Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 662 svör fundust
Hvað er strúktúralismi?
Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála. Þrjár ályktanir Saussure um tungumál...
Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?
Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...
Er gagnlegt að taka hitalækkandi lyf við sótthita eða getur það haft áhrif á varnarkerfi líkamans?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að velta fyrir mér virkni sótthita. Þegar maður veikist á maður að taka hitalækkandi til þess að hjálpa líkamanum að starfa eða er hitinn tæki líkamans til þess að herja á óværur? Sótthiti er nokkuð sem flestir, ef ekki allir, upplifa einhvern tíma. Þessi fylgikvilli ...
Er nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu og í hvaða fæðutegundum er hann?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í hvaða fæði er fosfór öðru en mjólkuvörum, er ekki nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu? Fosfór (e. phosphorus=P) er frumefni í flokki málmleysingja. Það er mjög algengt í náttúrunni en kemur þó ekki fyrir þar sem hreint efni vegna þess hversu hvarfgjarnt það er. Það finn...
Er til íslenskt orð yfir phubbing?
Margir hafa vanið sig á að líta á símann sinn hvar sem er, til dæmis á fundum eða veitingastöðum. Þetta fyrirbæri, sem flestir þekkja, hefur fengið heitið phubbing á ensku og er sett saman úr ensku orðunum phone ‘sími’ og snub ‘hunsa’. Phubbing er hunsunin sem maður sýnir öðrum með því að líta á símann í stað þess...
Er sjósund í köldum sjó hollt?
Sjósund hefur ekki verið rannsakað mikið og því er lítið hægt að fullyrða um hollustu eða skaðsemi þess. Sjósund reynir á líkamann og almennt gildir að mátuleg áreynsla er holl. Regluleg og hæfileg áreynsla framkallar aðlögun í líffærakerfum okkar og það hefur sýnt sig að þannig er hægt auka lífslíkur og draga úr ...
Er til forngrískur eða rómverskur kveðskapur sem fjallar um siðspillingu mannanna og afleiðingar hennar, samanber til dæmis Völuspá í norræni trú?
Í Völuspá segir frá upphafi heimsins og endalokum hans og ragnarökum eða endalokum guðanna, sem verða vegna hegðunar þeirra sjálfra og manna. Sams konar heimsslitabókmenntir voru ekki til hjá Forngrikkjum eða Rómverjum. Þar segir hvergi frá endalokum guðanna og endalokum heimsins – nema þá ef með er talin Opinberu...
Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Er átt við að þeir séu með spjót, sverð, öxi og hand-sax? Langalgengustu vopnin í Íslendingasögunum og þau sem oftast er minnst á að notuð séu í bardaga eru sverð (43%), axir (32%) og spjót eða vopn sem svipa til ...
Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé ra...
Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Kristján Eldjárn (1916-1982) var einn af fremstu fornleifafræðingum 20. aldar á Norðurlöndum, og mikilvirkasti og áhrifamesti fornleifafræðingur Íslands frá upphafi og fram á okkar dag. Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann k...
Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?
Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....
Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?
Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, I...
Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?
Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðin...
Hvað eru meginreglur laga?
Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...
Hvernig varð Seltjörn á Seltjarnarnesi til?
Á milli Gróttu og Suðurness yst á Seltjarnarnesi liggur breið vík, kölluð Seltjörn, og er nesið kennt við hana. Svæðið við Seltjörn er vinsælt útivistarsvæði og fjöldi fólks fer daglega út að Gróttu til að njóta sjávarloftsins. Það er þó ekki víst að allir sem þar eiga leið um átti sig á þeirri jarðfræðigersemi se...