Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4823 svör fundust
Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?
Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...
Hver var Andrei Kolmogorov og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Andrei Nikolaevich Kolmogorov (1903-1987) var einn fremsti stærðfræðingur Sovétríkjanna, jafnvel sá fremsti. Hann er þekktastur fyrir að leggja formlegan grunn að nútíma líkindafræði og fyrir rannsóknir á því sviði. En brautryðjendastarf hans á öðrum sviðum stærðfræða var líka umfangsmikið og risti djúpt. Móðir...
Hver var Edward W. Said og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?
Edward W. Said var palestínsk-amerískur bókmenntafræðingur, kunnastur fyrir orðræðugreiningu sína á textum og myndmáli Vesturlandabúa um Austurlönd og Austurlandabúa. Í þekktustu bók sinni Orientalism sýndi hann fram á tengsl nútíma Austurlandafræða við heimsvaldastefnu og viðvarandi hugmynda um framandleika hins ...
Hver var Christian Jürgensen Thomsen og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Hvernig er hægt að vita hversu gamall gripur er? Löngu áður en algildar tímasetningaraðferðir eins og kolefnisaldursgreining voru þróaðar um og eftir miðja 20. öld, höfðu fornleifafræðingar fundið leiðir til að raða gripum í tímaröð eftir efni og gerð. Gerðfræði, eða typologia, fæst við að flokka gripi, að ákveða ...
Hver var Þúkýdídes og hvert var framlag hans til sagnfræðinnar?
Þúkýdídes var aþenskur herforingi og sagnfræðingur sem var uppi á 5. öld f.Kr. Hann skrifaði um Pelópsskagastríðið í átta bókum og þykir merkasti sagnfræðingur Grikkja til forna ef ekki merkasti sagnfræðingur fornaldar. Fremur lítið er vitað um ævi Þúkýdídesar annað en það sem hann segir sjálfur. Þúkýdídes var ...
Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?
Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...
Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?
Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...
Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?
Dýralíf á Nýja-Sjálandi á sér mjög sérstaka og merkilega sögu því fyrir landnám manna á eyjunum fyrir tæpum 700 árum fundust þar engin landspendýr. Vissulega voru þó sjávarspendýr viðloðandi eyjarnar í þúsundir ára, svo sem selir (Phocidae) og sæljón (Otariidae). Auk þess tilheyra þrjár tegundir leðurblaka (Chirop...
Hver var G. Stanley Hall og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?
Granville Stanley Hall var fjölvirkur fræðimaður sem hafði gott orð á sér sem háskólakennari. Hall var Bandaríkjamaður og gegndi lykilhlutverki í að móta sálfræðina sem fræðigrein á upphafsárum hennar þar vestra. Hann var frumkvöðull í ýmsu tilliti, varð til dæmis fyrstur til að hljóta doktorsnafnbót í sálfræði í ...
Hvað getur þú sagt mér um eyjuna Tokelau?
Tokelau samanstendur af þremur kóralhringrifum (e. atoll) í Suður-Kyrrahafi, nokkurn veginn miðja vegu á milli Hawaii og Nýja Sjálands. Í hverju hringrifi er nokkur fjöldi smárra eyja eða hólma en samtals er flatarmál Tokelau um 12 km2. Hringrifin standa lágt og ná ekki nema 2-5 metra yfir sjávarmál. Nyrst er Ataf...
Hversu lengi er hægt að geyma líffæri, til dæmis hjarta, áður en þau eru grædd í líffæraþegann?
Það er misjafnt eftir líffærum hversu langur tími má líða frá því að líffærið er tekið úr gjafanum og þar til það er komið í líffæraþegann. Hjarta deyr aðeins fjórum klukkustundum eftir að það er tekið úr líkama gjafans en önnur líffæri geta haldist lifandi í allt að sólarhring eftir að þau eru fjarlægð úr líkama ...
Er Loch Ness skrímslið til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er búið að sanna með óyggjandi hætti að Loch Ness skrímslið sé ekki til? Skrímslið í Loch Ness er svonefnt duldýr (e. cryptid) af óþekktri tegund sem sagt er að búi í stöðuvatninu Ness við bæinn Inverness í Skotlandi. Jafnan er talið að Nessie, líkt og heimamenn kalla d...
Menga kýr mikið þegar þær leysa vind?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að leita að upplýsingum um mengun frá vindgangi kúa en ég finn ekki neinar upplýsingar á íslensku. Gætuð þið sagt mér eitthvað um þessi málefni? Þegar jórturdýr melta myndast töluvert af metani (CH4). Dýrin losa sig við metanið með vindgangi en þó aðallega með því að ...
Hvenær byrjaði Árni Magnússon að safna handritum?
Árni Magnússon var rétt að verða tvítugur þegar hann fór til náms við háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1683. Hann lærði guðfræði næstu tvö árin, líkt og langflestir íslenskir nemendur, en var svo lánsamur vorið 1684 að hreppa starf sem aðstoðarmaður hins konunglega fornfræðings Tómasar Bartholíns, sem vantaði Ísl...
Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað er hæft í þeirri staðhæfingu að trú sé bara einkenni heilaskaða sem fólk hefur orðið fyrir eða heilasjúkdóms? Spurt er í framhaldi af orðræðu sem átti sér stað á Netinu um trúfrelsi þar sem þessu var haldið fram. Viðkomandi lagði fram greinina Damaged brains escape...