Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna getum við ekki stjórnað öllu taugakerfinu með viljanum?

Ég á sjálfskiptan bíl. Ég hefði getað keypt mér beinskiptan bíl fyrir minni pening en ég kaus að gera það ekki. Á sjálfskiptum bíl þarf ég ekkert að pæla í því að kúpla eða passa að renna ekki óvart aftur á bak þegar ég tek af stað í brekku. Ég læt vélbúnaðinn algjörlega um að skipta um gír þegar við á og get í st...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu?

Hvíthákarlar (Carcharodon carcharias) eru algengari við suðurströnd Ástralíu en við norðurströndina. Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram á atferli og lífsháttum hvíthákarla. Meðal annars hafa sjávarlíffræðingar merkt mikinn fjölda hvíthákarla til að kanna ferðir þeirra og hafa rannsóknir sýnt að þeir flækjast...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað getið þið sagt mér um forsliðinn kol- sem til dæmis má finna í orðunum kolólöglegt, kolvitlaust og kolrangstæður? Hvað þýðir það í þessu samhengi og hver er uppruni þess? Forliðurinn kol- er oft notaður í samsettum orðum til áherslu. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blö...

category-iconJarðvísindi

Hafa komið mörg kuldaskeið og hlýskeið? Hvernig vitum við það?

Loftslagssögu má lesa úr jarðlögum sem liggja hvert ofan á öðru eins og þegar bókum er staflað upp. Hvert einasta lag var einu sinni á yfirborði jarðar og geymir gögn um loftslagið sem var þegar það myndaðist. Hraun renna undir berum himni á hlýskeiðum en jökulurð vitnar um kuldaskeið. Á hlýskeiði vex gróður, svo ...

category-iconHugvísindi

Hvað eiga menn við þegar bakari er hengdur fyrir smið?

Orðasambandið að hengja bakara fyrir smið er fengið að láni úr dönsku og þekkist í málinu að minnsta kosti frá fyrri hluta 19. aldar. Merkingin er að saklausum er refsað fyrir það sem annar gerði. Í bókstaflegri merkingu er það smiðurinn sem er hinn seki en bakarinn er hengdur saklaus. Orðasambandið er í dönsk...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar eru Katlar sem Jóhannes úr Kötlum kenndi sig við?

Skáldið Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jóhannes úr Kötlum (1899-1972), átti sín uppvaxtarár á bænum Miðseli, sem einnig var nefndur Ljárskógasel. Bærinn var á neðanverðri Gaflfellsheiði sem er forn leið á milli Hvammsfjarðar í Dölum og Bitrufjarðar á Ströndum. Skammt frá Ljárskógaseli rennur áin Fáskrúð....

category-iconUmhverfismál

Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað verður um rusl sem er flokkað til endurvinnslu? Ég hef ýmist heyrt að það sé urðað samhliða hefðbundnu rusli eða sent með skipum til Svíþjóðar. Hvað verður um ruslið eftir það? Sveitarstjórnir ákveða fyrirkomulag móttöku og söfnunar úrgangs. Hvernig að þessu er staðið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'bí' er átt við hjá manni sem er bísperrtur?

Lýsingarorðið bísperrtur 'sperrtur, keikur, státinn, hress' er fengið að láni úr dönsku á 19. öld, bespærret 'spenntur aftur'. Í dönsku er orðið myndað með forskeytinu be-, sem fengið er að láni úr lágþýsku eða háþýsku, og sögninni spærre 'spenna, loka', eiginlega 'spenntur aftur'. Í eldri íslensku barst forsk...

category-iconNæringarfræði

Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við?

Sagan segir að hinar ljúffengu sörur, sem mörgum Íslendingum finnast ómissandi á jólum, séu kenndar við frönsku leikkonuna Söruh Bernhardt (1844-1923). Heiðurinn að uppskriftinni á danski kökugerðarmeistarinn Johannes Steen, sem bjó til fyrstu sörurnar (d. Sarah Bernhardkager) þegar leikkonan heimsótti Kaupman...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?

Orðið döf hefur fleiri en eina merkingu: lend,hvíld, deyfð, drungi,einskonar bálkur eða bekkur,spjót, spjótskaft í fornu skáldamáli,bleyta, óhreinindi. Halldór Halldórsson (1958:66–68) tengir orðtakið að vera á döfinni við fyrstu merkinguna og sama gerir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:143). Merkingin er ‚ver...

category-iconBókmenntir og listir

Við hvað vann Bach og hvar bjó hann á fullorðinsárum?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað var Bach gamall þegar hann dó og hvar dó hann? Á ferli sínum gegndi Johann Sebastian Bach (1685-1750) fimm störfum í jafn mörgum bæjum, ýmist sem kirkjumúsíkant eða hirðtónlistarmaður: í Arnstadt (1703-7), Mühlhausen (1707-8), í Weimar (1708-17), Köthen (1717-23) og Leipz...

category-iconLandafræði

Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru?

Gunnbjarnarskerja er getið í samhljóða frásögnum Landnámabókar, Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem lýst er fyrirætlun Eiríks rauða um að rannsaka lönd vestan við Ísland: „… hann ætlaði að leita lands þess, er Gunnbjörn son Úlfs kráku sá, er hann rak vestur um Ísland, þá er hann fann Gunnbjarna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?

Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið?

Allt það sem við sturtum niður í klósettið fer út í neðanjarðarlögn sem er hluti af fráveitukerfi samfélagsins. Notað vatn flyst síðan eftir neðanjarðarlögninni til næsta viðtaka, sem er yfirleitt sjór eða á. Meginhlutverk fráveitukerfis er að koma í veg fyrir að fólk komist í snertingu við sjúkdómsvaldandi örveru...

category-iconUmhverfismál

Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?

Ekkert þessara þriggja hugtaka á sér lögformlega skilgreiningu þannig það sem hér kemur á eftir er byggt á vinnu og viðhorfum höfundar. Kolefnissspor: Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum ...

Fleiri niðurstöður