Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 666 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er hægt að rekja skyldleika allra núlifandi manna til einnar formóður?

Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til baka til einnar formóður sem lifði í Afríku. Skyldleiki er meðal annars rakinn með því að nota erfðaupplýsingar, til dæmis um breytileika á ákveðnum stað innan gens, í heilum genum, hluta litninga eða jafnvel alls erfðamengisins. Hægt er að meta hversu langt...

category-iconUmhverfismál

Er æskilegt að urða lífrænan heimilisúrgang eins og matarúrgang?

„Nei“ er stutta svarið við þessari spurningu. Frá umhverfislegu sjónarmiði er urðun lífræns heimilisúrgangs (lífúrgangs) aldrei æskileg og reyndar ekki urðun annarra úrgangsflokka heldur. Fyrir þessu eru í aðalatriðum tvenns konar rök: 1. Auðlindarök Þegar efni er urðað er verið að taka úr umferð allar þær auð...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er þjóðkirkja?

Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...

category-iconLögfræði

Er þjóðkirkjuskipanin í andstöðu við lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er enn þjóðkirkja á Íslandi, (að því er virðist) í andstöðu við bæði lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi? (Svar við fyrri hluta spurningarinnar er að finna hér.) Kveðið er á um trúfrelsi í 63. og 64. gr. í Stjórnarskrá lýðveldisins og eru þær að me...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um mólendi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er mólendi? Hvaða dýr lifa í mólendi? Hve stór hluti Íslands er þakinn mólendi? Mólendi (e. heathland) er gróið, óræktað land sem einkennist af lyngtegundum og öðrum runnkenndum plöntum en getur einnig verið allríkt af grösum, störum, tvíkímblaða jurtum, mosum og flétt...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hefur viðvera og sýnileiki lögreglu áhrif á tíðni afbrota?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hefur aukin viðurvist lögreglu þau áhrif að glæpatíðni minnkar? Umræðan um áhrif viðveru lögreglu á tíðni afbrota á sér langa sögu innan afbrotafræðinnar. Almennt er þá um að ræða sýnilega löggæslu, til dæmis á merktum lögreglubílum, mótorhjólum, hjólum eða lögreglumön...

category-iconLæknisfræði

Hvaða aðferðir duga best til að hætta að reykja?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig er hægt að láta einhvern nákominn sér hætta að reykja t.d. móður? Nikótín í sígarettum er eitt sterkasta ávanabindandi fíkniefni sem til er. Talið er að með því reykja í tvígang sé táningur í allt að í 70% hættu á að reykja næstu fjörutíu árin. Reykingar eru því ekk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru jólafasta og aðventa það sama?

Aðventa eða jólafasta hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og stendur því sem næst fjórar vikur. Bæði orðin, aðventa (kvk.) og jólafasta (kvk.), um þennan tíma hafa tíðkast í íslensku frá fornu fari eins og dæmi í safni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) vitna um.Hakon konvngr for til Biorgyniar fyrir ...

category-iconLæknisfræði

Erfist sjón frá foreldrum til barna?

Hér er einnig svarað spurningunum: Er nærsýni ættgeng? Hvað annað en erfðir valda því að fólk verður nærsýnt? Eins og aðrir meðfæddir eiginleikar erfist sjón frá foreldrum til barna. Hún er ekki áunninn eiginleiki, þótt hana megi þjálfa að einhverju marki, og hún þroskast að sjálfsögðu frá því sem hún er við fæð...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða? Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurn...

category-iconJarðvísindi

Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...

category-iconEfnafræði

Hvernig er hægt að sýna fram á að koltvíoxið valdi gróðurhúsaáhrifum á jörðinni?

Í heild hljóðaði spurningin um það bil svona:Er hægt að sanna að sameindin CO2 valdi gróðurhúsaáhrifum með því að senda innrauða geislun sem stefnir út í geim og mæla endurkast hennar af CO2 sameindum sem berst aftur til jarðar? Spurningin ber með sér að spyrjandi veit í hverju gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs (CO2;...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?

Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna: Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent? Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en rétt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um pöndur?

Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...

category-iconFélagsvísindi

Hvað getið þið sagt mér um hafmeyjar?

Sagnir um hafmeyjar eru gamlar og eiga meðal annars rætur í grískum goðsögum um sírenur. Sírenurnar voru raddfagrar söngmeyjar í fuglslíki að neðanverðu er seiddu til sín menn með yndisfögrum söng og drápu þá. Ýmsum sögum fer af uppruna þeirra en þeim ber þó flestum saman um að sírenurnar hafi hlotið fuglshaminn s...

Fleiri niðurstöður