Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 894 svör fundust
Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?
Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...
Hver er munurinn á heila karla og kvenna?
Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...
Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Af hverju fær maður hár á kynfærin? Hvers vegna vaxa punghárin? Fara stelpur í mútur? Getur röddin í stelpum breyst? Hvenær fara strákar í mútur? Breytist hárvöxtur á leggjum ungra kvenna við kynþros...
Hver var Robert Boyle og hvert var hans framlag til vísindanna?
Robert Boyle (1627-1691) var írskur eðlis- og efnafræðingur. Hann er oft kallaður frumkvöðull nútíma efnafræði og er þekktastur fyrir að hafa sett fram lögmál um vensl þrýstings og rúmmáls fyrir gas. Áhugi Boyles lá víðar og má til dæmis nefna að eftir hann liggja fjölmörg rit á sviði heimspeki, læknisfræði og trú...
Hver var Max Planck og hvert var framlag hans til vísindanna?
Þýski eðlisfræðingurinn Max Karl Ernst Ludwig Planck (f. 1858 í Kiel, d. 1947 í Göttingen) er af flestum talinn faðir skammtafræðinnar. Árið 1900 setti hann fram tilgátu til að skýra hvernig dreifing rafsegulgeislunar frá heitum hlut á mismunandi bylgjulengdir er háð hitastigi hlutarins. Tilgátan fól í sér að orku...
Er það satt að maður stækki mest á meðan maður sefur?
Hvort sem maður stækkar mest á meðan maður sefur eða ekki þá er svefn mjög mikilvægur fyrir vöxt. Þá fer fram nýmyndun efna sem er forsenda vaxtar og viðhalds. Komið hefur í ljós að stuttu eftir að maður sofnar nær magn vaxtarhormóns í blóði hámarki. Ein nótt án svefns veldur ekki vaxtarstöðvun en ef við fáum alme...
Hvað getið þið sagt mér um rannsóknir Karls von Frisch?
Um Karl von Frisch er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um ævi Karls von Frisch? Karl von Frisch (1886-1982) er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á atferli evrópsku hunangsbýflugunnar, Apus mellifera carnica. Á búgarði fjölskyldu hans í Brunnwinkl við Wolfgangsee...
Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?
Samkvæmt nýjum tölum úr nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) eru stúdentar við skólann 7.135 talsins og þar af eru konur 4.450 eða 62,4% nemenda. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við Háskóla Íslands og hafa þær síðan verið meirihluti nemenda. Frá árinu 1...
Hvers vegna halda plastumbúðir ekki súrefni og hvernig er hægt að lágmarka súrefnisflæðið?
Hvaða þættir valda því að plastumbúðir halda ekki súrefni? Öll plastefni eru í raun flóki af risalöngum fjölliðukeðjum sem er líkastur hrúgu af soðnu spaghettíi. Hver fjölliðukeðja er mynduð úr raðtengdum atómum, oft 10-100 þúsundum þeirra, líkt og perlur í perlufesti. Langoftast eru það kolefnisatóm sem er...
Er hægt að dæma mann fyrir morð ef hann drepur einhvern sem þegar hefur verið úrskurðaður látinn og þurrkaður út af þjóðskrá?
Rétthæfi manns lýkur þegar hann deyr. Samkvæmt íslenskum rétti geta allir menn átt réttindi og borið skyldur og getur því sérhver maður verið réttaraðili, en í því er rétthæfi einmitt fólgið. Hafi maður horfið og líkur benda til þess að hann sé ekki lengur á lífi er unnt að ákveða með dómi að horfinn maður skuli ...
Hvers vegna poppar poppkorn?
Hér er einnig svarað spurningu Ómars Skarphéðinssonar "Hver fann upp poppkornið og hvenær?" Segja má að það séu þrír eiginleikar poppkorns (maískorns) sem ráða því að það poppast; vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um það. Þegar við látum poppkorn í pott eða örbylgj...
Er mögulegt að láta hluti fljúga og ferðast með því einu að nota segul og rafmagn?
Já, það nægir jafnvel að nota einungis segul eða einungis rafmagn. Hlutur þarf annaðhvort að vera hlaðinn eða skautaður, það er að segja með ójafnri hleðsludreifingu, til að hægt sé að nota rafmagn eða rafkrafta til að halda honum á lofti. Ef hlaðinn hlutur er settur í rafsvið leitast hann við að hreyfast eftir...
Af hverju springa egg þegar þau eru hituð í örbylgjuofni?
Örbylgjur eru rafsegulbylgjur með tiltekinni tíðni, það er að segja tilteknum fjölda slaga á sekúndu. Þessi tíðni er valin þannig að bylgjurnar víxlverka sérstaklega við vatnssameindir í efni sem þær lenda á og hita síðan efnið sem vatnið er í. Auk vatns geta bylgjurnar líka hitað fitu og sykur en mismunandi efni ...
Hvar er dauðarefsing leyfð? Hvers vegna er henni beitt? Fækkar hún glæpum?
Breski afbrotafræðingurinn Roger Hood er víðkunnur fyrir rannsóknir sínar á dauðarefsingum í alþjóðlegu ljósi. Samkvæmt nýlegri bók hans The Death Penalty: A World-Wide Perspective heimila alls um 90 ríki dauðarefsingar og hafa flest þeirra beitt þeim á síðustu árum. Til viðbótar nefnir hann 30 ríki sem heimila da...
Er einhver munur á gáfum katta og hunda? Hvort þeirra má skilgreina sem gáfaðra dýr?
Eflaust er hér um að ræða eitt allra mesta þrætuefni gæludýraeigenda í dag. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum var spurt hvert fólk telji vera greindasta húsdýrið og svöruðu flestir að hundar væru það en næst í röðinni komu kettir. En spurningin er ekki aðeins líffræðileg heldur líka heimspekileg, samanber s...