Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 506 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru líkur á að ísöld eða annars konar hamfarir sem eyða öllu lífi á jörðu komi aftur?

Svo spáði spaks manns vör að allt sem hefur gerst, geti gerst aftur og muni gera það. Þær hamfarir hafa að vísu ekki orðið að allt líf hafi eyðst, en komi til þess er því miður líklegast að það verði af manna völdum en ekki náttúrunnar. Ekki er langt síðan margir lifðu í stöðugum ótta við kjarnorkustyrjöld stórvel...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?

Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist þegar fólk fær heilablóðfall og lamast bara öðru megin?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hver er munurinn á heilablæðingu og heilablóðfalli? Hverjar eru orsakir heilablóðfalls? Heilablóðfall eða -slag (e. stroke eða cerbrovascular accident (CVA)) er skerðing á heilastarfsemi vegna truflunar á blóðflæði til heilans, ýmist við það að æð stíflast eða rofnar. Hluti af ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsti leikari Íslands?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver var fyrsti leikari Íslands og getur þú sagt mér eitthvað frá honum eða henni? Hvað gerir einstakling að leikara? Er það sá sem hefur viðurværi sitt af leiklist? Eða sá sem hefur menntun á sviði leiklistar? Það er varla fyrr en með opnun Þjóðleikhússins árið 1950 se...

category-iconSálfræði

Hvernig förum við að því að þekkja andlit?

Flest getum við heyrt, snert, fundið bragð og lykt, skynjað hita, kulda og sársauka. Án efa eru þó augun eitt mikilvægasta skynfæri okkar. Augun eru þó aðeins upphafspunkturinn í flóknu ferli sem gerir okkur kleift að sjá heiminn og umhverfi okkar. Í heilanum eru ótal mörg svæði sem vinna úr sjónrænum upplýsingum ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er djúpberg og hvernig myndast það?

Berg er flokkað eftir myndunarhætti í þrennt: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg myndast úr glóandi bergbráð (1200-700°C), setberg við hörðnun sets (leir, sandur, skeljasandur og svo framvegis) ofarlega í jarðskorpunni, og myndbreytt berg við umkristöllun eldra bergs yfirleitt djúpt í jörðu. Or...

category-iconLífvísindi: almennt

Er veiran sem veldur COVID-19 öðruvísi en aðrar veirur?

Þetta er góð og margþætt spurning. Einfalda svarið er í raun: Já, á sama hátt og allar aðrar veirur eru sérstakar á sinn hátt. Hver og ein veira er einstök en hefur sameiginlega þætti sem gera hana keimlíka mörgum öðrum veirum. Til að skilja þetta betur þurfum við fyrst að skoða hvað einkennir veirur almennt og sí...

category-iconLæknisfræði

Hvernig gengur að þróa líftæknilyf við alzheimers-sjúkdómnum?

Í alzheimers-sjúkdómi falla út óeðlileg prótín á milli taugafrumna, svokallað amyloid, og eru þau talin trufla samskipti taugafrumna og þannig trufla heilastarfsemi. Það eru þessar útfellingar sem þýski læknirinn Alois Alzheimer (1864-1915) sá í smásjá sinni árið 1906 þegar hann skoðaði sýni úr heila konu að nafni...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru smástirni?

Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...

category-iconSálfræði

Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?

Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...

category-iconHugvísindi

Af hverju keyra sumar þjóðir vinstra megin og aðrar hægra megin?

Vinstri umferð á sér mjög langa sögu. Þegar vopnaðir menn mættust, gangandi eða ríðandi, var tryggast að hafa höndina sem sverðinu brá sömu megin og sá var, sem á móti kom. Örvhentir riddarar urðu sjaldan ellidauðir. Þegar Bónifasíus áttundi páfi bauð pílagrímum árið 1300 að víkja til vinstri, var hann aðeins ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Gerhard Domagk og fyrir hvað er hann þekktur?

Á öðrum og þriðja áratugi 20. aldar voru gerðar margar af hinum miklu læknisfræðilegu uppgötvunum sem áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á lífslíkur manna. Bakteríusýkingar voru mjög skæðar. Klasakokka- (staphylococcal) og streptókokkasýkingar (streptococcal) ásamt lungnasýkingum (pneumpcoccal) og berklum voru mjö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kenningar Georges Cuvier og stöðu þeirra innan nútímavísinda?

Það er einkum tvennt, sem franski steingervinga- og dýralíffærafræðingurinn Georges Cuvier er þekktur fyrir. Annað er framlag hans til samanburðarlíffærafræði dýra, en segja má að hann hafi lagt grunninn að nútímagerð fræðigreinarinnar. Hann benti á að ákveðin einkenni í líkamsgerð dýra fylgjast löngum að og tengj...

category-iconLæknisfræði

Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...

Fleiri niðurstöður