Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4962 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru skógarþrestir á veturna og hvað verða þeir gamlir?

Stærstur hluti íslenskra skógarþrasta (Turdus iliacus) eru farfuglar, þó þúsundir einstaklinga hafi nú orðið vetursetu í þéttbýlinu. Þessi aukning á vetursetu skógarþrasta er einkum talin vera afleiðing af stöðugra fæðuframboði og meiri trjágróðri í görðum bæjarbúa. Einnig er sennilegt að mildari vetur undanfarin ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir lýsingarorðið óhultur og er líka hægt að vera hultur?

Lýsingarorðið óhultur merkir ‘öruggur, sá sem ekki er í hættu’ og eru elstu dæmi um það í söfnum Orðabókar Háskólans frá því á 18. öld í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Sama er að segja um lýsingarorðið hultur sem notað er í sömu merkingu. Aðeins óhultur er notað í latnesk-íslenskri orðabók Jóns Ár...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er dvalagró?

Dvalagró (e. endospore) eða sporar eru hylki sem svonefndar gram-jákvæðar bakteríur af nokkrum ættkvíslum mynda sem viðbrögð við óhagstæðum umhverfisskilyrðum. Breytingar á nánasta umhverfi bakteríanna svo sem á sýrustigi, hitastigi eða þurrki virka sem hvati til þess að bakteríurnar myndi dvalagró og bíði af sér ...

category-iconHugvísindi

Hvaða merkingu hefur og hvaðan kemur „gjugg í borg“?

Orðið gjugg í sambandinu gjugg í borg er eins konar kallorð í leikjum og hefur þá sömu merkingu og klukk. Sögnin að gjugga er einnig notuð í leikjum í sömu merkingu og klukka, það er klappað er á þann sem hefur „náðst“ og sagt gjugg eða klukk. Hvaðan gjugg er komið er erfitt að segja. Elsta heimild mér tiltæk um g...

category-iconHugvísindi

Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?

Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?

Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru „fórur“ manna, er þetta hugtak til í eintölu og eru til einhver dæmi um raunverulega notkun í einhverju öðru falli en þágufalli? Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans koma aðe...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er þjóðkirkja?

Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...

category-iconHeimspeki

Af hverju bulla stjórnmálamenn svona mikið?

Spurningin gerir ráð fyrir því að stjórnmálamenn bulli mikið. Um það kunna að vera skiptar skoðanir, því ekki er alltaf ljóst hvað er bull og hvað ekki. Auk þess kunna að vera skiptar skoðanir um það hvað sé lítið eða hæfilegt bull og hvað sé mikið. Heimspekingurinn Harry Frankfurt hefur gefið út lítið kver se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um finkur?

Finkur eru samheiti yfir smáfugla sem hafa keilulaga gogg og éta fræ. Um er að ræða nokkur hundruð tegundir sem falla undir fimm ættir og tilheyra ættbálki spörfugla (Passeriformes): Ættíslenskt heiti samkvæmtÍslenskri málstöðFringillidaefinkuættCarduelidaeþistilfinkurEmberizidaetittlingaættEstrildidaestrildi...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Parkinsonssjúkdómur?

Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að segja í einhverjum skilningi á réttri íslensku "að söðla um sig"?

Sögnin að söðla er leidd af nafnorðinu söðull 'karlhnakkur, kvenhnakkur' og merkir að 'leggja söðul á hest'. Þegar maður er á ferð með tvo til reiðar skiptir hann öðru hverju um hest til að hvíla þann sem hann sat áður. Hann flytur þá söðulinn (hnakkinn) milli hesta og það er kallað að söðla um. Að 'söðla um' v...

category-iconFornleifafræði

Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?

Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð ...

category-iconSelásskóli

Af hverju sogar svartur litur í sig mest ljós en samt er hann dökkur?

Ljósir hlutir endurkasta yfirleitt sólarljósinu sem fellur á þá. Hvítt blað endurkastar til dæmis nær öllu sólarljósinu og það er einmitt ástæðan fyrir því að blaðið er hvítt. Hvítt sólarljós er nefnilega blanda af öllum litum. Ef við litum blaðið grænt þá gleypir það í sig aðra liti úr sólarljósinu en einmitt þan...

Fleiri niðurstöður