Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig er orðatiltækið að 'berja í brestina' tilkomið og hvað merkir það.
Orðasambandið að berja í brestina er notað um tvennt. Í fyrsta lagi er merkingin 'afsaka eða breiða yfir galla einhvers', til dæmis „Móðirin reyndi alltaf að berja í brestina þegar sonur hennar átti í hlut.” Í öðru lagi er merkingin 'reyna að gera gott úr einhverju', til dæmis „Stjórn félagsins reyndi að berja í b...
Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu:Ef efnisklumpur brennur ekki í geimnum vegna súrefnisskorts hvers vegna er þá sólin einn allsherjarbruni?Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi? segir meðal annars...
Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?
Upphafleg spurning var svona:Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur ...
Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?
Forystufé er vel þekkt á Íslandi. En af hverju er til forystufé á Íslandi en ekki í öðrum nálægum löndum? Hefur þetta fé eiginleika sem eru, eða voru, verðmætir? Hvaða eiginleika hafa kindur af þessum stofni og eru þeir aðrir en eiginleikar annars íslensks fjár? Lítur þetta fé öðruvísi út en annað fé? Þet...
Hvað táknar lögmálið í Biblíunni? Er það sama og torah hjá Gyðingum?
Í íslensku Biblíunni er orðið lögmál þýðing á hebreska orðinu torah, sem orðrétt þýðir fræðsla eða kenning. Í grísku þýðingu Biblíunnar eða Gamla testamentisins frá því á 3. öld f. Kr. er torah þýtt með orðinu nomos sem þýðir lög eða lögmál og þar af leiðandi er nomos notað í Nýja testamentinu. Þegar Biblían var þ...
Er það satt að til séu þrír litir af blóði í dýraríkinu?
Sameindirnar sem bindast súrefni (O2) nefnast á ensku respiratory pigments og mætti þýða á íslensku sem blóðlitarefni. Nafngiftin er tilkomin vegna þess að þessar sameindir gefa blóðinu lit, líkt og grænukorn gefa plöntum grænan lit. Fjórir flokkar blóðlitarefna eru þekktir: Blóðrauði (hemóglóbín) hefur mesta...
Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?
Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum. Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða...
Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi?
Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist ...
Er hægt að kafa undir Ísland eða er það fast á jarðskorpunni?
Samkvæmt skilningi jarðfræðinnar er Ísland svonefndur heitur reitur. Slíkir reitir myndast þar sem möttulstrókar rísa úr iðrum jarðar, sumir þeirra ná allt niður að mörkum jarðkjarna á 2.900 km dýpi. Undir Íslandi er möttulstrókur sem er um 200 km í þvermál og nær líklega alveg niður að mörkum möttuls og kjarna...
Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?
Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918. Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni. Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Braut...
Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist?
Orðið endurreisn er haft um það tímabil í mannkynssögunni sem tekur við af miðöldum. Á ýmsum erlendum tungumálum er notast við orðið 'renaissance' en það merkir bókstaflega „endurfæðing“ og vísar til þess að endurreisnarmenn vildu margir endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í ...
Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?
Þegar fjallað er um heilann er venjan að skipta honum upp í nokkur svæði. Gjarnan er talað um framheila, miðheila og afturheila. Önnur svæðaskipting sem oft er notuð felur í sér að skipta heilanum í heilastofn (e. brain stem), milliheila (e. diencephalon), hvelaheila (e. cerebrum) og litla heila/hnykil (e. cerebe...
Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?
Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...
Er orðið "varðandi" góð íslenska? Mér finnst það svo þurrt og stofnanalegt.
Sögnin að varða hefur fleiri en eina merkingu en í því tilviki sem spurt er um er hún notuð um að 'snerta, koma við, lúta að. Varðandi, sem er lýsingarháttur nútíðar, er að mínu mati ofnotaður í nútímamáli þótt notkunin sé ekki beinlínis röng. Oft virðist mega sjá í gegnum textann enska sambandið according to í me...
Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?
Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...