Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2288 svör fundust
Hver var Drakúla?
Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...
Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?
Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu inn...
Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum?
Geisladiskar eru lesnir neðan frá í geislaspilurum. Þannig er rangt að tala um að setja geisladisk undir geislann, rétt eins og talað er um að láta hljómplötu undir nálina. Réttara er að segjast setja diskinn yfir geislann. Annar munur á geisladiskum og hljómplötum er sá að geisladiskar eru lesnir frá miðju ...
Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?
Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eð...
Hvað er stærðfræðitáknið e og hvaða tölu stendur það fyrir?
Táknið $e$ stendur fyrir tölu sem byrjar svona: $e = 2,71828182845904523536028...$Aukastafarunan heldur áfram án nokkurrar reglu á sama hátt og aukastafir tölunnar \(\pi\) (pí). Raunar eru tölurnar \(e\) og \(\pi\) oft flokkaðar saman og taldar til torræðra (e. transcendental) talna. Tölurnar \(e\) og \(\pi\) e...
Snýst sólin um sjálfa sig?
Ljóst er að margir hafa velt þessu fyrir sér og hér er því einnig svarað eftirfarandi spurningum:Snýst sólin um sjálfa sig eins og jörðin? Hvort snýst hún þá rangsælis eða réttsælis? (Þorgils)Hvað tekur það sólin langan tíma að snúast einn hring í kringum sjálfa sig? (Guðni)Snýst sólin kringum sjálfa sig, ef svo e...
Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?
Það er ekki rétt að vöðvarnir breytist í fitu í bókstaflegri merkingu. Rétt er að líta á þetta sem tvö aðskilin ferli sem vissulega geta gerst samtímis að einhverju leyti, til dæmis þegar þjálfun er hætt. Bæði ferlin má þó sennilega tengja orkubúskap líkamans. Í fyrsta lagi hafa vöðvar tilhneigingu til að rýrna...
Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið?
Tvö ríki í Mið-Asíu eiga land að Aralvatni, Kasakstan og Úsbekistan, en vatnasvið þess nær til þriggja annarra ríkja, Túrkmenistan, Tadsjikistan og Kirgistan. Áður tilheyrði þetta svæði Sovétríkjunum. Aralvatn var fjórða stærsta stöðuvatn jarðar, 68.320 km2. Svo háttar til um Aralvatn að frá því rennur ekkert vatn...
Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf?
Við lestur valinna bóka á sviði kynheilbrigðismála sem komu út hér á landi á tímabilinu 1943 og fram til ársins 1948 má greina breytingar á notkun á því yfirhugtaki sem meðal annars nær yfir kynvitund og kynhegðun mannsins, það er hugtakið kynlíf. Farið er að nota hugtakið kynlíf um miðja síðustu öld. Í bókinn...
Er nafnið Snorre upprunalegra en Snorri?
Bókstafurinn –e í Snorre stendur í algerri bakstöðu. Forngermanskt –i í bakstöðu varð í forníslensku mjög snemma og fyrir ritun íslenskra heimilda að –e, samanber geste, hirþe í stað gesti, hirði. Þegar fyrir 1250 kom –i inn aftur í stað –e þótt fyrri ritháttinn megi sjá mun lengur í sumum handritum. Samkvæmt þess...
Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?
Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið rösk...
Hversu algengt er lungnakrabbamein?
Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hér...
Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?
Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...
Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum?
Líta má á innstreymi í gjárnar á Þingvöllum sem kaldavermsl, en svo kallast lindir þar sem hiti vatnsins er jafn árið um kring og þá venjulega svipaður meðalárshita staðarins, á láglendi 3-5°C en á hálendi 2-3°C. Um slíkar lindir segir Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni að vatnsgæfni þeirra sé mjög jöfn ári...
Er vitað um útbreiðslu orðanna két og smér, hinsvegar orðanna kjöt og smjör? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u?
Myndirnar kjet og smjer tengjast ekki svonefndri "hljóðvillu" heldur er um að ræða hljóðbreytingu sem fram kom á 16. öld, það er afkringingu á -jö-. Þessar orðmyndir munu hafa þekkst víða um land en lengst hafa þær haldist um norðan- og norðvestanvert landið. Til þess benda svör við fyrirspurnum Orðabókar Háskólan...