Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 783 svör fundust
Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn?
Heitið Bláland kemur fyrir í fornum íslenskum sagnaritum, til dæmis í Mattheusar sögu postula, einu elsta sagnariti sem til er á íslensku. Af samanburði við erlendar gerðir sögunnar má sjá að þetta orð er þýðing á latneska heitinu Aethiopia. Í Historia de antiquitate regum Norwagiensium, norsku riti á latínu sem r...
Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?
Það er ekki svo að líkami karlmanna geti bara myndað tiltekið magn af sæði yfir ævina. Ef allt er eðlilegt heldur framleiðslan áfram alla ævi, sama hversu mikið ,,af er tekið” þó vissulega dragi úr henni þegar aldurinn færist yfir. Sæði er myndað í æxlunarkerfi karls þegar kynþroska er náð. Sæði inniheldur sáðf...
Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?
Athugasemd frá ritstjórn: Rétt er að taka fram að nýleg rannsókn bendir til þess að gjóskulagið sem hér er fjallað um sé ekki frá Tindafjallajökli heldur af Torfajökulssvæðinu. Sjá nánar um það í greininni Widespread tephra dispersal and ignimbrite emplacement from a subglacial volcano (Torfajökull, Iceland). Geol...
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Hvers konar stjórnarfar er í Kína?
Í stjórnarskrá Kína er stjórnarfari landsins lýst sem „lýðræðislegu alræði alþýðunnar“ en margir stjórnmálaspekingar kjósa heldur að lýsa því sem alræði Kommúnistaflokksins, enda er hann langstærsti stjórnmálaflokkur landsins og fer í raun með flest ef ekki öll völd. Almenningur kýs einungis í sveitarstjórnir, síð...
Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?
David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1 Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti...
Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?
Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna. Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðb...
Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?
Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...
Af hverju er himinninn blár?
Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...
Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?
Spyrjandi veit sem er að ekkert efni verður eftir þegar efni (matter) og andefni (antimatter) koma saman í jafnstórum skömmtum. Spurningin er því fullkomlega eðlileg og má búast við að hún hafi valdið spyrjanda miklum áhyggjum og kannski minnkandi matarlyst. Honum hefur þó líklega ekki dottið í hug að gera einfald...
Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?
Skýringin á því að ósonþynning gerist öðru fremur yfir suðurpólnum er í meginatriðum þríþætt. Í fyrsta lagi berast efnin sem valda þynningunni um allan lofthjúpinn þó að þau eigi að miklu leyti upptök sín í iðnríkjunum eins og spyrjandi hefur í huga. Í öðru lagi dregst ósonið í lofhjúpnum sérstaklega að suðurskaut...
Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvenær voru miðaldir?Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tím...
Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?
Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...
Hvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt?
Saltnámur eru uppgufunarset, það er að segja set sem verður til við það að vatn gufar upp og efni sem voru uppleyst í því falla til botns. Saltnámurnar myndast nánar tiltekið við uppgufun úr heitum innhöfum sem og úr stöðuvötnum þar sem uppgufun er jöfn innstreymi í vatnið eða hraðari. Dæmi um hið síðarnefnda eru ...
Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?
Samspil gróðurelda (þar með talið skógarelda) og loftslags er nokkuð flókið. Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir. Hluti af koltvíildinu (CO2) getur bundist aftur að því gefnu að gróður vaxi að nýju á svæðinu sem brann. ...