Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3187 svör fundust
Af hverju sækjast ormar í mold?
Segja má að moldin sé kjörbúsvæði fyrir ánamaðka (orma). Þar fá þeir fæðu, vatn og skjól. Í moldinni nærast ánamaðkar á rotnandi plöntuleifum. Þeir eru mikilvægir fyrir niðurbrot lífrænna efna og hjálpa til við hringrás margra grundvallarfrumefna í vistkerfinu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað éta ...
Hvernig verður fólk fatlað?
Fötlun getur verið af ýmsu tagi og fyrir henni eru ýmsar orsakir. Samkvæmt íslenskum lögum um málefni fatlaðra er fatlaður einstaklingur manneskja sem að þarf á sérstakri þjónustu eða stuðningi að halda vegna andlegrar eða líkamlegrar fötlunar sinnar. Er þar átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- eða...
Hver voru vinsælustu svör febrúarmánaðar 2017?
Í febrúarmánuði 2017 birtust 30 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Bólgur, hitakrem, einkavæðing, rafmagn, Kötlugos og Babýlon til forna komu við sögu í fimm mest lesnu s...
Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?
Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör. Svar 1 Við vitum það ekki fyrir víst. Svar 2 Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld. Svar 3 Eins og kemur fram í ágæt...
Gengur líkamsklukkan alltaf í takt við venjulega klukku?
Þrjár klukkur koma við sögu þegar fjallað er um mikilvægi þess að hafa rétta klukku; sólarklukka og staðarklukka (sem báðar eru ytri klukkur) og dægurklukka (innri klukka). Þessar klukkur eru ólíkar en tengjast þó innbyrðis. Sólarklukkan endurspeglar snúning jarðar um sólu en jafnfram líka um möndul sinn. Sólar...
Hvar fæ ég upplýsingar um ættfræði á Netinu og utan þess?
Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar var uppfært 16. september 2016 þar sem upplýsingar í upprunalega svarinu voru úreltar. Íslensk erfðagreining og Friðrik Skúlason reka Íslendingabók sem er viðamikill ættfræðigrunnur. Þar geta notendur rakið ættir sínar og skoðað skyldleika við aðra Íslendinga. Einnig mætti nef...
Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?
Norrænn þjóðflokkur, sem nefndist Englar, ríkti upphaflega á Suður-Jótlandi, í Slésvík og á Holtsetalandi (Holstein). Á 2. öld og fram á 6. öld varð mikil hreyfing á germönskum þjóðflokkum. Meðal þeirra flokka sem færðu sig úr stað voru Englar en þeir, ásamt Jótum og Söxum, lögðu undir sig mestan hluta Englands á ...
Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn?
Ummál hrings, $U$, er í beinu hlutfalli við geisla (radía) hringsins, $r$, samkvæmt jöfnunn$$U=2\cdot\pi\cdot r$$ Gríski bókstafurinn $\pi$ (pí) táknar hér óræða tölu sem er nálægt 3,14 eða 22/7. Í jöfnunni felst að hringur með geislann 1 m hefur ummál sem er því sem næst 6,29 m. Einnig leiðir af þessu að umm...
Hvað eru til margar tegundir af kanínum?
Það eru til um það bil 160 kanínutegundir í heiminum og af hverri tegund eru til mörg litarafbrigði. Kanínan er spendýr og tilheyrir héraættinni. Hérar og kanínur hafa fjórar nagtennur í efri skolti, en önnur nagdýr aðeins tvær, og að því leyti eru þau frábrugðin öðrum nagdýrum. Kanínur eru sérstaklega vel fall...
Hvað er dýpsta vatn á Íslandi og hvað er það djúpt?
Fremst á myndinni er Víti, lítið stöðuvatn sem er alltaf heitt. Dýpsta stöðuvatn á Íslandi er Öskjuvatn. Öskjuvatn er 220 metra djúpt. Öskjuvatn er í Öskju í Dyngjufjöllum. Dyngjufjöll eru í Ódáðahrauni á hálendinu. [Athugasemd frá ritstjórn, 26.4.2011: Nú telst Jökulsárlón vera dýpsta vatn á Íslandi. Þet...
Hver fann upp á GSM-símum?
Samkvæmt grein frá fréttastofunni Associated Press var GSM-síminn fundinn upp af Martin Cooper, sem á þeim tíma var varaforstjóri raftæknifyrirtækisins Motorola. Í greininni segir að hann hafi hringt fyrsta símtalið frá götuhorni í New York. Talið er að hann hafi hringt í keppinaut Motorola, fyrirtækið AT&T og sa...
Hvað eru margar steypireyðar til í heiminum?
Steypireyður er stærst hvala og stærsta dýr jarðarinnar. Vegna ofveiði hefur steypireyðum fækkað gífurlega á síðustu 60 árum. Tegundin er nú nánast útdauð í Norður-Atlantshafi og heildarfjöldi steypireyða er einhverstaðar á bilinu 6500 til 14000. Sem betur fer eru þær nú alfriðaðar. Steypireyðurin étur aðalle...
Hvenær var kötturinn uppgötvaður (sem gæludýr)?
Fyrstu merki um ketti eru 12 milljón ára. Um það leyti voru þeir í þrem höfuðflokkum: Skógarkötturinn Afríski villikötturinn Asíski eyðimerkurkötturinn Fyrstu kettirnir voru hafðir sem húsdýr um 3000 árum fyrir Krist, þegar þeir voru notaðir til að verja korngeymslur Egypta fyrir nagdýrum. Þessir kettir urðu sv...
Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?
Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt! Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu. Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en ef...
Hve mikið af pappír fæst úr einu meðalstóru tré?
Þar sem tré eru misstór er erfitt að segja hve mikill pappír kemur úr einu tré. Ef við tækjum hinsvegar einn faðm af höggnum viði (3,6 rúmmetra), þá gefur það tæpar 90.000 blaðsíður af bókapappír, eða 3375 eintök af 28 blaðsíðna Fréttablaði. Notkun á pappír í heiminum er komin upp í 268 milljónir tonna á ár...