Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2370 svör fundust
Hvaða merkingu hefur og hvaðan kemur „gjugg í borg“?
Orðið gjugg í sambandinu gjugg í borg er eins konar kallorð í leikjum og hefur þá sömu merkingu og klukk. Sögnin að gjugga er einnig notuð í leikjum í sömu merkingu og klukka, það er klappað er á þann sem hefur „náðst“ og sagt gjugg eða klukk. Hvaðan gjugg er komið er erfitt að segja. Elsta heimild mér tiltæk um g...
Af hverju kann ég ekki að fljúga?
Löngu áður en flugvélar voru fundnar upp dreymdi menn um að geta flogið um loftin blá eins og fuglarnir. Hins vegar erum við mennirnir, rétt eins og mikill meirihluti allra dýra í dýraríkinu, ekki gerðir til þess að fljúga, að minnsta kosti ekki án hjálpartækja. Menn þarfnast hjálpartækja til að geta flogið. Þo...
Hvaða rétt hefur STEF til þess að rukka ákveðna prósentu af miðaverði á framhaldsskólaböllum?
Í gjaldskrá STEF er tekið fram hver gjöld fyrir flutning tónlistar á árinu 2009 séu. Í A-lið gjaldskrárinnar kemur fram að af aðgangseyri að einstökum dansleikjum, tónleikum, samkvæmum og öðrum samkomum, þar sem tónlist er flutt, skuli greiða 4% en þó aldrei yfir ákveðinni fjárhæð sem fer eftir fjölda gesta. Sjá n...
Ég er nemandi í Bandaríkjunum og hef mikinn áhuga á íslensku. Getið þið leiðbeint mér með fallbeygingar og töluorð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég er nemandi og ég bý í Bandaríkjum. Ég hef mikinn áhuga á íslensku og ég vil tala málið án villna. Spurningin mín er um eignarfallið eftir tölum. Hvenær notum við eignarfall eftir tölum? Segjum við tvö þúsund manna eða tvö þúsund menn? Orðin sem ég hef sérstaklega áhuga á ...
Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?
Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður t...
Hvers vegna lifa elgir ekki á Íslandi?
Ástæðan fyrir því að elgir lifa ekki á Íslandi er sú að þeir hafa ekki verið fluttir til landsins. Eina spendýrið sem var á Íslandi þegar landnámsmenn komu hingað fyrir rúmum 1.000 árum var refurinn. Önnur landspendýr hafa borist hingað með mönnum og á það jafnt við um húsdýr og dýr sem lifa villt í náttúrunn...
Hvers vegna er sóttkví vegna COVID-19 tvær vikur?
Þeir sem sýkjast af COVID-19 eru settir í einangrun og þeir sem þeir hafa umgengist eru settir í sóttkví. Fyrir SARS-CoV-2-veiruna (sem veldur COVID-19-sjúkdómnum) er tíminn frá smitun til sjúkdómseinkenna oftast 2-7 dagar, og talið er að í yfir 99% tilvika komi einkenni fram innan 14 daga, ef einkenni koma fram á...
Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?
Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:391) er orðið sagt komið úr dönsku hurra sem aftur hafi það úr miðháþýsku hurren (boðháttur af sögn). Það væri þá skylt sögninni húrra ‘renna hratt’ sem einnig er tökuorð úr dönsku. Húrra sem fa...
Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hví eru á alþingi ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Þingið er æðst. Ráðherrar án þingsætis ættu að vera háttvirtir en þingmenn hæstvirtir. Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og er hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um fo...
Verður hægt að finna upp tæki sem kælir jafn hratt og örbylgjuofn hitar?
Undir náttúrulegum kringumstæðum streymir varmi milli tveggja misheitra hluta frá þeim heitari og til þess kaldari. Varmastreymið, og þar með hraði kælingar eða hitunar, eykst með varmaleiðni hlutanna og hitastigsmun þeirra. Þess vegna er mögulegt að kæla hluti mjög hratt með því til dæmis að láta þá snerta flöt s...
Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast?
Í flestum tilfellum geta grænmetisætur uppfyllt næringarþörf sína. Þeir sem ástunda slíkt mataræði þurfa þó að kynna sér vel hverjir annmarkar grænmetisfæðisins eru með tilliti til þarfa líkamans. Því takmarkaðra sem fæðuval þeirra er, þeim mun betur þurfa þeir að vera að sér um næringarinnihald matvæla. Grænme...
Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar?
Tannkrem eru hönnuð til að halda tönnunum hreinum og hvítum og í þeim eru ýmis efni sem gegna þeim tilgangi. Kannski er ofmælt að sykurinn geri tennurnar svartar en hann veldur tannskemmdum og þær verða oftast dökkar á litinn af fæðu eða öðru sem í munninn fer. Sykurinn er mikilvæg næring fyrir sýklana sem valda t...
Hvert fer sálin þegar maður deyr?
Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskilja...
Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma?
Rannsóknir hafa verið í gangi og tilraunir gerðar með að nota veirur, þar á meðal HIV-veiruna, sem 'genaferjur' -- það er láta þær smita gallaðar frumur með erfðaefni sem bætir þær. Vænta má verulegs læknisfræðilegs árangurs af þessum rannsóknum fyrr eða síðar, en langt er í land að aðferðum sem þessum verði almen...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...