Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1170 svör fundust
Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...
Stökkbreytast veirur hraðar en flóknar lífverur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Eru stökkbreytingar hraðari hjá veirum sem hafa fá gen, en hjá flóknari lífverum með fleiri gen? Erfðaefni flytur upplýsingar um byggingu og eiginleika lífvera milli kynslóða. Mikill munur er á stærð erfðamengja ólíkra lífvera og forma. Laukar hafa 30 milljarða basa í hverri f...
Hver var Rasmus Christian Rask?
Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn. Hann gekk í latínuskóla í Óðinsvéum og hóf síðan guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði það samt lítt þar sem hann var með allan hugann við mál og málfræði....
Hvernig myndast jarðolía?
Bæði jarðgas og jarðolía eru kolvetnasambönd. Jarðgas er að mestum hluta metan, CH4, en jarðolía er mynduð úr flóknari keðjum og hringjum af C og H. Þessi efni eru af lífrænum toga, mynduð einkum úr leifum smásærra svifþörunga og annarra plantna sem eitt sinn lifðu í höfum og stórum stöðuvötnum. Þegar lífverurnar ...
Hvernig útskýri ég tíðniróf og tíðni á mannamáli?
Tíðni (frequency) segir til um hversu oft eitthvað gerist á tilteknu tímabili. Ef við gerum til dæmis ráð fyrir að 50 bílar keyri yfir viss gatnamót á mínútu þá er tíðni atburðarins "bíll keyrir yfir gatnamótin" f = 50/mín eða 50 (bílar) á mínútu. Bylgjur hafa tíðni sem táknar fjölda bylgjutoppa á tímaeiningu. Alg...
Hvað komast hraðfleygustu þotur hratt?
Hraðfleygustu almennu þotur í heimi fara á um Mach 2,0-2,5 eða 2,0-2,5 sinnum hljóðhraði, en hann er um það bil 1225 kílómetrar á klukkustund. Nútíma geimskutlur fara hins vegar tíu sinnum hraðar eða á tuttugu og fimm sinnum hljóðhraða. Við höfum fengið athugasemd við þetta svar og erum að vinna úr henni. Fyrri...
Hvað er sólin þung?
Sólin vegur 1,99*1030 (199 og 28 núll!) kg. Það þýðir að hún er jafn þung og 340.000 Jarðir. Hún er 1.392.000 kílómetrar í þvermál sem nemur 109 Jörðum en þvermál Jarðar er 12.756 kílómetrar. Sólin er 6043°C á yfirborðinu og 1.55*1026°C í miðjunni. Hún er í 149.637.000 kílómetra fjarlægð frá Jörðinni sem þýðir að ...
Úr hverju er mannslíkaminn?
Meginuppistaða mannslíkamans eru fjögur frumefni. Fyrst má nefna súrefni (O) sem er um 65% af heildarmassa okkar. Hátt hlutfall súrefnis þarf ekki að koma á óvart þar sem um 60% af líkamsþyngd okkar er vatn en súrefni ásamt vetni mynda vatn. Næst á eftir súrefni kemur kolefni (C) en það er um 18,5% af líkamsþy...
Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli?
Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli? Af hverju kemur hí/hý í þessu orði? Í fornu máli er orðið híbýli/hýbýli ýmis skrifað með í eða ý. Í stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar (1994) er tekið fram að rétt sé að skrifa það á hvorn veginn sem er en í nýju Stafsetningaror...
Hve margir hafa farið til tunglsins?
Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Menn stigu í fyrsta skipti á tunglið þann 20. júlí 1969 en það voru þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Þeir voru í um 2 ½ klukkustund á tunglinu. Næstu...
Af hverju eru sumar veirur lífshættulegar en aðrar valda nær engum skaða?
Sýklar eins og bakteríur, sveppir og veirur þróast vegna náttúrulegs vals, þar sem bestu gerðirnar í stofninum á hverjum tíma aukast í tíðni, en hinar gerðirnar lækka í tíðni. Margar veirur ganga hart fram gegn hýslum sínum, en aðrar eru mun mildari. Við þekkjum SARS-CoV-2-veiruna sem frekar illvíga, á meðan hinar...
Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?
Mach-talan heitir eftir austurríska heimspekingnum og eðlisfræðingnum Ernst Mach (1838-1916). Hún er jöfn hlutfallinu milli hraða hlutar miðað við straumefni og hraða hljóðs í sama efni, en straumefni er sameiginlegt heiti um það sem í daglegu tali kallast annars vegar vökvi og gas eða lofttegund. Hraði hlutarins ...
Hver er þessi Vakthafandi Læknir sem alltaf er talað við og vitnað í þegar fjölmiðlamenn segja fréttir af slösuðu eða veiku fólki?
Það sem við teljum okkur vita vita um Vakthafandi Lækni (VL) er að hann á heima á Stökustað sem oft er minnst á í veðurfréttum. Nánar tiltekið eru hnit hans sem hér segir:Vakthafandi Læknir Séstvallagötu 13 999 Stökustað Sími 7913000, t-póstur rinkeal@idnafahtkav.orgEins og ráða má af tölvupóstfanginu kemur það...
Í hvaða stjörnumerki eru bendistjörnurnar?
Bendistjörnurnar nefnast réttu nafni leiðarstjörnur á íslensku en á ensku kallast þær pointer stars. Leiðarstjörnur eru til í ýmsum stjörnumerkjum en þær vísa þá á aðrar stjörnur. Þekktustu leiðarstjörnurnar eru líklega Dubhe (α Ursae Majoris) og Merak (β Ursae Majoris). Þær eru báðar í Karlsvagninum ...
Af hverju eru norðurljós í mismunandi litum?
Spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? hefur áður verið svarað á Vísindavefnum. Í því svari Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar er meðal annars útskýrt hvað gerist þegar eindir úr sólvindinum koma inn í segulsvið jarðar:Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hrað...