Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5576 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn? Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?

Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru lofkvæði?

Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði. Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merk...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju er grjótið á Mars rautt?

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...

category-iconHagfræði

Hvað eru smálán?

Upprunalega spurningin var: Hvað geturðu sagt okkur um smálán? :) Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“ sem vísar til þess að algengt er að launþegar sem þurfa fé í aðdraganda útborgunar launa taki slík lán til að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til græn spendýr?

Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...

category-iconNæringarfræði

Skyr, AB-mjólk, grísk jógurt og önnur jógúrt, hver er munurinn?

Skyr, grísk jógúrt, AB-mjólk og önnur jógúrt eiga það sameiginlegt að vera ferskar sýrðar mjólkurafurðir. Skyr er frábrugðið hinum afurðunum að því leyti að það telst vera ferskostur, líkt og kvarg og rjómaostur, meðan hinar tegundirnar flokkast sem hefðbundnar sýrðar mjólkurafurðir. Ýmsar tegundir skyrs innihalda...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru helstu rökvillurnar og hvernig er best að forðast þær?

Allt frá því að Aristóteles samdi ritið Spekirök (Sophistici elenchi) á 4. öld f.Kr. hefur tíðkast meðal rökfræðinga að gera grein fyrir helstu rökvillum. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur. Það eru mar...

category-iconStærðfræði

Hver var al-Khwarismi og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Menning stóð með miklum blóma í Mið-Austurlöndum á áttundu og níundu öld e.Kr. Hún nefndist íslömsk menning, kennd við trúarbrögðin sem urðu til þar á sjöundu öld, íslam. Abū Abdallāh Mohamed ibn-Mūsā al-Khwārismī var íslamskur rithöfundur sem var uppi um það bil 780–850 e.Kr. Al-Khw&...

category-iconJarðvísindi

Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?

Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru Íslendingar að borða af diskum?

Upprunalega spurningin var: Hvenær byrjaði fólk á Íslandi að borða af diskum? Til að byrja með ætla ég að gefa mér að hér sé spurt um leirdiska, en það eru diskarnir sem við borðum af í dag. Áður en askurinn tók við sem algengasta matarílátið á 18. öld borðuðu Íslendingar af trédiskum og tindiskum. Þannig d...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi?

Í heild hljóðar spurningin svona:Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi? Er það eins upp allan skalann eða er einhver stuðull eftir vindstyrk? Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Spurt er um afl loftnets og strauma og spennur í fæðilínu við tilteknar aðstæður.

Spurningin í heild er sem hér segir:Hvað er hægt að búast við að loftnet útgeisli miklu afli frá sendi sem er 10kw með 50 ohm útg. Loftnetsaðlögun við sendi. Fæðilína til loftnets 50 ohm coax 1.5/8", 200 metrar. Loftnet tvípóll skorinn fyrir 6 MHZ. Hvert yrði hugsanlega útgeislað afl loftnetsins við tíðnirnar a) 2...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er best að haga fjármagnsskipan fyrirtækja almennt?

Með fjármagnsskipan fyrirtækis er yfirleitt átt við það hvernig fjár er aflað til að standa undir rekstri og fjárfestingum þess. Sérstaklega er horft á það hve mikið af fénu er lánsfé og hve mikið er framlag eigenda en einnig er áhugavert að skoða til dæmis hvort lán eru tekin til langs eða skamms tíma. Þá eru til...

category-iconHeimspeki

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

Fleiri niðurstöður