Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7902 svör fundust
Hvað eru sveskjur?
Sveskjur eru þurrkaðar plómur. Þær hafa þekkst um víða veröld um margra alda skeið, og leifar þeirra hafa meðal annars fundist í fornegypskum grafhýsum. Áður fyrr voru sveskjur sólþurrkaðar, en eru aðallega þurrkaðar í verksmiðjum nú til dags. Meirihluti allra sveskna er framleiddur í Bandaríkjunum, en þær eru lík...
Hver er mest spilaða íþrótt í heiminum og hvernig lítur topp tíu listinn út?
Fótbolti virðist vera í efsta sæti á flestum listum sem við höfum séð fyrir vinsælustu eða mest spiluðu íþrótt í heimi, sama hvaða aðferð er notuð til að raða íþróttagreinum á listann. Þeir sem hafa áhuga á að skoða lista á Netinu um vinsælustu íþróttagreinarnar geta til dæmis athugað þessa leitarniðurstöðu. Hi...
Eru háþýska og lágþýska tvær mállýskur eða tvö tungumál?
Hér er rétt að telja að um tvö tungumál sé að ræða. Háþýska er tungumál ekki mállýska. Lágþýska (þ. Plattdeutsch/Niederdeutsch, e. Low German) er töluð á landssvæðunum í Norður-Þýskaland. Það er nokkuð umdeilt hvort lágþýska er sjálfstætt tungumál en hún hefur verið viðurkennd af Evrópuráðinu sem tungumál (Evrópus...
Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...
Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...
Hvernig fara fuglar að því að drekka?
Upprunalega hljóðar spurningin svona: Drekka fuglar á sundi eða fara þeir alltaf upp úr og beina goggnum niður af tjarnarbakkanum ef þá þyrstir? Fuglar þurfa að drekka vatn eins og önnur dýr. Þeir hafa hvorki varir né kinnar eins og spendýr og þurfa því að drekka á nokkuð ólíkan hátt. Sennilega drekka flestar ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Marjan Sirjani rannsakað?
Marjan Sirjani er prófessor í hlutastarfi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og prófessor á sviði nýsköpunar, hönnunar og verkfræði við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð. Rannsóknir hennar snúa að notkun formlegra aðferða í hugbúnaðarverkfræði. Hún vinnur meðal annars að því að smíða og sannreyna líkön...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Lilja Einarsdóttir rannsakað?
Sigrún Lilja Einarsdóttir er dósent og forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst. Sigrún Lilja hefur stundað rannsóknir á sviði menningarstjórnunar og félagsfræði listgreina. Árið 2016 hlaut Sigrún styrk sem kenndur er við Marie Sklodowska-Curie til að vinna að rannsóknarverkefni á menningarpólitís...
Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað getið þið sagt mér um blómið gleym-mér-ei? Latneska heiti plöntunnar gleym-mér-ei er Myosotis arvensis. Á tungumálum nágranna okkar er heitið ekki ósvipað því íslenska því á ensku kallast plantan field forget-me-not, á dönsku er heitið mark-forglemmigej og Acker-Vergißmei...
Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?
Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi; bæði tækifærum sem skapast á unglingsárum með því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og áskorunum sem verða á vegi þeirra. Rann...
Hvað hefur vísindamaðurinn Klara B. Jakobsdóttir rannsakað?
Klara B. Jakobsdóttir er fiskalíffræðingur og rannsóknir hennar lúta aðallega að brjóskfiskum (til dæmis gráskötu, tindaskötu, hákarli og öðrum háffiskum), djúpfiskum og djúpfiskasamfélögum. Áhugasvið hennar og rannsóknir hafa að mestu beinst að alhliða rannsóknum á líffræði þessara tegunda, en oft er lítið vitað ...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað?
Guðbjörg Ottósdóttir er lektor við félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið eigindlegar og snúið að alþjóðlegum fólksflutningnum og því að ferli að setjast að í nýju landi. Þau viðfangsefni sem Guðbjörg hefur meðal annars fengist við eru reynsla innflytjend...
Hvað er ferðasúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega? Hvað er ferðasúpa? Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefi...
Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi?
Hvergi er lagt blátt bann við því að kyssast á almannafæri, enda engin sérstök ástæða til þess. Nokkrar reglur fjalla þó um almennt velsæmi og hneykslan og má þar helst benda á 209. gr. almennra hegningarlaga: Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi...
Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar? Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar...