Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8205 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?

Ef verðtryggt lán er greitt upp áður en upphaflegur lánstími rennur út þá þarf lántakandinn að greiða verðbætur sem miðast við hækkun verðlags frá því að lánið var tekið og þangað til það er greitt upp. Þetta er eðlilegt enda á verðtryggingin að tryggja að endurgreiðslur lánsins rýrni ekki að raungildi vegna verðb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er þorskurinn hrææta?

Á undanförnum áratugum hafa miklar rannsóknir farið fram á fæðuháttum þorsksins (Gadus morhua) hér við land enda hefur hann verið okkar mikilvægasti nytjafiskur. Þorskurinn er sannarlega afkastamikill afræningi (e. predator) á íslensku hafsvæði og þau dýr sem hann veiðir sér eru af ýmsum toga, allt eftir stærð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta mýs og rottur klifrað upp lóðrétta fleti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta mýs og rottur klifrað upp lóðrétta fleti? Þarf maður að óttast að þessi dýr komist inn um opna glugga? Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Eru svartrottur með sogskálar?Af þeim fjórum tegundum nagdýra sem lifa eða hafa fundist hér á landi er svartrottan (Rattus...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sjálfjónun?

Gerum ráð fyrir að kjarni í atómi sé í örvuðu ástandi. Það þýðir meðal annars að orka hans er meiri en orka grunnástands. Hann getur sent frá sér þessa umframorku sem alfa-, beta- eða gammageisla sem svo eru kallaðir. Eindirnar í alfa- eða betageislum eru hlaðnar og hleðsla kjarnans breytist því við þess kona...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg hestakyn?

Allt frá því að menn tóku hross í þjónustu sína fyrir 3-4 þúsund árum á steppum Mið-Asíu hafa hestar gegnt mikilvægu hlutverki í samfélögum manna víða um heim. Í árdaga voru villihestar mikilvæg veiðidýr en þegar fyrst var farið að halda hesta var það aðallega vegna þess að hægt var að nýta kjötið af þeim og mjólk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? segir meðal annars:Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum ti...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er stærsta blóm í heimi?

Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Ind...

category-iconUmhverfismál

Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?

Landsvirkjun á og rekur öll lón og veitur í landinu sem orð er á gerandi. Landið allt er 103.000 km2 og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, sem er þeirra stærst, er allt tekið með í reikninginn. Lón og veitur eru því samtals um 260 km2. Þórisvatn var þó að...

category-iconJarðvísindi

Hvernig urðu Stóra- og Litlavíti hjá Þeistareykjum til?

Þeistaraeykjabunga er dyngja, mynduð fyrir rúmlega 10.000 árum. Um dyngjur segir Þorleifur Einarsson í bók sinni Myndun og mótun lands (1991: 65): Dyngjur eru flatir og reglulegir hraunskildir úr þunnum hraunlögum, sem myndast við flæðigos, er þunnfljótandi hraunkvika streymir upp um kringlótt gosop mánuðum e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?

Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva. Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verðu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvar vex ananas?

Ananasplantan (Ananas comosus) er fræplanta af ættinni Bromeliaceae. Hún vex villt í Mið- og Suður-Ameríku en hefur verið flutt og ræktuð til nytja víða annars staðar svo sem til margra Asíu- og Afríkuríkja. Ananasplantan er með 30-40 stíf og safarík blöð sem mynda oft rósettulaga krans umhverfis þykkan og ster...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?

Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?

Ekki er unnt að setja fastan tíma á niðurbrot líkama í vatni fremur en í jörðu. Þó er niðurbrot líkamsleifa í sjó eða vötnum með nokkuð öðrum hætti en líka, sem umbreytast undir beru lofti eða í jörðu og skiptir hitastig miklu máli. Líkamar manna, sem drukkna í sæ eða vötnum kólna hraðar en líkamar á þurru landi....

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju eru til svona margir hnettir í sólkerfinu?

Sólkerfið okkar myndaðist fyrir um 4500-4600 milljón árum úr risastóru gas- og rykskýi. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig varð sólin til? segir að höggbylgja frá stjörnusprengingum í skýinu hafi komið róti á það sem varð til þess að það féll saman og snerist sífellt hraðar. Þar segir ennfre...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?

Strý er notað um strítt og gisið hár en í eldra máli var það einnig notað um grófan hör og hamprudda. Myndin af Stebba sýnir því ef til vill mann sem er að troða hamprudda eða einhverju slíku í poka. Orðabók Háskólans á engin dæmi um sambandið að troða strý önnur en í þulunni um Stebba sem stóð á ströndu. Jón ...

Fleiri niðurstöður