Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2244 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann?

Sigdalur (e. graben, rift valley) er það kallað þar sem spilda milli sprungna hefur sigið og myndað við það dal á yfirborði. Sigdalir geta verið stórir, eins og til dæmis Rínardalurinn eða sigdalirnir miklu í Austur-Afríku, eða litlir eins og sumir sigdalirnir í sprungusveimum íslenskra eldstöðva. Sigdalir ver...

category-iconEfnafræði

Hvað er þvagefni?

Þvagefni er lífrænt efnasamband sem finnst í þvagi spendýra. Á mörgum erlendum málum kallast það urea en það er dregið af orðinu urine sem er almennt heiti um vökvann sem myndast í nýrum hryggdýra. Í daglegu tali köllum við hann þvag eða piss. Efnaformúla þvagefnis er CO(NH2)2. Það er lit- og lyktarlaust og ley...

category-iconSálfræði

Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?

Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...

category-iconGátur og heilabrot

Hver er lausnin á gátunni sem felst í þessum þríhyrningamyndum?

Lesendum sem vilja spreyta sig á þessu sjálfir er bent á að lesa ekki lengra í bili! Í myndunum er sjónhverfing sem felst í því að skálínan sem myndar efri brún þríhyrningsins er ekki bein. Hún sveigir niður á við á efri myndinni en upp á við á þeirri neðri. Þar afmarkast þá meira flatarmál sem nemur einmit...

category-iconVeðurfræði

Hver er munurinn á daggarmarksmælingu og venjulegri hitamælingu?

Daggarmark er sá hiti sem lækka þarf loft niður í við óbreyttan þrýsting og óbreytt rakainnihald til að rakinn í loftinu þéttist. Ýmsar leiðir eru til að mæla raka í lofti og felst ein þeirra í að mæla hita á blautri dulu sem vafin er um kvikasilfurskúlu hefðbundins hitamælis. Sé loftið ekki mettað gufar vatn u...

category-iconFélagsvísindi

Hver var meðalhagvöxtur á Íslandi á tuttugustu öld?

Á tuttugustu öld, frá 1901 til 2000, var hagvöxtur eða meðalvöxtur landsframleiðslu Íslands á raunvirði rétt tæp 4% á ári. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um því sem næst 1,3% á ári svo að landsframleiðsla á mann jókst um 2,7% á ári að raunvirði. 4% á ári virðist ef til vill ekki mikið en dropinn holar steinin...

category-iconLandafræði

Er hægt að labba upp á topp á Drangajökli?

Hæsta bunga Drangajökuls kallast Jökulbunga, 925 metra yfir sjávarmáli. Hægt er að velja um nokkrar leiðir upp á jökulinn og að Jökulbungu eins og lesa má um í ferðalýsingum Gísla Hjartarsonar leiðsögumanns á Ísafirði sem finna má á fréttavefnum bb.is. Einn möguleiki er að hefja gönguna í Kaldalóni við Ísafj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju og hvernig verður manni kalt?

Líkamshitinn í okkar á rætur að rekja til fæðunnar. Þegar sykur, fita og prótín eru brotin niður í efnahvörfum verður til varmaorka. Þetta gerist mest í vefjum þar sem mikil virkni er, til dæmis vöðvum og lifur. Blóðið í okkur sér svo um að dreifa varmanum um líkamann, eins og heitt vatn í ofnum. Ef líkamshitin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?

Orðið lambhús er fjárhús sérstaklega ætlað lömbum. Hvers vegna hettan er kölluð lambhúshetta er ekki að fullu vitað. Hún var upphaflega notuð úti við til sveita í verri veðrum og meðal annars þegar menn þurftu í lambhúsið. Gamall maður sagði mér þá skýringu að hettan væri eins konar hús á höfuðið og það sem út úr ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað tekur mörg ár að læra lögfræði? Er það erfiðasta nám á Íslandi?

Laganám á Íslandi tekur alla jafna 5 ár og er því skipt niður í þriggja ár grunnnám sem veitir BA-gráðu, og tveggja ára meistaranám. Að því loknu útskrifast stúdent með embættispróf í lögfræði og getur sótt um réttindi héraðsdómslögmanns samkvæmt skilyrðum 6.–8. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998. Um skilyrði þess að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Mundi gos í Eyjafjallajökli geta breytt Seljalandsfossi, árfarvegi eða útliti?

Hraunrennsli frá Eyjafjallajökli sem næði niður að Seljalandsfossi kæmi helst úr gossprungum vestan til á þessu eldstöðvakerfi, vestan jökulhettunnar, en þar hefur ekki gosið í mörg þúsund ár og engin merki eru um að kvika sé að leita þangað. Hraun úr gosi á þeim slóðum, ef til kæmi, gæti breytt árfarvegi og fossi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður?

Til er fjöldinn allur af mjög vel gerðum tölvuleikjum fyrir PC-heimilistölvur. Vinsælustu PC-leikjunum má skipta í tvo flokka, frumleiki annars vegar og hermileiki hins vegar. Meginmarkmið frumleikja er að gaman sé að spila þá - oft er umhverfið nýstárlegt og hægt að gera hluti sem annars væru ómögulegir - til...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?

Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...

category-iconVísindi almennt

Hvað er Bonsai? Er það tegund eða aðferð?

Bonsai er japanskt orð og þýðir upprunalega að planta í bakka. Merking orðsins hefur þó breyst lítið eitt með tímanum og tengist nú einkum japönskum dvergatrjám og listinni að rækta tré í bökkum. Bonsai-tré líkjast venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema þau eru miklu minni. Bonsai-tré eru tekin úr ...

category-iconFélagsvísindi

Hversu há eru heildarfjárlög ríkissjóðs Íslands?

Í fjárlögum fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að tekjur svokallaðs A-hluta ríkissjóðs verði 271,6 milljarðar króna og útgjöld 260,1 milljarður. Langstærstur hluti umsvifa ríkisins telst til þessa A-hluta. Nokkur ríkisfyrirtæki með mjög sjálfstæðan rekstur teljast til B-hluta og er gert ráð fyrir að þau skili samta...

Fleiri niðurstöður