Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4797 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?

Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...

category-iconTrúarbrögð

Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?

Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...

category-iconEfnafræði

Getið þið leyst úr deilu milli mín og pabba um það hvort frumefnið vetni sé búið til úr vatni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég og pabbi minn erum búin að vera í deilum í langan tíma vegna vetnis. Mér datt í hug að láta Vísindavefinn útkljá vandamálið. Vetni er frumefni. Vetni + súrefni búa til vatn, ekki satt? En vetni er ekki búið til úr vatni er það nokkuð? Efnaformúla vatns er H2O sem þýði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var fyrsta plantan á Íslandi?

Neðarlega í fjöllum á ystu nesjum Vestfjarða hafa fundist trjábolaför sem eru elstu menjar um gróður á Íslandi eins og landið lítur út í dag. Þannig för hafa til dæmis fundist í Lónafirði í Jökulfjörðum. Ekki hefur tekist að greina förin til tegunda og trúlega reynist það erfitt, en mjög líklega eru þau eftir einh...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?

Heimildir eru ekki alveg á einu máli um það hvaða staður í heiminum getur státað af mestri úrkomu en nokkrir staðir koma sterklega til greina. Bærinn Cherrapunji í héraðinu Meghalaya í Norðaustur-Indlandi er gjarnan nefndur þegar tilgreina á mesta úrkomusvæði jarðar. Skammt frá er annar bær, Mawsynram, sem einn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég heyrði því fleygt að það væri ekki málfræðilega rangt að segja "mjúkastur" og "góðastur", heldur væri þetta gömul og úrelt stigbreyting orðanna?

Í málfræðibókum yfir forna málið er hvergi minnst á að orðið mjúkur sé án hljóðvarps í miðstigi og efsta stigi. Sama gildir um góður að eingöngu er getið miðstigsins betri og efsta stigsins bestur. Í bók Björns Karels Þórólfssonar, Íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld, þar sem rætt er um breytingar á orðmyndum frá...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?

Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...

category-iconVísindi almennt

Hvað er 8 seer af vatni mikið og hvaðan kemur þessi mælieining?

Seer er gömul mælieining sem notuð er í Indlandi og annars staðar í Suður-Asíu. Eitt seer jafngildir einum fertugasta hluta úr maund. Hversu mikið eitt maund var fór eftir landsvæðum, en á tímum bresku nýlendustjórnarinnar í Indlandi var það staðlað í 82,286 pund eða rúm 37 kg. Þannig jafngilti eitt seer tæ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju byrja margir unglingar að drekka fyrir 15 ára aldur?

Á Vísindavefnum er að finna fróðlegt svar við spurningunni: Hvers vegna byrja unglingar að drekka? eftir Sigurlínu Davíðsdóttur. Þar segir hún meðal annars frá niðurstöðu könnunar þar sem unglingar sem drekka voru spurðir hvers vegna þeir gerðu það. Langalgengasta svarið var að þeir drykkju til að skemmta sér me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?

Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er stysta þekkta setning á íslensku sem hefur að geyma alla bókstafi íslenska stafrófsins?

Þrátt fyrir leit hef ég hvergi séð setningu sem talin er sú stysta með öllum íslenskum bókstöfum. Í henni þurfa að vera:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 stafir.Það er ágæt þraut fyrir samkvæmi að láta búa til slíkar setningar og alls ekki auðveld. Oftast verður líklega að nota einhver...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er melgresi og vex það víðar en á Íslandi?

Heimkynni melgresisins (Leymus arenarius) eru við Atlantshafs- og Eystrasaltsströnd Mið- og Norður-Evrópu og austur eftir Íshafsströnd Rússlands skammt austur fyrir Úralfjöll. Það er einnig bæði í Færeyjum og Jan Mayen. Önnur skyld tegund, dúnmelurinn (Leymus mollis), er ríkjandi vestanhafs, bæði á Grænlandi og me...

category-iconLögfræði

Hvers vegna getur einstaklingur ekki ráðstafað öllum eignum sínum að vild í erfðaskrá, heldur þurfa 2/3 eigna að ganga til lögerfingja?

Gert er ráð fyrir því í spurningunni að 2 þriðjuhlutar eigna skuli alltaf ganga til lögerfingja. Það er ónákvæmt. Lögerfingjar eru þeir erfingjar sem erfa arfleifanda (hinn látna) ef engri erfðaskrá er til að dreifa. Ef arfleifandi á maka eða niðja ganga eignir hans til þeirra. Sé engum maka eða niðjum til að drei...

category-iconUnga fólkið svarar

Eru til vampírur?

Vampírur eru til, en líklega ekki í þeim skilningi sem spyrjandi á við. Vampíra er samheiti yfir þrjár tegundir leðurblakna sem lifa á dýrablóði. Um þær má lesa meira í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum? Þegar talað er um vam...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt að dæma fjöldamorðingja á Íslandi í lengra en 16 ára fangelsi?

Í hegningarlögum er kveðið á um hver refsirammi vegna afbrota er og dómarar eru bundnir af þeim ákvæðum við ákvörðun refsingar. Í 211. gr. hegningarlaga er kveðið á um refsingu vegna manndráps. Þar segir: "Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt." Lögin setj...

Fleiri niðurstöður