Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er kvikasilfur í bóluefni?
Thiomersal er eitt þeirra efna sem notað hefur verið í bóluefni. Það inniheldur kvikasilfurssambönd og er ætlað að auka endingu bóluefna. Ekkert bóluefni sem notað er í almennum bólusetningum hér á landi inniheldur thiomersal nema Pandemrix sem notað hefur verið gegn svínainflúensu. Almennt inniheldur bóluefni se...
Hvað er átt við með orðinu skammtafræði?
Orðið skammtafræði er þýðing á erlendu orði sem notað er í eðlisfræði. Á ensku kallast skammtafræði 'quantum theory', 'quantum physics' eða 'quantum mechanics'. Sambærilegt heiti í frönsku er 'mécanique quantique' og á þýsku eru notuð orðin 'Quantenmechanik', 'Quantentheorie' eða 'Quantenphysik'. Í svari við sp...
Hver er mest spilaða íþrótt í heiminum og hvernig lítur topp tíu listinn út?
Fótbolti virðist vera í efsta sæti á flestum listum sem við höfum séð fyrir vinsælustu eða mest spiluðu íþrótt í heimi, sama hvaða aðferð er notuð til að raða íþróttagreinum á listann. Þeir sem hafa áhuga á að skoða lista á Netinu um vinsælustu íþróttagreinarnar geta til dæmis athugað þessa leitarniðurstöðu. Hi...
Nú hef ég bæði heyrt að salt hafi vatnslosandi áhrif á líkamann og að það bindi vatn, hvort er rétt?
Salt, einkum natrínjónir þess, binda vatn í líkamann. Vatn „eltir“ þessar jónir, en þær eru algengustu jónirnar í öllum vökvum líkamans utan frumnanna. Ef styrkur natrínjóna hækkar, til dæmis eftir saltríka máltíð, binst meira vatn í líkamanum og sést það oft á því að viðkomandi fær bjúg. Vökvasöfnun í líkamanum g...
Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt?
Mannfólkið hefur mikla aðlögunarhæfni og hefur lært að nýta sér þær tegundir sem lifa í umhverfinu sér til matar. Þannig þykir margt, sem við hér á Íslandi erum ekki vön að leggja okkur til munns, vera sjálfsagður matur í öðrum heimshlutum. Risaeðlurnar voru mjög fjölbreyttar bæði að stærð og líkamsgerð, búsvæ...
Hvað er beðmi og hvert er hlutverk þess í plöntum?
Beðmi gengur einnig undir heitinu sellulósi. Það er efnasamband og formúla þess er C6H10O5. Beðmi er svonefnd fjölsykra. Það er mikilvægt byggingarefni í veggjum plöntufruma en finnst einnig hjá einhverjum tegundum af bakteríum sem seyta því út við myndun á lífrænum filmum (e. biofilms) sem þær mynda. Beðmi e...
Hvað halda menn með pomp og prakt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það er alltaf talað um að eitthvað sé haldið með pomp og prakt en hvað er þetta pomp og prakt? Orðasambandið með pomp(i) og prakt er fengið að láni úr dönsku, med pomp og prakt. Í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog ober det danske sprog, er pomp gefið í merkingunni...
Hvað hafa margar hljóðbækur komið út á íslensku undanfarin ár?
Verk sem gefin eru út eða birt á Íslandi eru skilaskyld samkvæmt lögum. Með því er átt við að útgefendum ber að skila eintökum af verkum sem þeir gefa út til Landsbóksafns Íslands - Háskólabókasafns.[1] Söfnin sem taka á móti efninu gera síðan skrár yfir efni sem berst til þeirra í skylduskilum og þær eru birta...
Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar. Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnú...
Hvers vegna heita mokkajakkar og mokkakápur þessu nafni?
Flíkur úr mokkaskinni urðu vinsælar hérlendis seint á sjöunda áratug 20. aldar. Elsta dæmi á timarit.is um mokkakápu er úr Tímanum frá 12. febrúar 1967: Kápurnar og jakkarnir eru kallaðir Mokka loðkápur og jakkar, en nafnið Mokka mun dregið af sútunaraðferðinni, en á ekkert skylt við kaffi nema þá kannski að...
Af hverju eru aðventukertin stundum fimm?
Aðventukransar sem við þekkjum á Íslandi eru með fjögur kerti. Hins vegar tíðkast það sums staðar að hafa kertin fimm. Það merkir þó ekki að aðventan sé lengri heldur er fimmta kertið tileinkað Jesúbarninu og kveikt á því á jóladag. Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið...
Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?
Orðið yrðlingur er oftast notað um ung afkvæmi refs (þar á meðal heimskautarefs, Alopex lagopus), en stundum annarra dýra, til dæmis músa. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvað refayrðlingar séu stórir þegar þeir fæðast. Eftir um 49-57 daga meðgöngu gýtur lágfóta eða bleyðan, eins og ...
Hvers vegna halda plastumbúðir ekki súrefni og hvernig er hægt að lágmarka súrefnisflæðið?
Hvaða þættir valda því að plastumbúðir halda ekki súrefni? Öll plastefni eru í raun flóki af risalöngum fjölliðukeðjum sem er líkastur hrúgu af soðnu spaghettíi. Hver fjölliðukeðja er mynduð úr raðtengdum atómum, oft 10-100 þúsundum þeirra, líkt og perlur í perlufesti. Langoftast eru það kolefnisatóm sem er...
Hvers vegna sýnast gagnstæð dulstirni langt í burtu þótt þau hafi verið nálægt hvort öðru skömmu eftir Miklahvell þegar þau sendu ljós til mín?
Spyrjandi hafði upphaflega eftirfarandi orð um spurningu sína:Hvers vegna er það að að ég get horft á dulstirni sem eru í sitt hvora áttina frá jörðinni, það er að segja að jörðin og dulstirnin tvö mynda "beina" sjónlínu. Það sem ég á við er að þá erum við að horfa langt út í geim og að sama skapi langt aftur í tí...
Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður?
Til er fjöldinn allur af mjög vel gerðum tölvuleikjum fyrir PC-heimilistölvur. Vinsælustu PC-leikjunum má skipta í tvo flokka, frumleiki annars vegar og hermileiki hins vegar. Meginmarkmið frumleikja er að gaman sé að spila þá - oft er umhverfið nýstárlegt og hægt að gera hluti sem annars væru ómögulegir - til...