Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1777 svör fundust

category-iconEfnafræði

Getið þið gefið mér upp efnaformúluna fyrir glervatn?

Með "glervatni" er væntanlega átt við það sama og kallað hefur verið "Wasserglas" á þýsku. Engin ein efnaformúla er til fyrir glervatn, en um er að ræða vatnsleysanleg natríum- og/eða kalíumsiliköt eða megnar vatnslausnir þeirra. Framleiðslan fer fram með því að bræða saman SiO2, til dæmis kvartssand, og natríumka...

category-iconHugvísindi

Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?

Nobunaga Oda (1534-1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (戦国時代) í japanskri sögu. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?

Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?

Allmörg orðasambönd eru til í íslensku þar sem orðið grænn er notað. Uppruninn er misjafn og alloft eru þau sótt til dönsku. Sum eru þó heimasmíðuð og er í grænum (hvínandi, logandi) hvelli eitt þeirra. Stunduð er látið nægja að segja í einum grænum og hvelli þá undanskilið. Þarna er grænn áhersluorð sem hugsanleg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju beygist nafnið Sigurþór eins og Þórir en ekki Þór?

Mannsnafnið Þórir beygist á eftirfarandi hátt: Nefnifall: Þórir Þolfall: Þóri Þágufall: Þóri Eignarfall: Þóris Nöfnin Sigurþór og Þór beygjast þannig: Nefnifall: Sigu...

category-iconHeimspeki

Hvað merkir hugtakið landslag?

Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...

category-iconHeimspeki

Hvað var að gerast í sögu heimspekinnar um 1918?

Saga heimspekinnar er ákaflega margbrotin og getur reynst þrautinni þyngra að átta sig á hvað var efst á baugi á ákveðnu árabili. Þetta á sérstaklega við um upphaf tuttugustu aldar enda voru þá umbrotatímar og mikil gerjun átti sér stað. Þær hræringar má skoða í samhengi við það sem var helst að gerast í raunvísin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um mólendi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er mólendi? Hvaða dýr lifa í mólendi? Hve stór hluti Íslands er þakinn mólendi? Mólendi (e. heathland) er gróið, óræktað land sem einkennist af lyngtegundum og öðrum runnkenndum plöntum en getur einnig verið allríkt af grösum, störum, tvíkímblaða jurtum, mosum og flétt...

category-iconEfnafræði

Hvernig lýsir maður myndun kvikasilfuroxíðs i efnajöfnu?

Kvikasilfur (e. mercury) er frumefni númer 80 í lotukerfinu og er táknað með Hg. Kvikasilfur er silfurlitur málmur með þá sérstæðu eiginleika að vera fljótandi við herbergishita en bræðslumark þess er -39°C og suðumarkið 357°C. Einungis eitt annað frumefni er í vökvaham við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?

Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?

Nokkrar dýrategundir hafa verið skilgreindar sem ágengar á Íslandi, en ágeng tegund er sú sem hefur neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru. Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi. Ameríski minkurinn er vinsælt loðdýr og feldurinn...

category-iconLögfræði

Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?

Upprunalega spurningin var: Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum? Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður. Undantekning er gerð...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?

Þann 15. janúar 2022 varð mikið sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai í Suður-Kyrrahafi, um 65 km norður af Nuku‘alofa, höfuðborg eyríkisins Tonga. Hægt er að lesa meira um gosið sjálft í svari við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022? Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stór...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allir Kínverjar stykkju niður af stól á sama tíma, kæmi þá jarðskjálfti?

Segjum að Kínverjar séu 1,2 milljarðar að tölu, þeir vegi 50 kg hver að meðaltali og kínverskir stólar séu 50 cm háir. Samanlagður massi þjóðarinnar væri þá 60 * 109 kg eða 60 milljón tonn. Ef svo þungur "hlutur" félli hálfan metra ylli það örugglega talsverðum jarðskjálfta. Til samanburðar má geta þess að fjallið...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er stærsta reikistjarnan?

Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu okkar. Þvermál Júpíters er 142.984 km en jörðin er 12.756,3 km í þvermál. Þvermál Júpíters er þá nærri því að vera 11 sinnum þvermál jarðarinnar. Massi Júpíters er 1.9x1027 kg. Lengi var talið að sextán tungl gangi kringum Júpíter en nú eru þau talin um 30. Sú tala gæti...

Fleiri niðurstöður