomu í Reykjavík um tíma. Var hún sett upp í húsakynnum Skrifstofuvéla á Klappar...
Eru allar loftslagsaðgerðir hagkvæmar?
Loftslagsaðgerðir miða að því að draga kerfisbundið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þær geta verið af ýmsum toga. Ef tjón af losun gróðurhúsalofttegunda er ekki óendanlegt er ekki sjálfgefið að allar aðgerðir, sem draga úr losun, borgi sig. Útkoman ræðst af tjóni af hverju tonni sem losnar, hvað losunin minnkar mi...
Hvað er píslarvottur?
Íslenska orðið píslarvottur samsvarar gríska orðinu martys eða martyr sem merkti upphaflega vitni eða vottur. Alþjóðaorðið nú á dögum um þetta er martyr. Í kristinni orðræðu er orðið fyrst notað um postulana sem voru vitni að lífi Jesú Krists og kenningu hans. Í fyrsta Pétursbréfi segist Pétur vera „vottur písla K...
Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf?
Vísindamenn hafa lengi talið að þau viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist varnarviðbrögðum líkamans og séu ætluð til þess að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar/fyrirbæris. Eins og allir sem upplifað hafa kitl vita felast þessi viðbrögð í því að reyna að forðast það sem kitlar o...