Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1929 svör fundust
Hvað er metýl-ísósýanat og hver eru áhrif þess á umhverfið?
Metýl-ísósýanat (CH3NCO), gjarnan skammstafað MIC (e. methyl isocyanate), er litlaus eldfimur vökvi sem gufar hratt upp þegar hann kemst í snertingu við loft. Efnið hefur sterka, einkennandi lykt og veldur bráðum eituráhrifum. Þegar metýl-ísósýanat kemst undir bert loft myndar það gas sem brotnar niður í andrú...
Hvers vegna er himinninn blár?
Litir hluta ráðast að miklu leyti af því hvaða bylgjulengdum ljóss þeir endurvarpa; bláir hlutir hafa þann lit af því að þeir endurvarpa ljósi sem við köllum blátt og svo framvegis. Ef hluturinn er gagnsær eins og lofthjúpurinn getur liturinn líka ráðist af því hvaða ljósi hann hleypir gegnum sig. Ljósið f...
Af hverju prumpar maður og ropar?
Allir hafa loft í meltingarveginum sem líkaminn þarf að losa sig við og til þess notar hann ropa eða prump. Þetta loft á sér tvenns konar uppruna, annars vegar loft sem við gleypum og hins vegar loft sem myndast við niðurbrot ómeltanlegrar fæðu. Við gleypum alltaf svolítið loft þegar við kyngjum mat eða dryk...
Hver er hæsta talan sem er til?
Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...
Hvað notar venjulegur Íslendingur mörg orð á dag?
Ógerningur er að vita hversu mörg orð er að finna í hverju tungumáli. Ný orð verða til daglega á prenti eða í tali manna. Sum eru aðeins notuð einu sinni þegar málnotandinn þarf að grípa til lýsingar, hann skortir orð og býr það til á staðnum. Oftast er um samsett orð að ræða og eru slíkar samsetningar gjarnan nef...
Hvað eru fullkomnar tölur?
Náttúrleg tala er sögð fullkomin ef hún er jöfn summu allra þeirra talna sem eru minni en hún sjálf og ganga upp í henni. Þannig er 6 fullkomin tala, því 6 = 1 + 2 + 3, og einnig er 28 fullkomin því 28 = 1 + 2 + 4 + 7 + 14. Hins vegar eru 22 og 24 ekki fullkomnar; aðeins 1, 2 og 11 ganga upp í 22 og 1 + 2 + 11 = 1...
Er betra að vera piparsveinn en piparmey?
Því er oft haldið fram, og það með réttu, að munur sé á blæ orðanna piparsveinn og piparmey. Heimildir um piparsveininn eru mun eldri og að minnsta kosti frá 16. öld. Orðið er fengið að láni úr dönsku, pebersvend, og var þar notað um ógifta farandsala sem versluðu með ýmsan smávarning, einkum pipar. Þeir voru a...
Hvað geta hundar orðið gamlir?
Það fer eftir kyni eða afbrigði hversu háum aldri hundar ná. Smærri hundar hafa tilhneigingu til þess að verða eldri en þeir sem eru stærri. Þannig verða smáhundar oft 15-16 ára, meðalstórir og stórir hundar ná gjarnan 10-13 ára aldri en allra stærstu hundakynin verða yfirleitt ekki nema 7-8 ára. Flestir hundar...
Hvernig er hægt að vita hvort maður er ástfanginn eða ekki?
Ef maður er ástfanginn af einhverjum, þá er maður hrifinn af honum og elskar hann kannski. Það er hins vegar ekki hægt að fá staðfestingu hjá neinum öðrum á þeim tilfinningum - nema maður hafi þær í raun og veru. Aðalatriðið er að við erum líklega ástfangin ef okkur finnst við vera það! En það getur enginn sagt ok...
Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?
Sparperur nota mun minni orku til að gefa svipað ljósmagn og glóperur. Þannig er til dæmis 11W sparpera ígildi 60W glóperu, munurinn er því 49W. Lýsing er hinsvegar fjölbreytt og erfitt að segja hversu margar glóperur eru í notkun á Íslandi. Til þess að fá einhverja hugmynd um orkusparnaðinn sem mögulega væri...
Hvað er langt frá Íslandi til Grænlands?
Til eru ýmis gagnleg tól á Netinu þegar finna skal fjarlægðir á milli tveggja staða. Hins vegar skiptir miklu máli hver tilgangurinn er eins og lesa má í svari ÍDÞ við spurningunni: Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja? Það reynist ekki alltaf gagnlegt að vita stystu vegaleng...
Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?
Serótónín er taugaboðefni í heila. Serótónínheilkenni er lífshættulegt ástand í líkamanum sem stafar af of miklu serótóníni. Þetta ástand kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis sem örva losun serótóníns eða hamla endurupptöku þess. Dæmi um slíka lyfjatöku er þegar samtímis er tekið svokallað triptanlyf...
Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?
Á kynþroskaskeiðinu verða ákveðnar breytingar í húðinni, fitukirtlar stækka og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne). Eins og annað í líkamanum ræðst gerð húðarinnar og eiginleikar hennar að mi...
Er eitrið deltametrín sem er notað gegn silfurskottum skaðlegt mönnum?
Deltametrín (e. deltamethrin) er eitt mest notaða skordýraeitur í heiminum. Það er meðal annars mikið notað af meindýraeyðum á Íslandi. Efnið er í flokki öruggustu efna gagnvart spendýrum, meðal annars mönnum, en það getur valdið miklu skaða á fiskum og öðru vatnalífverum og því þarf að nota efnið með mikilli varú...
Hvað er gas?
Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...