Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4505 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálfta, er þá átt við dýpi frá yfirborði þess landssvæðis þar sem upptök skjálftans eru eða er átt við dýpi miðað við sjávarmál? Dæmi: Ef jarðskjálfti verður á 0,1 km dýpi undir Bárðarbungu er þá átt við að upptökin séu 100 m undir yfi...

category-iconLæknisfræði

Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka?

Upprunalega hljómaði spurningin svona:Hvað er naflaslit (hjá ungbörnum) og hvert er fræðiheitið? Naflaslit (naflahaull, e. umbilical hernia) er ein tegund af kviðsliti enda einnig kallað naflakviðslit. Kviðslit verður þar sem kviðveggur veikist á afmörkuðu svæði og rofnar þannig að innihald kviðarins eins og kv...

category-iconJarðvísindi

Hvernig breytist snjór í jökulís?

Þegar snjór fellur á jörðina byrjar hann strax að umbreytast. Kristallarnir missa greinótta stjörnulögun sína (1. mynd), verða óreglulegri og renna síðan saman við aðra kristalla. 1. mynd. Snjókristall. Verður þá fyrst til grókornóttur snjór sem oft er kallaður hjarn. Ummyndunin heldur áfram og kornin verða...

category-iconLandafræði

Hvert er hæsta fjall Vesturlands?

Eiríksjökull er hæsta fjall Vesturlands, 1675 m hátt. Eiríksjökull þykir með fallegri fjöllum á Íslandi. Fjallið er móbergsstapi sem þýðir að það hefur myndast við eldgos undir jökli sem náði að bræða sig í gegnum ísinn, þannig að hraun runnu og mynduðu dyngjuna sem jökullinn hylur. Hægt er að lesa meira um m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða meginflokki hryggleysingja tilheyra maríubjöllur og hvernig eru þær flokkaðar?

Maríubjöllur (Coccinella spp.) eru afar fallegar bjöllur og áberandi skordýr sem vekja jafnan eftirtekt þar sem þær finnast, meðal annars á Íslandi. Þetta eru smáar bjöllur frá 0,8 til 1,8 mm á stærð. Sjöbletta maríubjalla (Coccinella septempunctata), algengasta maríubjallan í Evrópu. Maríubjöllur eru flokka...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?

Miðað við það gróðurfar sem var á Íslandi rétt fyrir landnám og áður en landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu þá má eins búast við því að binding kolefnis hafi verið í lágmarki. Við þessi skilyrði hefur lífmassi gróðurs verið í hámarki og engir möguleikar fyrir skóglendi og önnur gróðurlendi að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?

Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri ú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hefur eitur tarantúlu á menn?

Allar köngulær eru eitraðar og nota eitur til að lama bráð sína. Hins vegar er eitrið sjaldnast skaðlegt mönnum. Könglær af ættinni Theraphosidae eru almennt nefndar tarantúlur. Þær finnast í suðvesturfylkjum Bandaríkjanna, aðallega í Kaliforníu, Arizona og Texas. Einnig eru þær algengar á skógarsvæðum Mið-Amer...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?

Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað: "Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kr...

category-iconLæknisfræði

Hvað er listería og hver eru einkennin af sýkingu?

Listeria monocytogenes er baktería sem er víða í náttúrunni og finnst hjá fjölda dýrategunda. Hérlendis hefur hún verið til vandræða í sauðfé vegna fósturláts hjá kindum. Til eru 13 tegundir Listeria en einungis Listeria monocytogenes er sjúkdómsvaldandi í mönnum. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. L...

category-iconUnga fólkið svarar

Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?

Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggi...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf er favípíravír og hefur það einhver áhrif á COVID-19?

Spyrjandi vildi einnig fá að vita um notkun lyfsins hér á landi: Er eitthvað að frétta af þessum 100 skömmtum af favípíravír sem japönsk stjórnvöld gáfu? Favípíravír (aðallega selt sem sérlyfið Avigan) er veirulyf sem kemur í veg fyrir að sumar veirur geti fjölgað sér í spendýrafrumum. Veirur sem eru næmar ...

category-iconEfnafræði

Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu þungt er helín? Er hægt að fá kíló af helíni? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir? Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju pissar maður blóði?

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að fólk pissar blóði, sumar alvarlegar og aðrar ekki. Blóðmiga (e. hematuria) er það kallað þegar blóð finnst í þvagi. Blóðmigu er skipt í bersæja (e. macroscopic) og smásæja (e. microscopic) blóðmigu eftir því hvort blóð litar þvag svo það sjáist með berum augum eða...

Fleiri niðurstöður