Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2196 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er húðskrift og hvað veldur henni?

Húðskrift (dermographism) er algengasta gerð ofsakláða (urticaria) eða ofnæmisviðbragða á húð. Húðskrift hrjáir um 2-5% fólks á öllum aldri en er algengust hjá ungu fólki - á tuttugasta og þrítugasta aldursskeiðinu. Auk þess er tíðnin hærri hjá ákveðnum hópum, til dæmis hjá konum á seinni hluta meðgöngu og síðar í...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er dvalagró?

Dvalagró (e. endospore) eða sporar eru hylki sem svonefndar gram-jákvæðar bakteríur af nokkrum ættkvíslum mynda sem viðbrögð við óhagstæðum umhverfisskilyrðum. Breytingar á nánasta umhverfi bakteríanna svo sem á sýrustigi, hitastigi eða þurrki virka sem hvati til þess að bakteríurnar myndi dvalagró og bíði af sér ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“ Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895. Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stev...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? - Myndband

Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...

category-iconÍþróttafræði

Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London?

Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í London sem fara fram dagana 27. júlí til 12. ágúst eru taldar upp 36 mismunandi íþróttagreinar en þar er meðal annars að finna fjórar mismunandi tegundir hjólreiða og tvær greinar sem teljast til fimleika. Með mismunandi skilgreiningum má því fá mismikinn fjölda íþróttagrein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru helstu lúðumið í Faxaflóa og út af Reykjanesi?

Ef rýnt er í gögn Hafrannsóknastofnunar sem unnin eru úr afladagbókum íslenskra fiskiskipa kemur fram að afli á hvern ferkílómetra sjávar í Faxaflóa er á bilinu 10 til 100 kg. Aflinn er nokkuð jafnt dreifður yfir allan flóann og því er ekki hægt að tilgreina eitt svæði í Faxaflóa sem betri stað til lúðuveiða en ön...

category-iconLæknisfræði

Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?

Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu. Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hverju lifa marflær?

Marflær (Amphipoda) eru ættbálkur krabbadýra sem finnast aðallega í sjó en einnig í ferskvatni. Alls hefur rúmlega 9.500 tegundum verið lýst. Marflær eru forn ættbálkur. Elstu steingervingar þeirra sem fundist hafa eru frá því snemma á kolatímabilinu fyrir um 330 milljón árum. Það skýrir að einhverju leyti miki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er til íslenskt heiti fyrir íkornann fox squirrel?

Íslenska heitið á íkornanum sem á ensku nefnist fox squirrel (Sciurus niger) er refíkorni. Þetta er norður-amerísk tegund af sama meiði og hinn kunni rauðíkorni (Sciurus vulgaris) sem er algengasta íkornategundin í Evrópu og gráíkorninn (Sciurus carolinensis) sem algengur er Norður-Ameríku en einnig sums staðar í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á slöngu og röri?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé ekki að velta fyrir sér lífverunni slöngu heldur hlutnum og muninum á honum og röri. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er rör sagt vera „langt, mjótt og sívalt stykki, holt að innan“ en slanga útskýrð sem „gúmmí- eða plaströr til að leiða vökva eða loft“. Þess má geta að orðið pípa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Til hvers eru litlu vasahólfin neðst utan á eyrum katta?

Þessi formgerð í ytri eyrum nokkurra spendýra er hvað mest áberandi hjá köttum en þekkist þó meðal annarra rándýra og kann það að vísa til sameiginlegs uppruna þessara hópa spendýra. Þetta er meðal annars að finna hjá tegundum innan vísluættar (Mustelidae), getur verið áberandi hjá nokkrum afbrigðum hunda og e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum?

Lundinn (Fratercula arctica) gerir sér djúpa holu í svörð til þess að verpa í, en einnig verpir hann undir steinum og í glufum. Fleiri fuglar beita svipuðum aðferðum við varp. Lundinn gerir sér holu til að verpa í á grösugum eyjum, höfðum og brekkum ofan við bjargbrúnir eða í urðum undir þeim. Stormsvala (Hy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún?

Korn af járnsteindum (seguljárni og fleirum) eru í flestum tegundum bergs, bæði gosbergi, setlögum og myndbreyttu bergi. Oft hafa þessi korn segulmagnast varanlega í stefnu ríkjandi jarðsegulsviðs þegar viðkomandi bergeining varð til, til dæmis þegar hraunlag kólnaði. Úr margs konar mælingum á þessum seguleigin...

category-iconSálfræði

Hverjar eru orsakir stams?

Allt frá tímum Aristótelesar hafa menn verið að velta fyrir sér orsökum stams. Nokkrar kenningar eru uppi án þess að að vitað sé nákvæmlega af hverju fólk stamar. Flestir fræðimenn eru á þeirri skoðun að orsakir stams séu taugafræðilegar, tengdar erfðum, og komi fram við ákveðnar aðstæður í umhverfinu. Þegar fó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla. Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylu...

Fleiri niðurstöður