Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8473 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna kviknar strax ljós þegar ýtt er á takka?

Í almennu rafveitukerfi eru yfirleitt tvær leiðslur. Við getum hugsað okkur að önnur flytji rafstraum inn í raftækin en hin frá þeim og til baka til rafveitunnar. Rofinn á veggnum er hins vegar eins konar stífla í rásinni; þar slitnar hún. En þegar við ýtum á rofann færist leiðandi hlutur til inni í honum þannig a...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?

Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska. Það þýðir meðal annars að þessi tvö tungumál eiga að vera jafn rétthá í stjórnsýslu landsins og að þegnarnir eigi að geta átt samskipti við stjórnvöld og stofnanir á hvoru tungumálinu sem er. Kanadíska hagstofan (Statistics Canada) birtir niðurstöður mannta...

category-iconHugvísindi

Hvað er fleygletur?

Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk sogæðakerfisins?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Hvar liggur sogæðakerfið helst og hvernig vinnur það? Hefur sogæðanudd sannað árangur sinn? Vessi er blóðvökvi sem síast út úr háræðum blóðrásarkerfisins í vefina þar sem hann verður að millifrumuvökva og að lokum að vessa sem safnast í grannar rásir, svokallaðar vessa...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?

Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er uppruni grænukorna í heilkjarnafrumum?

Grænukorn eru aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri. Ljóstillífun er ákaflega áhrifaríkt efnahvarf þar sem orka sólar er bundin í lífkerfi og súrefni (O2) skilað út í andrúmsloftið og er þar með undirstaða lífs eins og við þekkjum það hér á jörðinni. Hjá öllum lífverum sem framleiða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga ísbirnir sér?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru að mestu leyti einfarar. Þeir fara yfir stórt svæði til að afla sér fæðu og fylgja árstíðabundnum hreyfingum hafíssins. Þegar langt er liðið á veturinn eða snemma vors breytist dreifing þeirra á lagnaðarísnum nokkuð og þeir þétta sig meira saman samfara minnkandi ísþekju. Við þess...

category-iconLæknisfræði

Af hverju andar fólk í bíómyndum ofan í bréfpoka þegar það er stressað?

Öndunin sem spyrjandi vísar til nefnist oföndun (e. hyperventilation) en það hugtak er notað um óeðlilega mikla og hraða öndun. Þegar við oföndum berst meira koltvíildi frá okkur en þegar við öndum eðlilega. Koltvíildið sem við losum úr líkamanum við öndun verður til þegar frumur í líkamanum sundra lífrænum efnum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur

Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?

Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé e...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju gefur fólk gjafir um jólin og hvenær varð sá siður almennur?

Jólahald var ekki með sama sniði um alla Evrópu á fyrri öldum. Það var breytilegt í tímans rás eftir löndum, héruðum og kirkjuskipan. Jólagjafir virðast að sumu leyti sprottnar frá hinum fornu rómversku skammdegishátíðum, en þær voru í eðli sínu alþýðlegar nýársgjafir. Áramót voru víða á miðöldum miðuð við fæð...

category-iconHugvísindi

Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?

Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?

Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og dó annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr. Eitt helsta einkenni á stjórnartíð Akhenaten er að hann lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir tilbeiðslu sólguðs sem kallaðist Aten. Eftir þessi ...

category-iconHeimspeki

Hver var Rousseau og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Óhætt er að telja Jean-Jacques Rousseau í hópi þeirra hugsuða síðari tíma sem hafa haft mest áhrif á heim hugmyndanna og framgang sögunnar. Rousseau var margbrotinn persónuleiki, að mörgu leyti ímynd hins þjakaða snillings. Ævisaga hans er á köflum ævintýri líkust og verkin sem hann lét eftir sig bera í senn vott ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er stærsta skordýr í heimi?

Lengsta núlifandi skordýr sem mælst hefur er af ætt förustafa, og er þá miðað við heildarlengd. Lengsti búkurinn er hins vegar á Herkúlesbjöllu af ættkvísl nashyrningsbjalla. Þyngsta bjallan er golíatsbjallan af sömu ættkvísl. Stærsta skordýr sem lifað hefur á jörðinni er tröllaslenja af ættbálki drekaflugna. Þ...

Fleiri niðurstöður