Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9674 svör fundust
Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi?
Stutta svarið við spurningunni er að íslensk heiti yfir keilusnið koma úr þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á stjörnufræðibók eftir danska stjörnu- og stærðfræðinginn Georg Frederik Ursin (1797-1849). Lengra svar Ferlar eins og hringur, sporbaugur, fleygbogi og breiðbogi, hafa verið viðföng stærðfræðinga frá fo...
Hvernig lítur stjörnumerkið Pegasus út?
Í grískri goðafræði spratt Pegasus, Vængfákurinn, upp úr blóði Medúsu, sem Perseifur hafði orðið að bana. Vængfákurinn flaug strax til himna og settist síðar að á Helikon-fjalli þar sem hann skapaði uppsprettu Hippókrenesar, en þaðan kom innblástur skáldanna. Aþena tamdi að lokum villta hestinn og færði Beller...
Hvað er þingmannaleið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er þingmannaleið? Það eina sem ég veit um hana er að hún er mælieining!Þingmannaleið er mælieining sem jafngildir 37,5 km. Svo borið sé saman við aðra gamla mælieiningu jafngildir þingmannaleið rúmlega 4 vikum sjávar en fjallað er um þá mælieiningu í svari við spurning...
Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?
Kjarnar frumeinda (e. atoms) eru samsettir úr tvenns konar ögnum; róteindum (e. protons) og nifteindum (e. neutrons). Fjöldi róteinda, sem bera jákvæða rafhleðslu, skilgreinir gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteinda, sem eru óhlaðnar, getur verið breytilegur. Um kjarnann sveima neikvætt hlaðnar rafeindir (e. elec...
Hvað er embætti sýslumanns gamalt og hvað var yfirvaldið kallað fyrir það?
Fram yfir miðja 13. öld, á svonefndum þjóðveldistíma, réðu goðar yfir héruðum landsins og ekki er hægt að tala um miðstjórnarvald að öðru leyti en því að þeir komu með þingmönnum sínum til fundar á alþingi á Þingvöllum á sumrum, enda giltu ein lög í landinu sem nú ganga undir nafninu Grágás. Eftir að íslenskir höf...
Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru?
Gunnbjarnarskerja er getið í samhljóða frásögnum Landnámabókar, Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem lýst er fyrirætlun Eiríks rauða um að rannsaka lönd vestan við Ísland: „… hann ætlaði að leita lands þess, er Gunnbjörn son Úlfs kráku sá, er hann rak vestur um Ísland, þá er hann fann Gunnbjarna...
Er hægt að ferðast fram í tímann?
Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...
Getið þið sagt mér allt um Borðeyri?
Borðeyri er kauptún sem stendur við vestanverðan Hrútafjörð í Strandasýslu. Borðeyri er eitt fámennasta kauptún Íslands, þar voru 32 íbúar árið 2005. Ingimundur gamli, sem sagt er frá í Vatnsdælasögu, gaf bæði eyrinni og firðinum nafn sitt. Þegar hann var í firðinum ásamt mönnum sínum sá hann tvo hrúta koma hlaupa...
Hvað var Jesú gamall þegar hann var krossfestur?
Sagan segir að hann hafi verið 30 ára þegar hann hóf starf sitt meðal Gyðinga og að hann hafi starfað í þrjú ár. Hann hefur því verið 33 ára við krossfestinguna....
Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844. Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á...
Hvað er jarðnesk geislun?
Geislun í umhverfi okkar er af ýmsu tagi og má flokka hana á marga vegu eins og rakið er til dæmis í svari eftir sömu höfunda við spurningunni Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni? Þar er meðal annars fjallað um flokkun eftir því frá hvers konar efni eða efniseindum geislunin kemur. En einnig má ...
Er það rétt að börnum sé hættara við andlegri og líkamlegri fötlun eftir því sem foreldrarnir eru eldri? Ef svo er, hvers vegna?
Í eftirfarandi svari er gengið út frá því að átt sé við að börnin fæðist með galla sem hafi í för með sér líkamlega eða andlega fötlun, það er fæðingargalla. Fæðingargalli er skilgreindur sem óeðlileg gerð, starfsemi eða efnaskipti sem eru fyrir hendi við fæðingu barns og leiða til andlegrar eða líkamlegrar fö...
Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum?
Peningar eru gefnir út af seðlabönkum og því verða þeir í þrengsta skilningi til við það að seðlabanki lætur prenta seðla eða slá mynt og setur í umferð. Til dæmis gæti þetta gerst þannig að ríkissjóður tekur lán í seðlabanka og fær það greitt í seðlum sem ríkissjóður notar svo til að kaupa fyrir vörur eða þjónust...
Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?
Til þess að svara þessari spurningu er ekki hægt að vísa í beinar niðurstöður tilrauna eða athugana. Í spurningunni er fólgið að hvorki menn né dýr voru til einhvern tíma í fyrndinni og hvorki menn né dýr gátu því fylgst með þessu gerast. Ég kýs því að veita fræðilegt svar og byggi það á þróunarkenningu Darwins. ...
Hvað er níhílisti?
Níhilisti er einstaklingur sem aðhyllist níhilisma. Nafnið er dregið af latnenska orðinu 'nihil', ekkert, og gefur til kynna að heimspekilegur níhilismi er heimspeki neitunar. Þannig neitar siðfræðilegur níhilisti því að unnt sé að réttlæta eða gagnrýna siðferðilega dóma, meðal annars á þeirri forsendu að siðferði...