Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8408 svör fundust
Hvað er hægt að segja um liti í kjarna og í möttli jarðar?
Efnið inni í jörðinni er svokallaður svarthlutur í skilningi eðlisfræðinnar, en það merkir ekki að hluturinn sé endilega svartur á að líta, heldur að hann geislar ekki frá sér tilteknum litum eða bylgjulengdum ljóss óháð ástandi sínu; geislun frá honum og þar með liturinn fer alfarið eftir hita. Við getum hugsað o...
Hver var Þorgils gjallandi?
Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmennti...
Hvað var gert við hina látnu hjá neanderdalsmönnum?
Neanderdalsmenn voru uppi frá því fyrir um 130.000 árum og þar til fyrir rétt innan við 30.000 árum. Þeir voru því uppi á ísaldarskeiði í um það bil hundrað þúsund ár. Þeir hafa nokkra sérstöðu meðal yngri tegunda homo og er deilt um hvort þeir hafi verið hlekkur í þróunarkeðju hans í þeim skilningi að tegundin ha...
Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?
Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og...
Hvað þýðir táknið µ til dæmis í skammstöfunum eins og µm og µA?
Heiti gríska bókstafsins µ er borið fram 'my'. Þegar stafurinn er notaður í heitum eininga táknar hann forskeytið 'míkró-'. Þannig er 'µm' lesið sem 'míkrómetri' (stundum raunar sem 'míkron') og 'µA' er 'míkróamper'. Forskeytið táknar einn milljónasta hluta á sama hátt og 'millí-' táknar einn þúsundasta og 'kíló-'...
Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?
Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...
Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?
Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...
Hvernig er orkunotkun í heiminum skipt eftir orkugjöfum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvað er jarðefnaeldsneyti mikill hluti af heildarorkunotkun á Íslandi? En í heiminum? Áður hefur verið fjallað um orkunotkun á Íslandi eftir orkugjöfum í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða orkugjafar eru á Íslandi? Þar má finna eftirfarandi töflu: Tafla 1: Orkunot...
Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...
Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?
Spyrjandi skýrir spurninguna nánar sem hér segir:Mig langar að forvitnast um réttmæti þess að skrifa zetu inn í orðum í dag. Nú er zetan fallin úr íslensku stafrófi en mér finnst ýmsir nota zetuna enn. Þekki dæmi um fólk sem hefur tamið sér þennan rithátt þó það sé fætt eftir að zetan féll úr gildi.Íslensk málstöð...
Hver er þjóðarhundur Frakka?
Það er rétt að fjölmörg ræktunarafbrigði hafa komið fram í Frakklandi á síðastliðnum öldum. Hundahald og hundaræktun byggir á afar gömlum merg í Frakklandi og hundar hafa til lengri tíma verið notaðir þar til veiða, skemmtunar eða til að verja eigur manna. Tegundir eins og franskur meistari (e. French Mastiff) eru...
Hver er fyrsta íslenska skáldsagan og hvernig hófst nútímaleg skáldskapargerð hér á landi?
Álitamál er hve mikil áhrif forn sögustíll hafði á þróun sagnalistar á 18. og 19. öld. Líklegt verður þó að teljast að raunsæisleg og breið frásagnaraðferð íslenskra miðaldabókmennta, einkum Íslendingasagna, hafi haft þýðingu fyrir þróun skáldsagnagerðar en fornaldar- og riddarasögur (e. romances) höfðu þar líka m...
Hversu gamalt er máltækið „sá á kvölina sem á völina?“ og hvað þýðir það?
Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um máltækið er úr riti eftir Jón Rúgmann frá miðri 17. öld: kuöl á sá sem völ á. Litlu yngra er dæmi úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar: Sá á Kvölena, sem á Völena. Merking málsháttarins liggur í því að erfitt getur verið að velja milli fólks, hluta...
Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?
Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu. Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (k...
Hver voru vinsælustu svör júnímánaðar 2018?
Í júnímánuði 2018 voru birt 58 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Þrjú af mest lesnu svörum júnímánaðar koma úr flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fullveldis á Íslandi. Það e...