Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 941 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að verða geðveikur með því að lesa yfir sig?

Flestir kannast við goðsögnina um að einhver hafi hreinlega lesið yfir sig og þjáist í kjölfarið af alvarlegum geðröskunum. Það er þó misskilningur að orsök geðveilunnar sé lærdómurinn sjálfur. Geðklofi er sú geðröskun sem almennt er talin vera alvarlegasta geðröskunin og sú sem einna helst krefst innlagna á ge...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er munur á bensíneyðslu bíls eftir því hvort hann fer norður yfir Holtavörðuheiðina eða suður?

Spurningin í heild var svona:Er munur á bensíneyðslu bíls sem fer norður yfir Holtavörðuheiðina eða suður? -- Gefið að það sé ómarktækur vindur og bílnum er haldið á sama hraða báðar leiðir.Þetta er góð og forvitnileg spurning. Forsendan um sama hraða báðar leiðir er raunhæf; hægt er nú á dögum að aka þessa leið a...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna var Demókrítos kallaður heimspekingurinn hlæjandi? Það væri mjög þægilegt ef svarið gæti verið komið fyrir helgi.

Í fornöld myndaðist ákveðin hefð fyrir því að tengja heimspekinginn Demókrítos við hlátur. Þannig kemur Demókrítos til að mynda fyrir í háðsádeilunni Sölu heimspekinganna eftir Lúkíanos, þar sem Seifur og Hermes standa fyrir uppboði á heimspekingum. Þegar einn hugsanlegra kaupenda á uppboðinu spyr hann hvers vegna...

category-iconHeimspeki

Hver var Niccolò Machiavelli?

Niccolò Machiavelli er talinn vera einn helsti hugsuður endurreisnarinnar á Ítalíu. Hann fæddist í Flórens árið 1469 á þeim tíma sem borgin var að festa sig í sessi sem miðstöð menningar og viðskipta á Ítalíu. Hann starfaði sem embættismaður en þótti einnig ljómandi gott skáld og eru sum verka hans talin vera með ...

category-iconHeimspeki

Er hægt að svara spurningu með spurningu?

Tæknilega séð er hægt að svara spurningu með spurningu en hvort það sé ávallt notadrjúgt eða nytsamlegt er svo annað mál. Það fer kannski eftir vilja manns til að halda samræðum áfram. Í mörgum tilfellum myndi maður eflaust fæla viðmælandann á brott ef endalaust væri svarað með spurningu. Þannig gæti verið að ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?

Engum sögum fer af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla. Á hans tíma var sennilega merkasta bókasafn heims einkabókasafn Aristótelesar, kennara hans. Þegar á fimmtu öld f.Kr. var orðinn til markaður fyrir bókasölu í Aþenu og hægt að fá þar ódýrar bækur. Eflaust hafa sumir eignast fleiri bækur en...

category-iconFélagsvísindi

Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta?

Þingmenn á alþingi Íslendinga eru 63 talsins og er landinu skipt upp í 6 kjördæmi: Suðvesturkjördæmi (12 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi norður (11 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi suður (11 þingmenn) Suðurkjördæmi (10 þingmenn) Norðausturkjördæmi (10 þingmenn) Norðvesturkjördæmi (9 þingmenn) Af þessum 63 ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða staðreyndir eru til um vatn á Mars?

Í lok september 2015 staðfestu vísindamenn hjá NASA að fundist hefði rennandi vatn á Mars. Í raun er þetta ekki ný uppgötvun heldur frekar staðfesting á því sem vísindamenn menn töldu sig hafa greint á myndum fyrir nokkrum árum. Lengi hefur verið vitað að ís er að finna undir yfirborðinu á Mars, bæði á pólunum...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er registry í tölvum og hvað gerir það?

Registry, eða stillingaskrá[1], er gagnasafn yfir stillingar og stöður fyrir stýrikerfið Microsoft Windows og forrit sem eru uppsett á því. Það hefur verið hluti af öllum útgáfum af Windows-stýrikerfinu síðan Windows 3.1 (sem kom út 1992). Það er mikill kostur fyrir stýrikerfi að hafa allar upplýsingar og stilling...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er stál sem hefur litla varmaleiðni notað í potta og pönnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju leiðir stál hita hægar heldur en t.d. ál og brass? En er samt talið betri hitaleiðari? Varmaorka er til staðar í málmum á formi sveifluhátta þeirra efna sem málmarnir eru gerðir úr. Sem dæmi má nefna titring atóma, rafeinda og kristals og einnig hljóðbylgjur. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar orðanna sokkabandsár og duggarabandsár? Notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar? Er einhver munur á orðunum? Nafnorðið sokkabandsár (hk.) merkir ‘bernsku- eða æskuár’ og virðist það býsna gagnsætt, vísar til þess æviskeiðs er ...

category-iconHagfræði

Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis? Hvað kostar bílastæði? Hversvegna eru þau gjaldfrjáls? Hvaða áhrif hefur gjaldfrelsi bílastæða á ferðavenjur? Hvaða áhrif hefur gjaldfrelsi bílastæða á skipulag þéttbýlis? Stundum er sagt að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis. Það sama gildir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið hinsegin?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið hinsegin? Getur verið að það hafi upprunalega verið hins veginn? Orðið hinsegin er gamalt í málinu og talið vera einhvers konar sambræðingur úr hins vegar og (á) hinn veginn. Í Flateyjarbók frá lokum 14. aldar segir (með nútímastafsetningu): „Konungur leit t...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er hægt að reikna út rúmmál fjalla, t.d. rúmmál Esjunnar?

Upprunalega spurningin með nánari skýringu spyrjanda hljóðaði svona: Hvert er áætlað rúmmál Esjunnar? Ég skal viðurkenna að þrátt fyrir að ég hafi gengið yfir Esjuna, upp frá Þverfellshorni og niður að Meðalfellsvatni, hafði ég ekki hugsað út í þá staðreynd að Esjan sé með alla þessa "anga" sem gerir verkefnið...

Fleiri niðurstöður