Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju er asískt fólk með skásett augu?
Sóley Þráinsdóttir spurði: Af hverju eru Kínverjar og Japanir skáeygðir? Jakob Sveinsson: Af hverju er fólk frá Asíu skáeygt? Græddu þau eithvað á þvi fyrr á öldum? Í raun og veru eru ekki til nein skásett augu meðal Mongóla frekar en hjá öðrum mannna börnum. Þó má geta þess að á öllu fólki lækkar augnr...
Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór?
Stærsta hestakynið í heiminum er að öllum líkindum enska dráttarhestakynið, english shire. Englendingar hafa einnig kallað þetta kyn the old english black horse eða the Lincolnshire giant. Talið er að uppruna þessa ræktunarafbrigðis megi rekja allt aftur til þess tíma þegar England var hersetið af Rómverjum fyr...
Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?
Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...
Af hverju kallast gluggi á skipi kýrauga?
Nafnið er líklega dregið af lögun skipsgluggans. Það hefur þótt minna á hin stóru kringlóttu augu kýrinnar og er notað í dönsku um hið sama, koøje. Kýrauga á skipi minnir á hin stóru augu kýrinnar. Elsta merking orðsins er, lítið ílát, örlítill kaffibolli eða staup. Merkingin er ekki mjög gömul. Elst dæmi, ...
Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins?
Margt bendir til þess að aukin útbreiðsla og notkun Netsins eigi eftir að hafa margvísleg áhrif á viðskipti og sum þeirra býsna róttæk. Ein áhrifin verða trúlega þau að notkun peninga í þeirri mynd sem við þekkjum þá, sem seðla og mynt, muni minnka og jafnvel leggjast af. Í stað þeirra komi innstæður á margs konar...
Hvar eru kóngulær á veturna?
Hér er einnig svarað spurningu Önnu Andrésdóttur og Axels Fannars: Hvað er algengt að kóngulær lifi lengi?Á Íslandi lifa kóngulær að jafnaði í eitt til tvö ár. Í hitabeltislöndum verða kóngulær mun eldri; tarantúlur geta til að mynda orðið 15 ára. Kóngulær verða kynþroska eftir að síðustu hamskiptum er lokið....
Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar?
Við fáum orku úr jurtum fyrst og fremst í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar, samsett úr glúkósasameindum. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumuveggjum plantna er svokallað beðmi eða sellulósi. Það er einnig úr glúkósasameindum en þær tengjast öðruvísi en glúkósasameindir sterkjunnar og meltingarensím man...
Hvað eru glitský?
Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský...
Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Geturðu sagt mér eitthvað um Andorra?
Andorra er smáríki sem liggur á milli Frakklands og Spánar. Höfuðborg þess er Andorra la Vella. Landið er aðeins 468 km2 að flatarmáli, meira en 200 sinnum minna en Ísland. Andorra er fjalllent, enda er landið í miðjum Pýreneafjöllunum. Vetur eru snjóþungir, en sumur eru yfirleitt mild. Íbúar Andorra eru um 70....
Skemmir sódavatn tennur?
Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...
Hversu dýr mundi Hafliði allur vera?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hver var hann þessi Hafliði sem þótti svo dýr (allur) og hvað kostaði hann eiginlega? Hver er merkingin í orðasambandinu 'dýr mundi Hafliði allur' og hvaðan kemur það? Af Hafliða segir í Þorgils sögu og Hafliða sem er einn kaflinn í Sturlungu. Hafliði var Másson og bjó á...
Hvert er minnsta spendýr í heimi?
Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Massi hennar er aðeins um 2 g á þyngd; lengd frá trýni að afturenda (hún er skottlaus) er 29-33 mm en lengd framhandleggs e...
Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum?
Sennilegast er að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að bera set í Öxarfjörð þegar í ísaldarlok, fyrir 12.000 árum eða svo. Þetta má sýna fram á með því að skoða malarhjalla sem myndast þar sem straumvötn renna í sjó eða stöðuvötn. Í ísaldarlokin urðu hraðar sjávarstöðubreytingar: fyrst stóð sjór hátt miðað við núveran...
Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?
Ég býst ekki við því að spyrjandi trúi öllu sem sagt er við hann dags daglega. Ég vona sannarlega að hann trúi til dæmis ekki að hann fái kraft úr kókómjólk eða að mamma hans sé alvitur. Heilmargt bull kemur af vörum lítilla barna og ef til vill aðeins minna frá þeim sem eldri eru. Það er einfaldlega ekki hægt að ...