Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5650 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?

Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Í hvaða bergtegundum finnst gull?

Eins og önnur efni jarðskorpunnar er gull upphaflega komið með bergbráð úr jarðmöttlinum. Í skorpunni hefur það svo safnast aðallega í kísilríkt (súrt) storkuberg, einkum granít. Þó finnst það einnig í basísku bergi; til dæmis eru uppi áætlanir um að nema gull úr stórum gabbró-hleif á Austur-Grænlandi (Skærgård) þ...

category-iconFélagsvísindi

Hafa utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir atkvæðarétt í atkvæðagreiðslu á alþingi?

Í íslenskri stjórnskipan er gert ráð fyrir því að svonefndir utanþingsráðherrar sitji á þingi. Með utanþingsráðherra er átt við ráðherra sem hefur verið skipaður í starf sitt þrátt fyrir að hann hafi ekki verið kjörinn á þing. Hefðin er sú að ráðherrar eru jafnframt þingmenn og njóta áfram allra réttinda sem slíki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjölga grenitré sér með sjálfsáningu á Íslandi?

Fjórar grenitegundir hafa verið gróðursettar í umtalsverðu magni á Íslandi: Sitkagreni (Picea sitchensis), rauðgreni (Picea abies), blágreni (Picea engelmannii) og hvítgreni (Picea glauca). Auk þeirra hefur allmikið verið gróðursett af blendingi sitkagrenis og hvítgrenis, svokölluðum sitkabastarði (Picea x lutzii)...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að sundra hlutum eða fólki og senda það á milli staða með teleport-tækni eða vél?

Vélar eins og sú sem spyrjandi vísar til eru algengar í vísinda- og ævintýraskáldskap. Í flestum tilfellum er gert ráð fyrir því að efni, annaðhvort dauðum hlutum eða lifandi verum, sé eytt á einum stað og það endurskapað á öðrum stað í nákvæmlega sömu mynd. Sjaldnast er þó tíundað nákvæmlega hvernig upplýsingarna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru volt og amper skilgreind?

Rafhleðsla getur verið jákvæð eða neikvæð. Rafeind er minnsta ögnin sem hefur neikvæða hleðslu en róteind hefur jákvæða hleðslu. Hleðsla rafeindar og róteindar er jöfn að stærð. Rafhleðsla er táknuð með Q og er mæld í coulombs en einingin er táknuð með C eftir franska verkfræðingnum Charles-Augustin de Coulomb (17...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hugsunin á bak við orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?

Hugsum okkur að við búum við strönd sem liggur frá suðri til norðurs og sjórinn sé vestan við landið. Dæmi um slíka strandlengju er á Vesturlandi í Noregi kringum Bergen og er einmitt líklegt að þar sé upphaf málvenjunnar sem er hér til umræðu. Hún er sem sé ekki bara íslensk heldur líka norsk og væntanlega eldri ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi?

Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vestnorðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Alma...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að sjá í gegnum málma með röntgengeislum?

Já, það er vel hægt! Röntgengeislar eru í eðli sínu þannig að þeir smjúga í gegnum efni og í raun geta þeir smogið í gegnum hvaða efni sem er. Þeir dofna samt alltaf á leið sinni um efni, en dofnunin getur verið frá því að vera nánast engin, til dæmis í lofti, upp í að vera mjög mikil, til dæmis í blýi. Það hve...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna valda rúsínur vindgangi?

Rúsínur eru þurrkuð vínber og innihalda um 60-70% ávaxtasykur, auk steinefna og trefja. Í rúsínum er engin fita. Flestar fæðutegundir sem innihalda sykrur geta valdið vindgangi. Eðlileg losun á loftegundum um endaþarmsopið er talin vera um 14 til 23 skipti á dag. Ástæðan er sú að líkaminn getur ekki melt og ...

category-iconHugvísindi

Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?

Margt er á huldu um heimsmynd norrænna manna en þó bendir ýmislegt til þess að þeir hafi talið jörðina vera hnöttótta. Samkvæmt norrænu goðafræðinni var jörðin sköpuð af goðunum Óðni, Víla og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Í upphafi var ekkert nema Ginnungagap en um það segir í Völuspá: Ár var alda, það er ekk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að benda á ákveðna stjörnu sem hefur plánetu á braut um sig?

Fyrsta plánetan sem fannst á braut um aðra stjörnu en sólina var 47 Ursa Majoris b. Hún uppgötvaðist árið 1996. Síðan þá hafa stjörnufræðingar fundið rúmlega 300 plánetur utan okkar sólkerfis og með betri aðferðum finnast fleiri og fleiri plánetur á hverju ári. Teikning listamanns af sólkerfinu 55 Capri, sem er e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að koma átta drottningum fyrir á skákborði án þess að þær ógni hver annarri?

Áður en við byrjum að útskýra svarið við spurningunni viljum við hvetja lesendur til að spreyta sig sjálfir á þrautinni með því að hækka nokkur peð tímabundið í tign og raða þeim á borð, eða nýta sér vefsíður eins og þessa hér í tilraunastarfsemi sína. Ánægjan sem fylgir svona spurningum kemur að stóru leyti frá t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru gammablossar og hvernig myndast þeir?

Gammablossar nefnast hrinur háorku rafsegulgeislunar sem berast til jarðar utan úr geimnum að jafnaði einu sinni á sólarhring. Hver hrina er skammlíf og getur varað allt frá sekúndubrotum og upp í allmargar mínútur. Nú er almennt talið að flestir gammablossar verði þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína. Ti...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?

Ennisholubólga er bólga í ennisholum sem stafar af veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingu. Ennisholur eru loftfyllt rými í höfuðkúpunni. Þær eru klæddar slímhúð. Auk hola bak við ennið eru sambærilegar holur fyrir aftan nefbein, kinnbein og augu. Heilbrigðar holur eru lausar við sýkla, loft streymir um þær og slím...

Fleiri niðurstöður