Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3119 svör fundust

category-iconEfnafræði

Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?

Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleiku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?

Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á ávarpsorðunum frú, maddama, fröken, jómfrú?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.? Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem s...

category-iconHugvísindi

Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður?

Spyrjandi bætti eftirfarandi spurningu við: Ef svo er, gætirðu komið með nokkur dæmi um breytingar, og jafnvel brot úr einhverri sagnanna með hljóðfræðilegu letri?Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landn...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?

Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er hinn svokallaði G-blettur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar er G-bletturinn? Er sannað að G-bletturinn sé til? Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna ...

category-iconStærðfræði

Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi?

Segulómmyndir eru alltaf stafrænar (e. digital) vegna þess að tæknin er í eðli sínu þannig að tölva er notuð til að reikna og birta mynd, en myndin byggir á athugun á því hvernig efni líkamans haga sér í segulsviði. Tæknin á bak við segulómmynd er nokkuð flókin og lesa má meira um hana í svari við spurningunni Mig...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru geitur með þrjá maga?

Geitur eru með svokallaðan fjögurra hólfa maga líkt og kýr og önnur jórturdýr. Hólfin nefnast vömb, keppur, laki og vinstur (kvk.) og er vömbin langstærst að rúmmáli, um 80% af heildarrúmmáli magans. Vömbin verkar sem eins konar gerjunartankur. Fæðan fer nánast ótuggin þangað niður og gerjast í svolítinn tíma ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hljóðmúr?

Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann. Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskír...

category-iconLögfræði

Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?

Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?

Þegar fjallað er um heilann er venjan að skipta honum upp í nokkur svæði. Gjarnan er talað um framheila, miðheila og afturheila. Önnur svæðaskipting sem oft er notuð felur í sér að skipta heilanum í heilastofn (e. brain stem), milliheila (e. diencephalon), hvelaheila (e. cerebrum) og litla heila/hnykil (e. cerebe...

category-iconStærðfræði

Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?

Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...

category-iconSálfræði

Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um notkun hugtakanna vinstri og hægri í umræðu um stjórnmál: Hver er ástæða þess að stjórnmálastefnur er titlaðar til hægri eða vinstri? Þegar það er talað um vinstri og hægri í pólitík, hvað er þá átt við? Hver er munurinn á hægrisinnuðum manni eða vinstrisinnuðum? Hvað er ...

Fleiri niðurstöður