Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2612 svör fundust
Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?
Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu. Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar...
Hvers vegna er fyrsti laxinn sem einhver veiðir kallaður maríulax?
Upphaflega hljómaði spurningin svona:Getið þið upplýst okkur hér í veiðihúsi hvers vegna fyrsti laxinn sem manneskja veiðir kallast maríulax?Í seðlasöfnum þeim sem safnað var til á Orðabók Háskólans um áratuga skeið eru mjög fáar heimildir um maríulaxinn og engin sem skýrir nafnið eða hvort einhver siður var að ba...
Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?
Orðatiltækið að vera gamall í hettunni í merkingunni ‛vera reyndur, hafa fengist lengi við eitthvað’ er ekki gamalt í íslensku máli. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu „Safn af íslenzkum orðskviðum“ sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Giskað hefur verið...
Hvaðan er forskeytið húna í Húnaflóa komið?
Í heild hljóðar spurningin svona:Er til skýring á því hvaðan forskeytið húna er komið svo úr varð Húnaþing, Húnaver og Húnaflói? Orðið húnn ‚bjarndýrsungi‘ er talið vera í forlið þessara nafna. Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði...
Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?
Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þ...
Hvers konar lukkupott geta menn dottið í?
Orðið lukkupottur er til í málinu frá lokum 18. aldar í sambandinu að grípa í lukkupottinn samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Merkingin virðist vera að ‘láta tilviljun ráða’. Heldur yngra dæmi frá Eggerti Ólafssyni sýnir aðra merkingu: ,,Það er viðtekinn málsháttr utanlands, að sá hafi gripið í lukkupottin...
Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?
Uppruni orðsins himbrimi er óviss sem og hliðarmyndanna heimbrimi og himbríni. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:327) rekur Ásgeir Blöndal Magnússon skyldleika við norræn og vesturgermönsk mál og segir fyrri liðinn hugsanlega skyldan nafnorðinu híma í merkingunni ‛þunn skýjaslæða’ og færeysku hím ‛dauft lj...
Skýrir snúningur jarðar það að aðdráttarafl jarðar er eða virðist minna við miðbaug þar sem miðflóttaaflið er mest?
Þyngdarkraftur frá jörð, til dæmis á pendúl, mælist yfirleitt minni við miðbaug en annars staðar á jörðinni. Til þess liggja tvær ástæður og áhrif þeirra leggjast saman. -- Önnur er sú að miðbaugur er lengra frá jarðarmiðju en aðrir staðir á yfirborði jarðar og þyngdarkrafturinn minnkar með vaxandi fjarlægð frá m...
Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis?
Árið 1933 var samþykkt tillaga á Alþingi þess efnis að fara skyldi fram þjóðaratkvæðagreiðsla á árinu um hvort afnema skyldi bann við innflutningi áfengra drykkja. Ólíkt öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið höfðu fram áður um ýmis málefni tengd íslensku þjóðinni féllu atkvæði í þessu ákveðna máli nokkuð jafnt og...
Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?
Áður en ráðist er til atlögu við spurninguna hvers vegna sumir strákar séu kvenlegri en aðrir er mikilvægt að skilgreina við hvað er átt þegar talað er um kvenleika og karlmennsku. Erum við að tala um líkamleg einkenni, vöðvamassa, líkamsburði og andlitsfall, eða snýst spurningin um þætti sem lúta að persónuleika ...
Hvað er meðvirkni, hvernig getur hún birst og hvað er til ráða?
Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið notað kringum vímuefnamisnotkun. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er "háður" öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af misnotkun og stjórnsemi. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa léle...
Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn?
Gera verður greinamun á hver er hættulegasti snákurinn og hver er eitraðastur því að eitruðustu snákarnir eru kannski ekki alltaf þeir hættulegustu af því að þeir bíta ekki eins oft og hinir. Í Bandaríkjunum eru hættulegustu snákarnir skröltormar (rattlesnakes) sem eru kallaðir eystri og vestari diamondbacks. S...
Hvað eru margar vefsíður á netinu?
Þessari spurningu má með réttu líkja við spurninguna Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? Þegar fengist er við þá spurningu má þó vera ljóst að sandkornin eru endanlega mörg en þegar rætt er um vefsíður er það ekki ljóst og raunar má segja að þær séu óendanlega margar. Síðustu ár hafa vinsældir forritunarmála á...
Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?
Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri...
Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu?
Í eftirfarandi svari er miðað við mörk heimsálfanna eins og þeim í lýst í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvort eingöngu er átt við þau ríki sem mörk heimsálfanna liggja í gegnum eða hvort einnig er átt við þau ríki sem „e...