Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem eru bólusettir gegn inflúensu séu ekki smitberar?
Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda yfirleitt litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn. Inflúensa er veir...
Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?
Skammrif er annars vegar notað um stutt rifbein í kind, það er eitthvert af fjórum fremstu rifjunum en hins vegar um framhluta kindarskrokks (bringu, hrygg og fjögur fremstu rifin). Orðið er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggu...
Hvar liggur hundurinn grafinn?
Til þess að svara þessari brýnu spurningu réð Vísindavefurinn í snarhasti nokkra velþekkta fornleifafræðinga. Þeir unnu áður við bílastæðgerð á Alþingi en þóttu með eindæmum seinvirkir og fóru alveg í hundana. Fornleifafræðingarnir hófu leitina með ýtarlegri heimildarannsókn. Með ógurlegum hundakúnstum lásu þei...
Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?
Jú, það er hárrétt hjá spyrjanda. Vatn frýs ekki neðan frá heldur frýs það fyrst við yfirborðið og nær þá að einangra heitara vatnið sem er fyrir neðan. Ef vatn frysi neðan frá mundu vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið! Nær allir vökvar dragast saman þegar þeir kólna og eðlismassi þeirra hækk...
Gæti verið að örnefnið Gormur í gömlu Múlasveit sé komið úr keltnesku?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Vestur í gömlu Múlasveit, nánar tiltekið á Svínanesinu, er örnefnið Gormur. Þetta er mjög blautur mýrarfláki ofan við Berufjörð. Í Reykhólasveit er mýrarfláki með sama nafni. Nú langar mig að vita hvort þessi örnefni gætu verið komin úr keltnesku? Með örnefninu Gormur er lí...
Hvað eru innantómar hitaeiningar?
Innantómar eða tómar hitaeiningar (kaloríur) eru hitaeiningar sem gefa orku en innihalda lítil sem engin næringarefni eins og vítamín og steinefni. Líkaminn þarf á orkunni að halda en vítamín og steinefni eru afar mikilvæg til þess að hann starfi eðlilega. Uppistaða í sælgæti er sykur. Í 100 grömmum af sykri er...
Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Heyrði einhvern í viðtalsþætti (um eitthvað allt annað) halda því blákalt fram að það væri ekki lengra síðan en á 10. áratug síðustu aldar sem jarðarbúar voru helmingi færri en í dag - Getur þetta virkilega staðist? Þegar þetta er skrifað, vorið 2020, er talið að jarðarbúar séu...
Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...
Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna? Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nok...
Hvers konar fiskur er dílamjóri?
Dílamjóri (Lycodes esmarkii) tilheyrir ættkvísl mjóra (Lycodes). Mjórar eru langir og þunnvaxnir fiskar. Hausinn á þeim er nokkuð stór og allflatur að ofan og augun stór. Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður-Atlantshafi. Hann verður yfirleitt ekki lengri en 50-60 cm en stærsti dílamjóri sem komið hefur í ve...
Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...
Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím? Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu ...
Hvað merkti orðið mar upprunalega?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að fræðast meira um orðið „mar“ eða sjór. Hver er uppruni orðsins og saga? Orðið mar hefur fleiri en eina merkingu en sú sem hér er spurt um er ‘haf, sjór’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 604) þekkist orðið í öllum Norðurla...
Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar eins og COVID-19 breiðast út?
Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn spurninga um það hvenær COVID-19-faraldurinn nái hámarki sínu á Íslandi og hvernig slíkt sé reiknað út. Hér er eftirfarandi spurningu svarað: Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar breiðast þegar faraldur eða heimsfaraldur gengur yfir? Hvernig er það gert? Þetta er athyglisverð spu...
Úr hverju er horið sem safnast fyrir í nösum á fólki og dýrum ?
Í ágætu svari Hannesar Petersen við spurningunni "Hvaðan kemur horinn?" kemur fram að hor er slím sem myndast í slímhúð nefsins. Við það er engu að bæta nema um efnasamsetningu horsins eða slímsins. Það er samsett úr vatni, dauðum þekjufrumum, dauðum hvítum blóðkornum, seigfljótandi kollagenprótínum (mucin) og ...