Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hvað gerist þegar fólk fær heilablóðfall og lamast bara öðru megin?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
Hver er munurinn á heilablæðingu og heilablóðfalli? Hverjar eru orsakir heilablóðfalls?

Heilablóðfall eða -slag (e. stroke eða cerbrovascular accident (CVA)) er skerðing á heilastarfsemi vegna truflunar á blóðflæði til heilans, ýmist við það að æð stíflast eða rofnar. Hluti af heilanum fær þá ekki nóg súrefni og næringu og skaddast eða deyr í kjölfarið. Oftast, eða í um 85% tilfella, stafar heilablóðfall af blóðþurrð (e. ischemia) sem leiðir til heiladreps en í öðrum tilfellum verður það vegna heilablæðinga (e. brain hemorrhage).

Heilablóðfall er skerðing á heilastarfsemi vegna truflunar á blóðflæði til heilans, ýmist við það að æð stíflast (blóðþurrð) eða rofnar (heilablæðing).

Blóðþurrð verður oft vegna blóðtappa sem ýmist myndast á staðnum sem blóðsegi (e. thrombus), eða sem berst þangað sem blóðrek (e. embolism), til dæmis frá hjartanu eða hálsslagæðum.

Blóðtappar sem myndast á staðnum gera það vegna undirliggjandi æðasjúkdóma, fituhrörnunar (e. atherosclerosis) og svo æðakölkunar (e. arteriosclerosis) í kjölfarið. Við það verður æð þröng, hörð og ójöfn og getur rifið blóðflögur í blóðinu sem setur af stað blóðstorknunarferli. Undir venjulegum kringumstæðum ver þetta ferli okkur gegn blæðingum með því að mynda sega en það er óæskilegt þegar það truflar eðlilegt blóðflæði.

Blóðrek getur stafað af hjartaóreglu, einkum gáttatifi (e. atrial fibrillation) eða verið bakteríukökkur sem losnar í kjölfar hjartaþelsbólgu (e. endocarditis).

Auk blóðtappa og blóðreks getur blóðþurrð einnig stafað af minna blóði í æðakerfinu almennt eins og gerist í losti.

Hvelaheili og helstu svæði heilabarkarins.

Heilablæðingar verða við það að æð í heilanum rofnar. Ýmsir sjúkdómar sem hafa áhrif á æðar geta valdið heilablæðingu. Þar má nefna margra ára háþrýsting sem veikir æðaveggi, prótínútfellingar í æðaveggjum heilaæða (e. cerebral amyloid angiopathy=CAA) sem gerist oft við öldrun og vegna háþrýstings og æðagúlsmyndunar (e. aneurysm).

Prótínútfellingarnar taka mörg ár að myndast. Þegar æðagúll myndast er oftast viðkvæmt svæði á æð til staðar frá fæðingu sem þróast á margra ára tímabili í þunna blöðru á æðinni sem stækkar og fyllist af blóði. Æðagúll er þó stundum til staðar frá fæðingu. Með tímanum kemur að því að hann rifnar eða springur og blæðing verður. Þekktar eru margar stökkbreytingar sem leiða til bandvefssjúkdóma sem geta komið fram í gölluðum æðaveggjum og í myndun æðagúla. Oft eru einkenni æðagúls engin fyrr en hann rofnar en stundum þrýstir hann á heilasvæði og truflar starfsemi þess. Til viðbótar má nefna að ýmislegt annað getur stuðlað að heilablæðingum, eins og missmíðar í æðum, lifrarbilun, heilaæxli sem blæðir úr, blóð- og blæðingarsjúkdómar eins og sigðkornablóðleysi og dreyrasýki sem stuðla að fækkun blóðflagna en það eykur líkur á að blóðstorknun truflist.

Heilablæðingar eru flokkaðar í utanskúmsblæðingar (e. sub-arachnoid hemorrhage) og heilavefsblæðingar (e. intracerebral hemorrhage). Í fyrra tilfellinu verður blæðingin undir heilaskúminu (e. arachnoid meninge), sem er miðheilahimnan, en fyrir utan heilareifarnar (e. pia mater) sem er innsta heilahimnan. Blóðið safnast fyrir og þrýstir á heilann sem getur skaddað eða drepið heilafrumurnar en blæðingin nær ekki inn í heilavefinn sjálfan eins og á við heilavefsblæðingar. Utanskúmsblæðingar stafa af æðagúlum. Algengasta orsökin fyrir heilavefsblæðingum, aftur á móti, er háþrýstingur en prótínútfellingar og missmíði æða geta líka orsakað þær. Þá blæðir í heilavefinn sjálfan, hann drepst og hlutverkið sem hann á að gegna tapast. Í versta falli leiðir það til dauða.

Það fer eftir því hvaða heilasvæði verður fyrir skaða og hversu umfangsmikill skaðinn er hverjar afleiðingar heilablóðfalls á einstaklinginn verða. Einnig hefur almennt líkamlegt ástand hans áhrif á skaðann.

Sneiðmynd af heila og mænu, þar sem strýtuvíxlin í mænukylfu sjást vel.

Þau heilasvæði sem oftast skaðast eru fjögur: hægra og vinstra hvel stórheila (e. cerebrum), litli heili (e. cerebellum) og heilastofn (e. brain stem). Það er nokkuð algengt að fólk lamist öðrum megin eftir heilablóðfall. Þá er talað um helftarlömun (e. hemiplegia) sem þýðir lömun í helming (helft) líkamans. Ástæðan fyrir því að aðeins helmingur lamast í einu er sú að skemmdir verða í hreyfiberki annars hvors helmings stóra heila sem stjórnar hreyfingum gagnstæðs helmings líkamans en ekki í báðum helmingum.

Hreyfibörkur stóra heila stjórnar hreyfingum viljastýrðra vöðva líkamans með því að tengjast mænutaugum til þeirra. Hreyfibörkurinn er sá hluti heilabarkar sem er staðsettur fyrir aftan miðjuskor stóra heila. Hreyfibörkur vinstra heilahvels stjórnar hreyfingum hægri helmings líkamans og öfugt vegna þess að flestar taugabrautirnar sem liggja á milli vinstra hvels og mænutauga þeirra krossa þær brautir sem koma frá hægra heilahveli í svokölluðum strýtuvíxlum (e. decussation in pyramids) í mænukylfu á leiðinni niður í mænu. Víxlunin er ekki algjör en langflestar hreyfibrautir frá vinstra hveli fara yfir í hægri hluta líkamans og öfugt.

Það sama á við um skyntaugabrautir sem liggja frá hægri hluta líkamans til skynbarkar vinstra heilahvels og öfugt. Þannig berast skynboð frá öðrum líkamshelmingi til öfugs hvels stóraheila á svipaðan hátt og hreyfiboðin. Þetta kemur fram hjá þeim sem fá helftarlömun í kjölfar heilablóðfalls, sem sagt að einnig verður einhver brenglun á skynjun lamaða líkamshelmingsins, til dæmis sjónskyni eða stöðuskyni.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

9.4.2015

Spyrjandi

Kristinn Guðmundsson, Sólveig Guðgeirsdóttir, Lea Rakel Amlin

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist þegar fólk fær heilablóðfall og lamast bara öðru megin?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2015. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=68821.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2015, 9. apríl). Hvað gerist þegar fólk fær heilablóðfall og lamast bara öðru megin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68821

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist þegar fólk fær heilablóðfall og lamast bara öðru megin?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2015. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68821>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar fólk fær heilablóðfall og lamast bara öðru megin?
Hér er einnig svarað spurningunum:

Hver er munurinn á heilablæðingu og heilablóðfalli? Hverjar eru orsakir heilablóðfalls?

Heilablóðfall eða -slag (e. stroke eða cerbrovascular accident (CVA)) er skerðing á heilastarfsemi vegna truflunar á blóðflæði til heilans, ýmist við það að æð stíflast eða rofnar. Hluti af heilanum fær þá ekki nóg súrefni og næringu og skaddast eða deyr í kjölfarið. Oftast, eða í um 85% tilfella, stafar heilablóðfall af blóðþurrð (e. ischemia) sem leiðir til heiladreps en í öðrum tilfellum verður það vegna heilablæðinga (e. brain hemorrhage).

Heilablóðfall er skerðing á heilastarfsemi vegna truflunar á blóðflæði til heilans, ýmist við það að æð stíflast (blóðþurrð) eða rofnar (heilablæðing).

Blóðþurrð verður oft vegna blóðtappa sem ýmist myndast á staðnum sem blóðsegi (e. thrombus), eða sem berst þangað sem blóðrek (e. embolism), til dæmis frá hjartanu eða hálsslagæðum.

Blóðtappar sem myndast á staðnum gera það vegna undirliggjandi æðasjúkdóma, fituhrörnunar (e. atherosclerosis) og svo æðakölkunar (e. arteriosclerosis) í kjölfarið. Við það verður æð þröng, hörð og ójöfn og getur rifið blóðflögur í blóðinu sem setur af stað blóðstorknunarferli. Undir venjulegum kringumstæðum ver þetta ferli okkur gegn blæðingum með því að mynda sega en það er óæskilegt þegar það truflar eðlilegt blóðflæði.

Blóðrek getur stafað af hjartaóreglu, einkum gáttatifi (e. atrial fibrillation) eða verið bakteríukökkur sem losnar í kjölfar hjartaþelsbólgu (e. endocarditis).

Auk blóðtappa og blóðreks getur blóðþurrð einnig stafað af minna blóði í æðakerfinu almennt eins og gerist í losti.

Hvelaheili og helstu svæði heilabarkarins.

Heilablæðingar verða við það að æð í heilanum rofnar. Ýmsir sjúkdómar sem hafa áhrif á æðar geta valdið heilablæðingu. Þar má nefna margra ára háþrýsting sem veikir æðaveggi, prótínútfellingar í æðaveggjum heilaæða (e. cerebral amyloid angiopathy=CAA) sem gerist oft við öldrun og vegna háþrýstings og æðagúlsmyndunar (e. aneurysm).

Prótínútfellingarnar taka mörg ár að myndast. Þegar æðagúll myndast er oftast viðkvæmt svæði á æð til staðar frá fæðingu sem þróast á margra ára tímabili í þunna blöðru á æðinni sem stækkar og fyllist af blóði. Æðagúll er þó stundum til staðar frá fæðingu. Með tímanum kemur að því að hann rifnar eða springur og blæðing verður. Þekktar eru margar stökkbreytingar sem leiða til bandvefssjúkdóma sem geta komið fram í gölluðum æðaveggjum og í myndun æðagúla. Oft eru einkenni æðagúls engin fyrr en hann rofnar en stundum þrýstir hann á heilasvæði og truflar starfsemi þess. Til viðbótar má nefna að ýmislegt annað getur stuðlað að heilablæðingum, eins og missmíðar í æðum, lifrarbilun, heilaæxli sem blæðir úr, blóð- og blæðingarsjúkdómar eins og sigðkornablóðleysi og dreyrasýki sem stuðla að fækkun blóðflagna en það eykur líkur á að blóðstorknun truflist.

Heilablæðingar eru flokkaðar í utanskúmsblæðingar (e. sub-arachnoid hemorrhage) og heilavefsblæðingar (e. intracerebral hemorrhage). Í fyrra tilfellinu verður blæðingin undir heilaskúminu (e. arachnoid meninge), sem er miðheilahimnan, en fyrir utan heilareifarnar (e. pia mater) sem er innsta heilahimnan. Blóðið safnast fyrir og þrýstir á heilann sem getur skaddað eða drepið heilafrumurnar en blæðingin nær ekki inn í heilavefinn sjálfan eins og á við heilavefsblæðingar. Utanskúmsblæðingar stafa af æðagúlum. Algengasta orsökin fyrir heilavefsblæðingum, aftur á móti, er háþrýstingur en prótínútfellingar og missmíði æða geta líka orsakað þær. Þá blæðir í heilavefinn sjálfan, hann drepst og hlutverkið sem hann á að gegna tapast. Í versta falli leiðir það til dauða.

Það fer eftir því hvaða heilasvæði verður fyrir skaða og hversu umfangsmikill skaðinn er hverjar afleiðingar heilablóðfalls á einstaklinginn verða. Einnig hefur almennt líkamlegt ástand hans áhrif á skaðann.

Sneiðmynd af heila og mænu, þar sem strýtuvíxlin í mænukylfu sjást vel.

Þau heilasvæði sem oftast skaðast eru fjögur: hægra og vinstra hvel stórheila (e. cerebrum), litli heili (e. cerebellum) og heilastofn (e. brain stem). Það er nokkuð algengt að fólk lamist öðrum megin eftir heilablóðfall. Þá er talað um helftarlömun (e. hemiplegia) sem þýðir lömun í helming (helft) líkamans. Ástæðan fyrir því að aðeins helmingur lamast í einu er sú að skemmdir verða í hreyfiberki annars hvors helmings stóra heila sem stjórnar hreyfingum gagnstæðs helmings líkamans en ekki í báðum helmingum.

Hreyfibörkur stóra heila stjórnar hreyfingum viljastýrðra vöðva líkamans með því að tengjast mænutaugum til þeirra. Hreyfibörkurinn er sá hluti heilabarkar sem er staðsettur fyrir aftan miðjuskor stóra heila. Hreyfibörkur vinstra heilahvels stjórnar hreyfingum hægri helmings líkamans og öfugt vegna þess að flestar taugabrautirnar sem liggja á milli vinstra hvels og mænutauga þeirra krossa þær brautir sem koma frá hægra heilahveli í svokölluðum strýtuvíxlum (e. decussation in pyramids) í mænukylfu á leiðinni niður í mænu. Víxlunin er ekki algjör en langflestar hreyfibrautir frá vinstra hveli fara yfir í hægri hluta líkamans og öfugt.

Það sama á við um skyntaugabrautir sem liggja frá hægri hluta líkamans til skynbarkar vinstra heilahvels og öfugt. Þannig berast skynboð frá öðrum líkamshelmingi til öfugs hvels stóraheila á svipaðan hátt og hreyfiboðin. Þetta kemur fram hjá þeim sem fá helftarlömun í kjölfar heilablóðfalls, sem sagt að einnig verður einhver brenglun á skynjun lamaða líkamshelmingsins, til dæmis sjónskyni eða stöðuskyni.

Heimildir:

...