Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4922 svör fundust

category-iconLögfræði

Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi? Ef svo er, hver tekur þá ákvörðun um eignarnámið?Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði um vernd eignarréttarins. Þar segir:Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf kref...

category-iconFélagsvísindi

Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju?

Í Mið-Austurlöndum ríkir bæði reiði og öfund í garð Bandaríkjanna, en líka aðdáun þar sem Bandaríkin hafa margt að bjóða sem þykir eftirsóknarvert. Yfirleitt eru mjög langar biðraðir fyrir utan öll sendiráð Bandaríkjanna. Í þeim bíður fólk sem vill fá vegabréfsáritun. Einnig er mikil neysla á bandarískum vörum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Til hvers nota pokadýr pokann sinn?

Eitt helsta einkenni pokadýra er æxlunarkerfi þeirra. Margar pokadýrategundir bera nafn með rentu og kvendýrin bera unga sína í poka. Sum pokadýr eins og til dæmis lítil ránpokadýr eru þó ekki með eiginlega poka. Þessi pokalausu pokadýr hafa eingöngu húðfellingar hjá spenunum sem halda mætti að verji ungana illa f...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?

Erla Hulda Halldórsdóttir er lektor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sérsvið hennar er kvenna- og kynjasaga. Hún hefur stundað rannsóknir á sögu kvenna á 19. og 20. öld með það að markmiði að gera sögu kvenna og kynja sýnilega og að sjálfsögðum hluta Íslandssögunnar. Erla Hulda hefur ...

category-iconBókmenntir og listir

Er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson fyrsta íslenska glæpasagan?

Í ársbyrjun 1930 gerði danska tímaritið Ekko könnun meðal helstu gagnrýnenda landsins um það hvaða skáldsaga hefði staðið upp úr í útgáfu liðins árs. Niðurstaðan var afgerandi: Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson (1889-1975). Þetta kemur nútímalesendum kannski á óvart en það er óhætt að fullyrða að þetta voru ekki ó...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt um einstaka vísindamenn sem voru uppi á árinu 1944?

Uppgötvanir, kenningar og niðurstöður í vísindum eru yfirleitt afrakstur vinnu sem á sér stað á margra ára og oft áratuga tímabili. Oftast er um að ræða samstarf margra sem byggir jafnframt á rannsóknum annarra vísindamanna. Hér er spurt um árið 1944 en svarið takmarkast þó ekki við vísindamenn sem unnu merk afrek...

category-iconStærðfræði

Af hverju margföldum við stundum í kross þegar við leysum jöfnur með brotum í stað þess að finna samnefnara og lengja með honum?

Fyrst er rétt að gera grein fyrir tveimur hugtökum sem koma fyrir í spurningunni: Samnefnari tveggja eða fleiri brota er tala sem allir nefnarar brotanna ganga upp í. Ef við höfum til dæmis brotin $\frac7{9}$ og $\frac5{12}$, þá er talan $36$ samnefnari þeirra, því báðir nefnararnir $9$ og $12$ ganga upp í han...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju þarf maður að læra að lesa?

Maður þarf að læra að lesa til að geta: ratað eftir skiltum og kortum farið í ferðalög á Íslandi og í útlöndum flett upp símanúmerum í símaskrá lesið texta í sjónvarpi lesið hvað er í matnum sem maður kaupir lesið dagblöð og vitað hvað á sér stað í heiminum þekkt í sundur bækur og valið þær sem maður vill...

category-iconHugvísindi

Hvað var Sturlungaöld?

Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...

category-iconTrúarbrögð

Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?

Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um Martein Lúther?

Í Marteini Lúther mætast andstæður, jafnvel öfgar. Þetta á jafnt við um persónu Lúthers og þá hreyfingu sem hann ýtti úr vör. Þegar í aflátsdeilunum 1517 verður ljóst að breytingarnar sem guðfræði Lúthers fela í sér er ekki hægt að skilgreina með tilvísun til tíðarandans, skipulags samfélagsins eða uppbyggingar ki...

category-iconSálfræði

Hvaða dýr sjá liti rétt?

Menn sjá aðeins rafsegulbylgjur á tilteknu öldulengdarbili sem ljós, og líklegt er að svipað gildi um flest önnur dýr. Þessa takmörkun bilsins má trúlega rekja til þess að bylgjur á þessu bili berast vel í vatni og sjónin þróaðist fyrst hjá dýrum í hafinu. Litnemar augans, keilurnar, eru yfirleitt þrenns konar í ...

category-iconHagfræði

Hvernig mundi verðbólga hafa áhrif á íslenskan efnahag ef Ísland væri aðili að ESB og notaði evru í stað krónu?

Áhrifin af verðbólgu yrðu í raun svipuð þeim sem nú eru til staðar með krónuna sem gjaldmiðil. Hins vegar yrði líklega erfiðara að mæta þeim áhrifum ef Íslendingar hefðu ekki lengur yfir eigin gjaldmiðli að ráða. Einmitt þess vegna er mikilvægt að verðbólga á Íslandi lækki, í sögulegu samhengi séð, gefi Íslendinga...

category-iconBókmenntir og listir

Voru einhver fræg kventónskáld á 19. öld?

Það ævagamla sjónarmið var sem fyrr ríkjandi á 19. öld að hljóðfæraleikur væri konum til prýði svo framarlega sem þær iðkuðu slíka list einungis innan veggja heimilisins. Fordómar feðraveldisins gerðu flestum konum ókleift að hafa hljóðfæraleik að lífsstarfi og enn minni trú höfðu menn á getu þeirra til að stunda ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?

Frá sjónarhóli þróunarfræðinnar eru prímatar eða mannapar afar ungur hópur spendýra. Talið er að fyrstu "sönnu" prímatarnir hafi komið fram á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára eða stuttu eftir að risaeðlurnar dóu út. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög l...

Fleiri niðurstöður