Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1154 svör fundust
Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?
Orðið þjóðtrú er notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem falla að jafnaði utan viðurkenndra trúarbragða en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Oft er þetta trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri sem birtist í sambandi við ýmislega reynslu sem fólk skýrir fyrir sér með tilvísun til trúarinnar. Þorgeirsboli, ol...
Hvenær varð grísk heimspeki til?
Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....
Bar einhver titilinn Napóleon II?
Þessi spurning kviknar ef til vill af þeirri staðreynd að tveir keisarar sem báðir tóku sér nafnið Napóleon ríktu í Frakklandi á 19. öld. Sá fyrri var Napóleon Bónaparte eða Napóleon I, en sá síðari tók sér titilinn Napóleon III. Það liggur því nokkuð beint við að undrast hvað varð um Napóleon II. Bar einhver ...
Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?
Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah. Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar e...
Hvenær er Mikjálsmessa?
Mikjálsmessa heitir eftir Mikael erkiengli. Vesturkirkjan sá í honum bakhjarl kristinna manna almennt, einkum þó hermanna, en í austurkirkjunni var hann fyrst og síðast talinn hjálpari og styðjandi veikra og lasburða. Minningardagar hans eru aðallega tveir, 8. maí og 29. september. Sá fyrrnefndi tengist birtin...
Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?
Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktu...
Hversu gamalt er orðið forseti?
Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir: Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á bra...
Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?
Núgildandi lög nr. 36/1993 með síðari breytingum heimila að ösku látinna manna sé dreift yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumannsins á Norðurlandi eystra[1]. Þar segir enn fremur: Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðs...
Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?
Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...
Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?
Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og...
Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?
Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt". Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á kla...
Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?
Hýpatía var forngrískur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og heimspekingur, sem starfaði í Alexandríu í Egyptalandi á síðari hluta fjórðu aldar og í upphafi þeirrar fimmtu. Afar lítið er vitað um ævi og störf Hýpatíu en helstu heimildir eru alfræðiritið Súda frá tíundu öld og bréf sem nemandi hennar að nafni Synesí...
Hversu gömul varð Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdæla sögu?
Í Íslendingasögum kemur sjaldan fram nákvæmlega hversu gamlar persónurnar urðu enda er hið kristna tímatal ekki notað að ráði í þessari bókmenntagrein. Í Laxdæla sögu er þó sagt að Snorri goði hafi orðið 67 ára og í Egils sögu kemur fram að Egill Skalla-Grímsson komst á níræðisaldur. En það er undantekning fremur ...
Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?
Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lás...
Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?
Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...