Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 532 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvernig hugsaði Aristóteles?

Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að huga að því hvaða forsendur við höfum til að svara spurningunni. Í fyrsta lagi höfum við ekki beinan aðgang að hugsunum annarra, ekki einu sinni samtímamanna okkar, heldur er hann háður túlkun á orðum þeirra og hegðun. Það er alls ekki víst að ritverk fólks ein og sér ge...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau?

Dýra- og plöntufrumur eru kjarnafrumur. Eins og nafnið gefur til kynna er helsta einkenni þeirra svokallaður kjarni. En ýmis önnur frumulíffæri eru sameiginleg báðum þessum megingerðum kjarnfrumna og verður greint frá þeim helstu og hlutverkum þeirra hér á eftir. Frumukjarni.Kjarni er stórt frumulíffæri sem get...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér sögu Volkswagen Bjöllunnar?

Saga Volkswagen Bjöllunnar er einnig saga þýska hugvitsmannsins og hönnuðarins Ferdinands Porsche (1875-1951). Þótt margir hafi vitaskuld lagt hönd á plóg í þróun þessa víðfræga farartækis var Porsche hugmyndasmiðurinn og frumkvöðullinn að gerð þess. Porsche fæddist í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands, hlaut m...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum?

Ofsakvíði, eða felmtursröskun, er óþægilegur og hamlandi kvilli sem einkennist meðal annars af hræðslu, hröðum hjartslætti, skelfingu, feigðartilfinningu og svima. Horfurnar eru þó góðar, en meðferðir hafa reynst afar áhrifaríkar og er því afar mikilvægt að fólk sem þjáist af ofsakvíða leiti sér upplýsinga um vand...

category-iconHugvísindi

Hvers konar þekking er öruggust?

Eins og fram kemur í svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er þekking? er orðið „þekking“ margrætt og þar að auki er umdeilt meðal þekkingarfræðinga (það er heimspekinga sem fjalla um eðli og uppsprettur þekkingar) hvernig eigi að skilgreina hugtakið og hversu margar gerðir þekkingar eru. Sum...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að leggja saman kvaðratrætur og draga þær hvora frá annarri?

Upphaflega spurningin var sem hér segir: Hvernig leggur maður saman rætur (til dæmis $\sqrt{52}+\sqrt{32}$) og hvernig dregur maður þær frá hvor annarri (til dæmis $\sqrt{21} - \sqrt{7}$)? Kvaðratrótum af heilum tölum má skipta í tvo flokka: Ef talan undir rótinni er ferningstala, sem er annað veldi heillar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?

Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Í hvers konar skóm voru landnámsmenn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég undirrituð er að vinna grein um fótabúnað fólks frá upphafi frá því að fólk fór að hlífa fótum sínum með einhverjum vafningum eða öðru. Vitað er að líkamsleifar Ötzi voru með einskonar skó fóðraðar með grasi. Er eitthvað til um þróun fótabúnaðar frameftir öldum? Hverni...

category-iconStjórnmálafræði

Hver hefur mesta valdið í lýðræði?

Þetta er mjög viðamikil spurning sem best er að svara í nokkrum skrefum. Fyrst er það að segja að lýðræði er stjórnarform sem hvílir á þeirri sannfæringu að valdið til að stjórna ríkinu eigi uppruna sinn hjá almenningi. Það þýðir þó ekki að almenningur fari með stjórn landsins frá degi til dags. Þess í stað veita ...

category-iconVísindi almennt

Hvenær varð vefnaður til og hvað er vitað um hann?

Vefnaður er eitt elsta listhandverkið sem ennþá er stundað á jörðinni. Hann varð ekki til á einum stað heldur þróaðist sjálfstætt í ýmsum heimshornum og er samofinn fastri búsetu mannkynsins á jörðinni. Fundist hafa leifar af allt að 7000 ára gömlum teppum eða efnum í Egyptalandi og við fornleifauppgröft í Tékklan...

category-iconEfnafræði

Hvað er lífeindafræði?

Upprunalega spurningin var: Hvað gerir lífeindafræðingur? Er mikill munur á lífeindafræði og líftækni? Lífeindafræði er það sem kallast á ensku clinical laboratory science, medical laboratory technology eða svipuðum nöfnum.[1] Enska hugtakið biomedical science er stundum haft um lífeindafræði en það er víðt...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig líta íslenskir draugar út?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Getið þið sagt mér hvernig draugar líta eða litu út á Íslandi, ekki Hollywood-útgáfan? Er eitthvað fjallað um það í Íslendingasögu og þjóðsögum? Ég er að gera leirskúlptúr við ljóðið Móðir mín i kví kví og mig vantar góða mynd í kollinn minn hvernig barnið (draugurinn) á að...

category-iconMannfræði

Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hver er uppruni búrku, niqab og hijab og hver er munurinn á þessu þrennu? Af hverju klæða margar múslímskar konur sig í búrku, niqab og hijab? Arabíska orðið hijab er notað um eina tiltekna tegund slæðu sem margar múslimakonur bera. Það er einnig samheiti yfir allar gerðir af s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?

Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað til í því að gen frá neanderdalsmönnum valdi verri COVID-19-sjúkdómi?

Sjúkdómurinn COVID-19 stafar af veirusýkingu, en alvarleiki sýkingar og einkenna veltur á mörgum þáttum. Vitað er að aldur, kyn, og ýmsir undirliggjandi sjúkdómar tengjast aukinni áhættu á alvarlegum einkennum og andláti. Nýlegar rannsóknir benda einnig til að erfðir, það er að segja erfðabreytileiki í einstakling...

Fleiri niðurstöður