Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5568 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað eru vörtur?

Vörtur eru aðallega þrenns konar. Í fyrsta lagi frauðvörtur sem eru algengastar meðal barna. Í öðru lagi vörtur á höndum og fótum, líka algengastar meðal barna og í þriðja lagi kynfæravörtur, sem eru að verða æ algengari sérstaklega í aldurshópnum 15-18 ára. Frauðvörtur Frauðvörtur orsakast af veiru (Mollus...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að segja að tvíburinn í tvíburaþversögninni sem heima situr fari í ferðalag? Hver er munurinn?

Tvíburaþversögnin er afleiðing af takmörkuðu afstæðiskenningunni. Áður hefur verið skrifað um afstæðiskenninguna hér á Vísindavefnum, til dæmis í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum? og í svari Þó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?

Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...

category-iconHeimspeki

Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi...

category-iconJarðvísindi

Hvenær er talið að síðasta ísöld hefjist, og hófst hún á sama tíma um allan heim?

Í stuttu máli er svarið að tímatal jarðfræðinnar telur síðustu ísöld hefjast um allan heim fyrir um það bil 2,6 milljón árum síðan. Það er svolítið lengra mál að skýra hvers vegna jarðvísindamenn velja að draga mörkin þarna. Alþjóðlegu jarðvísindasamtökin (International Union of Geological Sciences, IUGS) voru...

category-iconLæknisfræði

Hver var Alois Alzheimer og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Sjúkdómsheitið „Alzheimers-sjúkdómur“ er væntanlega öllum kunnugt og flestir vita sennilega að sjúkdómurinn leggst á heilann og veldur því að minni og önnur vitræn geta skerðist. Sjúkdómurinn fékk nafn sitt af þýska lækninum Alois Alzheimer sem fyrstur lýsti honum í ritgerð árið 1907 en það var þó ekki hann sjálfu...

category-iconLæknisfræði

Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einstaklingar nudda saman opnum sárum á þumalfingrum?

Margir hættulegir sjúkdómar, til dæmis alnæmi og lifrarbólga C, smitast manna á milli með blóði. Smit getur átt sér stað jafnvel þó um lítið magn blóðs sé að ræða eins og til dæmis ef sár snertast. Það eru þekkt dæmi um það að einstaklingar beri sjúkdóm sem þeir vita ekki af og smiti fólk óvart með þessum hætti. ...

category-iconStærðfræði

Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs?

Keilusnið (e. conic sections) eru skurðferlarnir sem myndast þegar keila er skorin með sléttum fleti. Þessir skurðferlar geta orðið þrenns konar eftir því hvernig slétti flöturinn hallar og þannig fást þrjár ólíkar gerðir keilusniða: Sporbaugar (e. ellipse), fleygbogar (e. parabola) og breiðbogar (e. hyperbola). ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?

Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?

Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað get ég gert til að vaxa hraðar?

Ýmsir þættir hafa áhrif á vöxt og þroska og þar eins og í svo mörgu öðru spila saman erfðir og umhverfisþættir. Á suma þætti er hægt að hafa einhver áhrif áður en einstaklingurinn hættir að vaxa, en eftir að vaxtarlínur beinanna lokast lengist fólk ekki meira. Sá þáttur sem mestu ræður um vaxtarhraða og hversu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...

category-iconLæknisfræði

Hvað er beindrep?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er beindrep? og hverjar eru helstu orsakir? Hvaða afleiðingar hefur beindrep og er einhver lækning til? Bein eru alls ekki dauð, hörð fyrirbæri heldur lifandi og sístarfandi líffæri eins og sést best á því hversu hratt beinbrot gróa. Í heilbrigðum beinum er nýr beinvefur s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf? Og þá hvar. Spurningin fjallar um uppruna einstaklings. Ímyndum okkur Jón Strand, sem rekur á fjörur en man ekkert um sitt fyrra líf. „Hver er ég og hvaðan kom ég“, væru eðlilegar fyrstu spurningar Jóns. Ha...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er hægt að tengja Spánverjavígin haustið 1615 við upphaf einokunarverslunar Dana?

Vorið 1602 tókust samningar um að kaupmenn í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri fengju einkaleyfi til allrar verslunar við Ísland. Málmey taldist þá til Danmerkur en er nú í Svíþjóð. Röksemdir Kristjáns fjórða Danakonungs og ráðunauta hans voru á þá leið að síðustu áratugina á undan hefðu erlendir kaupmenn, þý...

Fleiri niðurstöður