Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6430 svör fundust
Af hverju er auðveldara að þurrka bleytu af borði með blautri, vel undinni borðtusku en þurri?
Þegar vatnsdropi kemst í snertingu við venjulegan þerripappír getum við séð hvernig hann sogast inn í pappírinn. Jafnvel þótt pappírinn sé hafður lóðréttur og vatnið snerti aðeins neðsta hluta hans getur það lesið sig langa leið upp eftir honum. Þetta verður með líkum hætti og rótarkerfi trjáa flytur vatn (með upp...
Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) finnast í húsum hér á landi. Silfurskottan telst til kögurskottanna (Thysanura) sem taldar eru einn af elstu og frumstæðustu ættbálkum skordýra. Silfurskottur eru stór skordýr á íslenskan mælikvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausa...
Hvernig er daglegt líf geimfara í geimnum?
Í þyngdarleysinu í geimnum verða daglegar athafnir eins og að fara í bað, drekka, borða, hreyfa sig og fara upp í rúm ótrúlega erfiðar. Geimfarar kvarta yfir að vera í þyngdarleysi vegna þess að það gerir þeim erfitt fyrir að vinna vinnuna sína. Hlutir eins og skrúfur og skrúfjárn liggja ekki kyrr heldur fljót...
Hvernig fugl er súlan?
Súlan (Morus bassanus eða Sula bassana) er sjófugl sem verpir hér við land á örfáum stöðum undan suður-, austur-og norðausturlandi. Kunnasti varpstaðurinn hér við land er eflaust Eldey sem liggur suður af Reykjanesi. Íslenskir fuglafræðingar hafa fylgst vel með stærð súlustofnsins hér við land og telur hann nú...
Hvers konar prímatar eru rhesusapar?
Rhesusapar (Macaca mulatta) eru 47 til 64 sentímetrar á lengd og vega frá 4,5 til 11 kíló. Karldýrin eru þó mun stærri. Rhesusapar greinast í þrjár deilitegundir og finnast víða um suðaustanverða Asíu og á Indlandi. Þeir eru með brúnan feld og rauðleitan afturenda. Fullorðin dýr eru með rauðleitt nakið andlit. ...
Hvernig sjá kettir?
Sjón katta er ákaflega vel þróuð. Kettir sjá í þrívídd líkt og við mennirnir en slík sjón er algeng hjá rándýrum því þau þurfa að meta fjarlægðir og afstöðu hluta í rúmi til dæmis þegar þau eru á veiðum. Rannsóknir á sjón katta bendir til þess að þeir séu frekar nærsýnir þannig að veiðidýr eða hlutur sem er nálægt...
Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?
Skýin eru mismunandi hátt frá yfirborði jarðar. Hvernig þau líta út og hve hátt þau eru fer eftir því hve heitt var þegar þau mynduðust. Talið er að til séu um það bil 100 ólíkar tegundir skýja. Ský teygja sig yfirleitt hærra í hlýrri beltum jarðar. Ský er raki sem gufað hefur upp frá yfirborði jarðar og færst...
Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Einfaldast er að leiða hugann að því hvernig sólin, tunglið og Venus birtast okkur á himninum. Þegar tunglið myrkvar sólina er það í sömu stefnu og hún frá okkur að sjá. Nauðsynlegt skilyrði þess að Venus geti myrkvað sólina er á sama hátt að hún gangi einhvern tímann fy...
Hvernig lifir sleggjuháfur?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvar lifir sleggjuháfur? Lifir sleggjuháfurinn við Ísland? Ef svo er ekki hefur hann flækst hingað? Hvað borðar sleggjuháfur? Sleggjuháfar (e. hammerhead sharks) eru hákarlar af ættkvíslunum Sphyrna og Eusphyrna. Þeir eru auðþekkjanlegir vegna sérkennilegrar lögunar á haus sem...
Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?
Svarið við þessu er frekar einfalt: Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf hver á eftir öðrum, bolludagur á mánudegi, sprengidagur á þriðjudegi og öskudagur á miðvikudegi. Þeir geta því aldrei fallið á sama dag. Bolludagur er mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska og getur fallið á tímabilið frá 2. f...
Hvernig er skyrgerillinn til kominn?
Við skyrgerð er notað örlítið skyr úr fyrri framleiðslu, svonefndur skyrþéttir, til að byggja upp gerlaflóru í nýju skyri. Í stuttu máli er hefðbundin skyrframleiðsla þannig að undanrenna, sem hefur verið hituð í 90-100°C, er látin kólna í um 40°C og síðan er bætt út í skyrþétti og ostahleypi (renneti) og látið hl...
Hafið þið svör við öllum spurningum?
Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...
Hvenær barst minkur til Evrópu?
Minkur (Mustela vison) er rándýr af marðardýraætt (Mustelidae). Hann er upprunninn í Norður-Ameríku og nær náttúruleg útbreiðsla hans allt frá túndru Alaska í norðri til leiruviðarfenja Flórída og þurrs loftslags Nýju Mexíkó og Kaliforníu í suðri. Frá því að tegundinni var fyrst lýst af Schreber árið 1777 hefur 15...
Hvernig er fimmundarkerfið í tónlist?
Fimmundin er afar mikilvægt tónbil í tóntegundabundinni tónlist og eru fimmundatengsl skilgreind sem sterkasta samband á milli tveggja hljóma. Fimmundin er undirstöðutónbil í flestum hljómum og bassagangur í fimmundum er mjög algengur í tónlist. Dúr- og molltóntegundir eru skipulagðar í svokallaðan fimmundahrin...
Hvað er ljósbogi?
Spyrjandi bætir við: Í fréttum af slysum í álverum er stundum talað um að ljósbogi hafi myndast. Hvaða fyrirbæri er það? Ljósbogi er fyrirbæri sem myndast þegar rafstraumur fer um gas. Við þær aðstæður hitnar gasið mjög, fasabreyting verður og það myndast svokallað rafgas (e: plasma). Sameindir klofna upp í f...