Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3332 svör fundust
Getið þið sagt mér frá grískum harmleikjum og harmleikjaskáldunum?
Öll varðveitt forngrísk leikrit eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Til voru þrjár gerðir leikrita: harmleikir, bukkaleikir eða satýrleikir, og skopleikir eða gamanleikir. Uppruni grískar leiklistar er ekki þekktur. Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóte...
Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?
Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar...
Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?
Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...
Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?
Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertóríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld, mörg án vísbendinga um afdrif þeirra. Þessi undarlegu hvörf hafa ...
Hvert er hæsta og lægsta hitastig sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvert er hæsta og lægsta hitastig sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust? (Elfar Sigþórsson) Hvað er mesta frost sem mælst hefur á Íslandi? (Adam Brands) Mesti hiti á Íslandi sem mælst hefur síðan mælingar hófust er 30,5°C á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. L...
Geta hýenur verið tvíkynja?
Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja (e. hermaphrodite). Slíkt þekkist meðal annars hjá sniglum og fiskum. Hýenur (Hyaenidae), líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja. Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja en hýenur, líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja. Myndin sýnir blettahýenu ...
Gæti verið að örnefnið Gormur í gömlu Múlasveit sé komið úr keltnesku?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Vestur í gömlu Múlasveit, nánar tiltekið á Svínanesinu, er örnefnið Gormur. Þetta er mjög blautur mýrarfláki ofan við Berufjörð. Í Reykhólasveit er mýrarfláki með sama nafni. Nú langar mig að vita hvort þessi örnefni gætu verið komin úr keltnesku? Með örnefninu Gormur er lí...
Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?
Já, það verður örugglega hrekkjavaka á Íslandi í ár, að minnsta kosti hjá þeim sem halda upp á hana. Í seinni tíð hefur orðið æ algengara að Íslendingar haldi hrekkjavöku hátíðlega í anda Bandaríkjamanna. Það er ekki síst vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum. Algengt er að skólar og vinnustaðir f...
Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...
Hver er uppruni orðsins della, samanber kúadella?
Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins "della", sbr. "kúadella"? Fyrirspurnin vaknar úr rannsókn á uppruna enska fyrirbærisins "dilly cart", sem í nokkrum héruðum Englands sem tilheyrðu Danalögum á miðöldum* var nafnið á ökutækinu sem notað var við tæmingu salerna, líka ...
Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?
Orðið barði hefur fleiri en eina merkingu samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 I:90). Það merkir í fyrsta lagi ‘skip með járnbarði; skjöldur’, í öðru lagi ‘beinhákarl, barðfiskur’, í þriðja lagi ‘illeppur með garðaprjóni og mislitum röndum’ og í fjórða lagi ‘slitgúm á hjóli farartækis’. Það er síðasta merkingin sem hé...
Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?
Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...
Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?
Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör. Svar 1 Við vitum það ekki fyrir víst. Svar 2 Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld. Svar 3 Eins og kemur fram í ágæt...
Eru til örnefni sem tengjast brennum?
Brennur og álfadans settu svip á hátíðahöld um áramót á 19. og 20. öld. Elsta þekkt frásögn um slíkt er frá árinu 1791 er Sveinn Pálsson segir frá því í Ferðabók sinni að piltar í Hólavallaskóla í Reykjavík hafi haldið brennu „á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulcan.“ Hæð þessi er að líkindum Landak...
Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?
Zeta er 33. stafur íslenska stafrófsins, á eftir fylgja þ, æ, ö, en í fjölmörgum nútímastafrófum, til dæmis í því franska, þýska, ítalska og enska er zetan síðasti bókstafurinn. Í stafrófi Fönikíumanna, Grikkja og Rómverja til forna var zetan sjöundi bókstafurinn. Um 250 f. Kr. var zetan felld úr stafrófi Rómverja...