Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1098 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?

Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?

Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Verða ruslatunnur í framtíðinni lítil svarthol?

Svarið er að við höfum ekki trú á þessu af ýmsum ástæðum. Svarthol eru ekki þægilegir nágrannar og athuganda sýnist ekki að hlutir falli nokkurn tímann inn fyrir sjónhvörfin. Við mundum því geta skynjað rafsegulgeislun frá ruslinu til eilífðarnóns eða jafnlengi og svartholið varir! Þyngdarkraftar frá svartholinu y...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvuleikir búnir til?

Tölvuleikir eru í eðli sínu ekkert frábrugðnir öðrum forritum þannig að allir tölvuleikir eiga það sameiginlegt að einhver maður eða hópur manna skrifar forrit sem síðan er keyrt á tölvum. Leikurinn bregst síðan við því sem notandinn gerir á fyrirfram ákveðinn hátt. En auðvitað er mikill munur á tölvuleikjum. Þ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar?

Svarið er já; það er tvímælalaust talið hugsanlegt að menn geti lifað á öðrum plánetum. Til þess þyrfti þó vafalítið "hjálp tækninnar" eins og spyrjendur segja, að minnsta kosti fyrst í stað. Við fyrstu sýn kann að virðast nauðsynlegt að skipta svarinu í tvennt eftir því hvort átt er við reikistjörnur í sólkerf...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Best er að byrja á því að skoða hamskiptarit eða fasarit fyrir vatn, sjá myndina. Slíkt línurit sýnir annars vegar hitann T og hins vegar þrýstinginn p. Hverjum punkti á línuritinu samsvara tiltekin gildi á þessum stærðum. Fyrir hvern slíkan punkt getur vatnið getur yfirleitt aðeins verið í einum ham eða fasa. Til...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er rétt og hvað er rangt í máli?

Rétt íslenskt mál er málnotkun sem samræmist (einhverri) íslenskri málvenju en rangt íslenskt mál samrýmist engri íslenskri málvenju. Rangt mál, til dæmis setningin "Páll eldaði fiskurinn", getur hvergi talist æskilegt en ekki er þar með sagt að rétt mál (í þessum skilningi) eigi sjálfkrafa rétt á sér við allar að...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?

Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar vefjagigt og hvað eru margir með sjúkdóminn?

Vefjagigt er erfitt fyrirbæri sem dálítið skiptar skoðanir eru um. Vefjagigt (fibromyalgia) tengist síþreytu (chronic fatigue syndrome), sum einkennin eru þau sömu og erfitt getur verið að greina á milli þessara sjúkdóma. Sumir telja þessa sjúkdóma stafa af einhverju sjúkdómsferli í bandvef og vöðvum en aðrir telj...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar?

Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Á Íslandi má gera ráð fyrir að að minnsta kosti 50-60 tvíburar fæðist á ári en þeir eru langflestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að öllu leyti eins. Tvíeggja tvíburar verða hins vega...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifa slímálar?

Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?

Stjörnumerkið Óríon er að margra mati meðal fegurstu stjörnumerkja himinsins. Í goðafræðinni var Óríon veiðimaðurinn mikli, sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Hann stærði sig af því að geta drepið hvaða skepnu sem var á og var hreykinn af sjálfum sér. Það kom að því að guðirnir fengu nóg af stærilæti Orío...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?

Zeta er 33. stafur íslenska stafrófsins, á eftir fylgja þ, æ, ö, en í fjölmörgum nútímastafrófum, til dæmis í því franska, þýska, ítalska og enska er zetan síðasti bókstafurinn. Í stafrófi Fönikíumanna, Grikkja og Rómverja til forna var zetan sjöundi bókstafurinn. Um 250 f. Kr. var zetan felld úr stafrófi Rómverja...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er sjón laxa?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig er sjón laxa? Sjá þeir liti? Sjá þeir aftur, fram, upp og niður fyrir sig? Rannsóknir hafa staðfest að laxfiskar notast aðallega við sjónskynjun þegar þeir veiða og virðast flestir þættir í sjón þeirra vera vel þróaðir. Almennt er litasjónskynjun sæmilega vel þróu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hafa karlmenn hríðahormón?

Í heild sinni er spurningin svona:Hafa karlmenn oxýtosín hormón (hríðahormón) í sér og hvaða hlutverki gegnir það? Oxýtósín (OT) eða hríðahormón myndast í undirstúku heilans en er geymt í afturhluta heiladinguls. Þaðan berst það eftir taugasímum í blóðrásina. Það er einnig seytt frá öðrum stöðum innan heilans og ...

Fleiri niðurstöður