Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6033 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?

Blóðsykurfall (e. hypoglycemia), einnig kallað insúlínviðbragð (e. insulin reaction) eða insúlínlost (e. insulin shock), er ástand sem einkennist af lágum blóðsykri (glúkósa í blóði). Oft er miðað við blóðsykurgildi undir 4 mmól/l, en þetta getur verið einstaklingsbundið og mikilvægt að þeir sem eru með sykursýki ...

category-iconUmhverfismál

Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „jú“. Í vetrarstillum safnast ryk í andrúmsloftinu saman. Við slíkar aðstæður um áramót getur magn agna sem eru fínni en 10 μm (PM10) orðið hundraðfalt hærra en æskilegt er, eða um 1500-2500 μg/m3. Þetta átti til að mynda við um áramótin 2016/2017. Þess...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er skammtahermun og hvernig fer hún fram?

Saga skammtareikninga er ekkert sérstaklega löng. Fyrir um 40 árum síðan kom eðlisfræðingurinn Richard Feynman auga á vandkvæði sem felast í því að framkvæma reikninga á skammtafræðilegum kerfum á hefðbundnum tölvum.[1] Vandinn liggur í því að til þess að reikna nákvæmlega eiginleika skammtafræðilegs kerfis, þarf ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður ölkelduvatn til?

Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hér...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig get ég búið til sólarrafhlöðu og hvað þarf í hana?

Ljósspennurafhlöð sem gerð voru úr hreinum kísli voru aflgjafar gerfitungla á sjötta áratug 20. aldar. Ljósspennurafhlað er í raun sólknúin rafhlaða þar sem eina eldsneytið er ljósið sem drífur hana. Ljósspennurafhlað er gert úr hálfleiðandi efni sem í hefur verið myndað pn-skeyti, sem hefur mikið flatarmál. Þetta...

category-iconNæringarfræði

Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?

Aðalástæðan fyrir þvi að við notum kúamjólk frekar til manneldis en mjólk annarra spendýra eða jórturdýra, er líklega sú að nyt kúa er mun meiri en annarra dýrategunda. Það er einfaldlega hagkvæmara að mjólka kýr en hryssur, því kýrnar mjólka meira. Annars er mjólk annarra jórturdýra einnig notuð í einhverjum ...

category-iconEfnafræði

Hvað er títrun?

Títrun er ákvörðun á magni efnis í lausn þar sem lausn annars efnis með þekktum styrk er bætt út í þar til jafngildispunkti (e. equivalence point), það er endapunkti, hvarfsins milli þessara tveggja efna er náð. Það er líka mögulegt að snúa þessu við, þannig að óþekkta efninu sé bætt við þekkt magn af hinu hvarfef...

category-iconJarðvísindi

Hvaða kvarðar eru helst notaðir til að mæla stærð jarðskjálfta?

Fljótlega eftir að skjálftamælingar hófust á virkum skjálftasvæðum, varð ljóst að jarðskjálftar voru mjög misstórir. Áhrif þeirra og tjón sem af þeim leiddi, var ekki sérlega góður mælikvarði á mikilvægi atburðanna í jarðfræðilegum skilningi. Þörf var á að finna kvarða sem gerði kleift að bera saman stærðir skjálf...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Heiðar Frímannsson stundað?

Guðmundur Heiðar Frímannsson er prófessor í heimspeki við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað viðfangsefni í siðfræði, stjórnmálaheimspeki og heimspeki menntunar. Hann var fyrsti forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri áður en hún varð hluti af hug- og félagsvísindasviði. Guðmundu...

category-iconHugvísindi

Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...

category-iconLögfræði

Hvar get ég séð hvort og hvernig tiltekin ESB-gerð hafi tekið gildi á Íslandi?

Upprunalega barst Evrópuvefnum eftirfarandi spurning: Hefur tilskipun 2009/158 tekið gildi á Íslandi og þá hvenær? Er til íslensk þýðing á þeirri tilskipun eða er hún væntanleg? Á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið ber íslenskum stjórnvöldum að taka upp í íslensk lög þann hluta reglna Evrópusa...

category-iconHagfræði

Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum og hver er saga þeirra? (Fann allt um 500, 1000, 2000, 5000 og 10000 kr. seðlana). Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út. Þetta voru 10, 50, 100 og 500 krónu seðlar. Af þeim er nú að...

category-iconLæknisfræði

Hvernig getur faraldur eins og COVID-19 náð hámarki og dvínað svo án þess að hjarðónæmi hafi náðst?

Faraldrar smitsjúkdóma eru margslungnir og flóknir - það má með sanni segja að þeir séu jafn fjölbreyttir og sýklarnir sem valda þeim. Það gerir okkur um leið erfitt að spá fyrir um þróun þeirra, þó til séu aðferðir sem aðstoða okkur við slíkt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Er hægt að reikna hvernig ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt?

Nóbelsverðlaunin í efnafræði (eðlisefnafræði) árið 2014 féllu í skaut þriggja vísindamanna. Þeir eru Eric Betzig vísindamaður við Janelia-rannsóknastöð Howard Hughes-stofnunarinnar fyrir læknisfræði í Virginíufylki í Bandaríkjunum, Stefan W. Hell vísindamaður og forstöðumaður Max Planck-stofnunarinnar fyrir lífeðl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju var hætt að framleiða Wankel-vélina sem var notuð í einni gerð af Mösdu?

Felix Wankel hannaði svokallaða Wankel-vél 1954. Vélin er ólík öðrum bílvélum að því leyti að í stað stimpla er hvelfdur þríhyrningur inni í næstum sívölu rými. Þríhyrningurinn snýst þegar eldsneytið brennur í holum milli hans og innri veggja sívalingsins (sjá mynd). Wankel-vélin er fyrirferðarlítil og létt mið...

Fleiri niðurstöður