Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1564 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað er siðrof?

Oftast er talað er um siðrof þegar siðferðileg viðmið og almennt viðurkennd gildi í samfélagi víkja fyrir siðleysi og upplausn eða sem getuleysi til þess að uppfylla siðferðisstaðla samfélagsins. Orðið „siðrof“ er notað til þýðingar á franska orðinu „anomie“ (stundum ritað „anomy“ á ensku) sem er komið af grís...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf. Áhrif á náms- og starfsval eru bæði af félagslegum og sálrænum toga. Til að kanna félagslega áhrifaþætti á náms- og starfsval...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað til í því að gen frá neanderdalsmönnum valdi verri COVID-19-sjúkdómi?

Sjúkdómurinn COVID-19 stafar af veirusýkingu, en alvarleiki sýkingar og einkenna veltur á mörgum þáttum. Vitað er að aldur, kyn, og ýmsir undirliggjandi sjúkdómar tengjast aukinni áhættu á alvarlegum einkennum og andláti. Nýlegar rannsóknir benda einnig til að erfðir, það er að segja erfðabreytileiki í einstakling...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?

Með orðinu bókvit er átt við þann lærdóm sem fenginn er úr bókum. Máltækið ekki verður bókvit í askana látið er ekki mjög gamalt, tekist hefur að rekja það aftur á miðja 19. öld. Átt er við að lærdóm, fenginn úr bókum, sé ekki hægt að skammta mönnum, þeir verði að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Áður fyrr...

category-iconLögfræði

Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?

Um umboðsmann Alþingis fjalla lög nr. 85/1997, en 2. gr. þeirra laga hljóðar svo:Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður jörðin einhver tímann útdauð?

Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli?

Í sögum Tolkiens er að finna tvö álfamál, annars vegar Quenya sem þýðir einfaldlega mál á álfamálinu og hins vegar Sindarin. Á Veraldarvefnum má víða finna orðalista úr málunum, til dæmis hér fyrir Quenya og hér fyrir Sindarin. Samkvæmt síðunni I Love You hljóma orðin ‘ég elska þig’ svona á Quenya: Tye-mela'ne....

category-iconMálvísindi: íslensk

Er afbragð vont bragð?

Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nánast allir fréttamenn á Íslandi tala um helmingi meira þegar þeir meina tvöfalt meira. Er það ekki rangt hjá þeim?

Í prósentureikningi er oft sagt að einhver tala sé tilteknum prósentum meiri eða minni en önnur tala. Þá er venjan sú að reikna prósentuna alltaf af þeirri tölu sem ,,en” stendur fyrir framan. Dæmi: Hvað er 10% meira en 1000 krónur? Svar: 1100 krónur. Hvað er 10% minna en 1000 krónur? Svar: 900 krónur. Ef þeirri r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru drekar til?

Drekar eins og við þekkjum þá úr þjóðsögum, ævintýrum og goðsögum eru ekki til í raunveruleikanum. Þess háttar drekar eru skáldskapur og þeir eru mjög algengir í fornum sagnaarfi og ævintýrabókum nútímans. Hægt er að lesa meira um ímyndaða dreka í svari við spurningunni Af hverju eru drekar svona algengir í „þj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir hugtakið 'orðræða' sem ég hef tekið eftir í blaðagreinum að undanförnu?

Orðið orðræða merkir ‘tal, samræða, umræða’ og nær yfir máleiningu sem er stærri en setning. Þar getur verið um að ræða til dæmis fyrirlestur eða ræðu, hugleiðingar í töluðu máli eða rituðu og spjall eða samtal um eitthvert efni. Orðið er gamalt í málinu og þekkist þegar í fornu máli. Í málvísindum er orðræða n...

category-iconFornfræði

Ég var að ráða krossgátu og lenti í vandræðum með nafn á eiginkonu Bakkusar. Hver var það?

Eiginkona Díonýsosar eða Bakkusar var Aríaðna, dóttir Mínosar konungs á Krít og sú hin sama og hjálpað hafði Þeseifi að ráða niðurlögum Mínótárosar. Þegar Þeseifur hafði drepið Mínótáros flýði Aríaðna með honum frá Krít til að forðast reiði föður síns. En Þeseifur skildi hana eftir á eynni Naxos. Þá kom Díonýsos h...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að skipta um kennitölu?

Í stuttu máli, nei. Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem við notum til að auðkenna okkur í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er því einstök. Þegar einstaklingi hefur verið úthlutuð kennitala fylgir hún honum um alla ævi. Undantekning á þessu getur verið ef einstaklingurinn hefu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða strik er átt við þegar menn ná sér á strik?

Orðasambandið að ná sér á strik merkir ‘takast eitthvað eftir að áður hafði illa gengið’. Það er þekkt frá fyrri hluta 20. aldar. Strik merkir þarna ‘stefna’. Hugsanlegt er talið að það tengist því þegar menn sigldu eftir áttavita og ákveðinni stefnu var náð. Í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006:846)...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?

Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að s...

Fleiri niðurstöður