Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5808 svör fundust
Eru Íslendingar einir um að kenna sig við feður sína í stað þess að nota ættarnöfn?
Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þótt einstaka fjölskylda tæki upp ættarnöfn einkum á 19. öld. Ný ættarnöfn voru síðan bönnuð með lögum frá 1925 þar sem ráð...
Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum? Hvaðan kemur það og hvaða kraftar eru að verki?Í sjálfsævisögu sinni, Surely You're Joking, Mr. Feynman (Þér getur ekki verið alvara, hr. Feynman) segir hinn frægi eðlisfræðingur Richard Feynman eftirfarand...
Hvernig verða halastjörnur til?
Halastjörnur eru úr ís, gasi og ryki og urðu til á svipuðum tíma og sólkerfið í heild sinni. Þær eru því nokkurs konar leifar frá myndun þess. Halastjörnur skiptast í tvo hópa eftir umferðartíma, það er að segja hve lengi þær eru að ferðast einn hring í kringum sólina. Halastjörnur með stuttan umferðartíma (in...
Af hverju deyr maður úr elli?
Við segjum að fólk deyji úr elli þegar það er komið á efri ár og deyr án þess að einhver sérstök dánarorsök sé tilgreind. Fólk er þá ekki haldið einhverjum skilgreindum sjúkdómi sem dregur það til dauða. Með aldrinum hægist smám saman á líkamsstarfsemi fólks og líkaminn hrörnar en ástæðan fyrir því er fyrst og ...
Hvort á að segja/skrifa ungabarn eða ungbarn?
Samsett orð sem vísa til ungs aldurs á einhvern hátt eru flest stofnsamsett, það er notaður er stofn orðsins ungur til þess að mynda fyrri lið samsetts orðs. Einfaldast er að finna stofn lýsingarorða í nefnifalli kvenkyni. Dæmi um samsetningar með ung- að fyrri lið en barn að síðari lið eru ungbarnadauði, ungbarna...
Hvað þýðir orðið hörgur?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir íslenska orðið hörg? Orðið er til dæmis notað í götunöfn eins og Hörgshlíð, Hörgsland, Hörgás og svo framvegis. Er um að ræða sama orð og hörgull? Fyrri liður orðanna Hörgshlíð, Hörgsland og Hörgás er karlkynsorðið hörgur 'heiðið blóthús eða blótstallur, grjóthóll, h...
Hvernig hegðar vatn sér í geimfari?
Í geimfari sem er á þeim stað í geimnum að engir þyngdarkraftar verka á það ríkir þyngdarleysi. Það sama gildir um geimfar sem er í svonefnu frjálsu falli inn að jörðinni að öðrum hnetti, það er að segja þá er allt inni í geimfarinu með sama hætti og í algjöru þyngdarleysi. Þá gildir að hlutir inni í geimfarinu...
Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?
Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar líkt og íslenskt heiti þeirra ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin tryggði fjölmörgum stjörnufræðingum andvökunætur um árabil. Dulstirnin einkennast nefnilega af því að vera órafjarri en geysilega björt og olli það stjörnufræðingum mik...
Er verðtrygging lána lögleg í Evrópusambandinu?
Lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að verðtryggja lán eða skuldabréf í löndum Evrópusambandsins. Það er hins vegar ekki reglan. Algengara er að lán séu eingöngu með nafnvöxtum, stundum föstum og stundum breytilegum. Verðtryggð lán þekkjast þó í mörgum löndum. Sum ríkja Evrópusambandsins hafa til dæmis gefið út ...
Hvernig myndaðist Stóri-Dímon?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig varð Pétursey til? Stóri-Dímon í Rangárvallasýslu stendur í mynni Markarfljótsdals og rís upp af aurum Markarfljóts. Stóri-Dímon er móbergseyja sem hefur myndast við eldgos undir jökli eða í sjó. Stóri-Dímon er rúst af móbergseyju sömu gerðar og til dæmis Pétursey,...
Gætu asískir risageitungar lifað á Íslandi?
Gefum okkur að einn asískur risageitungur af tegundinni Vespa mandarinia japonica slæðist hingað til landsins eins og stundum gerist með framandi skordýr. Það er ólíklegt að hann yrði langlífur. Geitungar eru félagsskordýr og virðast ekki geta spjarað sig eins síns liðs ef þeir flækjast fjarri búi sínu eða búið sk...
Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?
Til skamms tíma var oft talað um rykmaura en nú er mælt með því að nota frekar hugtakið rykmítlar. Í dag nota menn maurahugtakið eingöngu um félagsskordýr (Insecta) og eru hinir sexfættu klóakmaurar sem lifa víða í holræsum á Reykjavíkursvæðinu dæmi um alvöru maura. Til skamms tíma notuðu menn maurahugtakið sam...
Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?
Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli ...
Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins
Alþingiskosningar verða 29. október 2016. Af því tilefni býður Vísindavefurinn almenningi að senda inn spurningar sem gætu vaknað í tengslum við kosningabaráttu flokkanna. Í kosningabaráttu er algengt að stjórnmálamenn og talsmenn stjórnmálaflokka setji fram fullyrðingar um tölulegar staðreyndir eða um þætt...
Af hverju segir maður að eitthvað sé gráupplagt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju segir maður að eitthvað sé gráupplagt? Hvaðan er það komið? Forliðurinn grá- er í orðum eins og gráupplagt notaður til áherslu í merkingunni ‘stór, mjög’. Nefna má fleiri dæmi eins og grálúsugur, það er allur í lús, gráungað egg, það er mjög ungað egg, grábölvaður...