Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6203 svör fundust
Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?
Andrew John Wiles er bresk-bandarískur stærðfræðingur fæddur 1953. Hann er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Wiles er einn af þekktustu stærðfræðingum samtíðarinnar vegna sönnunar sinnar á síðustu setningu Fermats. Fyrir afrek hans aðlaði Bretadrottning Wiles árið 2000 en hann hefur hlotið margar...
Er siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum?
Á undanförnum árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting á því hvernig við teljum æskilegt að koma fram við umhverfi okkar. Margt af því sem áður þótti eðlilegt þykir núna fullkomlega óásættanlegt. Stærstu breytingarnar tengjast líklega því hvernig við förum með úrgang og rusl, en á síðustu árum hafa viðhorf okkar ti...
Tengdamóðir mín sagði: "Það er helvítis garður í honum," hvað á hún við?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Tengdamóðir mín sagði um sjóinn við Sæbrautina þegar við keyrðum þar framhjá í dag, "Það er helvítis garður í honum." Ég finn hvergi neitt á netinu um þetta. Sjórinn var með mikið af hvítum öldutoppum. Tengdamóðir mín, fædd 1925, bjó öll sín ár í Álftafirði við Dj...
Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?
Niðurgangur lýsir sér í þunnum og tíðum hægðum í miklu magni, meira en 200 g á sólarhring. Niðurgangur getur komið skyndilega og án fyrirvara og stendur þá oftast stutt. Flestir fá einhvern tíma niðurgang. Niðurgangur er oftast af völdum veiru- eða bakteríusýkinga. Niðurgangur getur einnig verið langvinnur, það er...
Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?
Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa. F...
Hver var Gregor Mendel og fyrir hvað er hann frægur?
Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið. Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland. Þetta svæði var þá hluti af austurrís...
Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...
Hvað getið þið sagt mér um lúðu?
Lúða (Hippoglossus hippoglossus) er stærsti flatfiskur sem finnst hér við land og raunar stærsti beinfiskur sem lifir innan íslensku lögsögunnar. Stærsta lúða sem vitað er um að veiðst hafi hér við land var 3,65 metra löng og vó hvorki meira né minna en 266 kg. Þessi fiskur veiddist við norðanvert landið sumarið 1...
Hver var fyrsta konan sem varð faraó í Egyptalandi til forna?
Hatshepsut var egypsk drottning sem var uppi á árunum 1507-1458 f.Kr. Hún tók við embætti faraós þegar eiginmaður hennar Tútmósis II. dó. Hún var ekki fyrsta konan til að stýra Egyptalandi en hún var fyrsta drottningin sem bar titilinn faraó. Konur sem ríktu yfir Egyptalandi á undan henni höfðu einungis gert það s...
Hver var Roger Bacon og hvert var framlag hans til vísindanna?
Nafn Rogers Bacon (1214–1292) ber oftast á góma í sömu andrá og nöfn heimspekinga og vísindamanna frá Bretlandseyjum sem áttu þátt í að skapa þá vísindalegu aðferðafræði sem við þekkjum í nútímanum. Hann og nafni hans Francis Bacon (1561-1626) eru þá gjarnan nefndir sem nokkurs konar andlegir feður þeirrar þekking...
Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann?
Oft er talað um "Mace" þegar piparúði er nefndur en það er fyrirtæki sem framleiðir þessa vöru. Lögregla hefur notað piparúða í áratugi í stað skotvopna eða annarra skaðlegri vopna til þess að hafa hemil á fólki sem ekki bregst við fyrirmælum. Í sumum löndum getur almenningur keypt piparúða, þó ekki á Íslandi. ...
Hvað er gólem?
Í goðsögum gyðinga er gólem ímynd eða form, yfirleitt einhvers konar leirmynd, sem er gefið líf. Í þessum skilningi mætti kalla Adam fyrsta gólemið: Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál (Fyrsta Mósebók 2:7). Helgir menn voru sumir sagð...
Eru eða voru til íslenskir súrrealistar?
Þó að hugtakið súrrealismi nái yfir vítt svið og hann hafi látið að sér kveða í ýmsum greinum bókmennta og lista, svo sem ljóðum, skáldsögum og kvikmyndum, og haft áhrif einnig út fyrir þær, þar sem hann hefur meðal annars bæði þjóðfélagslega og siðferðilega skírskotun, þá er að sumu leyti auðveldara að festa á ho...
Hverjir voru guðir Egypta til forna?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Yfir hverju réði egypski konungurinn Ra? (Bogi) Hver var Ísis? (Berglind) Egypska ríkið á sér langa sögu. Á forsögulegum tímum var fjöldi ættbálka eða smáríkja við Nílarsvæðið sem smám saman sameinuðust í tvö stærri ríki meðfram Níl: Nyrðra og Syðra ríkið. Fram undi...
Voru biskupar barðir fyrr á öldum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaðan kemur orðatiltækið 'enginn verður óbarinn biskup'? Voru biskupar lamdir í gamla daga?Engin sérstök saga virðist tengd við máltækið enginn verður óbarinn biskup. Með því er átt við að enginn nái langt án þess að hafa lagt hart að sér, ekki einu sinni biskupar. Í sögunn...