Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7564 svör fundust
Hvernig lýsir leghálskrabbamein sér og hvernig er unnið á því?
Leghálskrabbamein á upptök sín í þeim hluta legsins sem kallast legháls en hann er þar sem leggöng tengjast neðsta hluta legbolsins. Frumulag sem kallast flöguþekja þekur leggöngin en svokölluð kirtilþekja sjálfan legbolinn. Langflest leghálskrabbamein (um 90%) eiga upptök sín þar sem kirtilþekjan mætir flöguþekju...
Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?
Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen v...
Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær?
Þótt fæðuvistfræði löngu útdauðra dýra eins og grameðlunnar (Tyrannosaurus rex) sé ekki þekkt, þykir nokkuð víst að hún hafi verið kjötæta. Lengi vel töldu menn að grameðlan hafi trónað efst á toppi fæðupíramíta risaeðla á krítartímabilinu. Stórkostleg líkamsstærð hennar og risaskoltur ollu því að engin risaeðla g...
Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...
Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?
Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...
Hvað er átt við þegar menn fá sér í tána?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða tá er átt við þegar menn fá sér í tána? Hvaðan kemur þetta orðatiltæki? Að fá sér í tána er ungt orðatiltæki og þekkist fyrst eftir 2000 samkvæmt þeim dæmum sem ég hef fundið. Algengara og eldra er orðasambandið að fá sér í fótinn, fá sér í annan fótinn, fá sér í betri fó...
Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?
Sigurður Fáfnisbani var ein af sögufrægustu hetjunum á germönsku málsvæði. Í eddukvæðunum er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Ekki aðeins er fjallað um hann í norrænum eddukvæðum, Völsungasögu og Þiðreks sögu varðveittum í íslenskum handritum 13. og 14. alda...
Hvað var kreppan mikla og hvenær átti hún sér stað?
Á árunum 1929–1939 gekk yfir Vesturlönd dýpsta efnahagskreppa sem um getur á friðartímum. Mesti samdrátturinn var á árunum 1929–1932 og er áætlað að heimsframleiðsla á mann hafi þá dregist saman um 15%. Einna mestur var samdrátturinn í helsta iðnríki heims, Bandaríkjunum, þar sem landsframleiðsla skrapp saman um t...
Hvernig býr maður til app?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig býr maður til app, hvaða forritunarmál þarf maður að kunna til að gera það og hvað kostar að gera það? Í þessu svari verður litið á hvernig búa má til smáforrit (e. app) fyrir síma með annars vegar Android-stýrikerfi (símar og spjaldtölvur frá Samsung, LG, Sony og fleir...
Hverjir hönnuðu nótnaskrift upphaflega og hvernig hefur hún breyst síðan?
Vitað er að Forn-Grikkir skráðu nótnaheiti með bókstöfum og almennt er talið að innan kirkjunnar hafi fyrstu tilraunir til að skrásetja tónlist hafist á 6. öld. Margs konar tilraunastarfsemi átti sér stað áður en það kerfi sem þekkist í dag mótaðist, en grunnurinn að því kom fram innan kirkjunnar á 9. öld. Ekki...
Hvað eiga orðin kerlingartár, groms og nærbuxnavatn sameiginlegt?
Þessi orð eiga það sameiginlegt að vera notuð um kaffisopa. Margvíslegt orðafar er til um kaffisopann. Annaðhvort er kaffið of sterkt eða of veikt eða þá að menn fá sér aukasopa milli máltíða. Aukasopinn á sér nokkur heiti. Sumir kalla hann Guddusopa en langflestir kerlingarsopa, kerlingarkaffi eða kerlingartár...
Hvað þýðir það að skila auðu í kosningum?
Þessi spurning er margþætt. Skoðum fyrst af hverju maður sem ætlar að skila auðu skuli hafa fyrir því að fara á kjörstað. Ein eða fleiri af eftirtöldum ástæðum kunna að liggja til þess: Hann telur það kannski borgaralega skyldu sína að mæta á kjörstað og greiða atkvæði. Hann kann af einhverjum ástæðum að vil...
Hver gefur óveðri nafn?
Upprunalega spurningin var: Hver nefnir storma? Dæmi: Ciara, Dennis, Katrina og fleiri. Spyrjendur tiltaka sérstaklega þrjú nöfn, þau fyrstu tvö eru nöfn á lægðum eða óveðrum sem nýlega hafa verið í fréttum en Katrina var nafn á fellibyl. Fellibyljir myndast aðeins þar sem yfirborðshiti sjávar nær að minnst...
Hvað þarf mörg grömm af ferskum fiski til að búa til 100 grömm af harðfiski?
Ef miðað er við ýsu þá er örstutta svarið að það þarf um það bil 1,1 kg af ferskum óslægðum fiski upp úr sjó til að búa til 0,1 kg (100 g) af ýsuharðfiski. Tölurnar eru svipaðar fyrir ýsu og þorsk en gætu litið öðruvísi út fyrir aðrar fisktegundir og aðrar gerðir af harðfiski. Það eru til allnokkrar leiðir til ...
Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...